Klitschko segir Bach spila leik við Rússa Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 11:01 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kíev, kallar eftir harðari aðgerðum og vill fá Thomas Bach í heimsókn. Markus Schreiber/AP Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev. Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira