„Þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta“ Kári Mímisson skrifar 19. febrúar 2023 18:59 Bjarni Fritzson brettir upp ermar á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara hrikalega glaður. Það er svona aðal tilfinningin sem ég finn núna,“ Sagði Bjarni Fritzson strax eftir glæsilegan heimasigur ÍR á KA í dag í Olís-deild karla í dag. Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“ Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“
Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00