Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 18:02 Antonio Conte mun ekki stýra Tottenham í næstu leikjum. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum. Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira