Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 13:11 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur tekið dóttur sína með sér á nokkra opinbera viðburði á undanförnum mánuðum. AP/KCNA Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56
Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12