Fundu fólk á lífi eftir átta daga Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 10:20 Muhammed Enes Yeninar, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras í Tyrklandi. Minnst þremur var bjargað í morgun, eftir að hafa verið fastir í rústum í tæpar tvö hundruð klukkustundir. AP/Ismail Coskun Björgunarsveitarmenn, hermenn og aðrir leitarmenn í Tyrklandi fundu í morgun fólk á lífi í rústum húsa sem hrundu fyrir átta dögum síðan. Minnst þrír fundust á lífi í rústum húsa en leitað er í þremur héruðum Tyrklands. Sérfræðingar segja litlar líkur á því að margir muni finnast á lífi. Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50
Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18