Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Siggeir F. Ævarsson skrifar 10. febrúar 2023 22:56 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Algjörlega. Við grófum okkur djúpa holu í fyrri hálfeik. Gerðum góða tilraun til að koma til baka í þeim seinni. En þetta er ansi gott Njarðvíkurlið, og yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn. Það hefur alltaf verið þannig og var þannig í kvöld.“ Grindvíkinga virtist skorta bæði orku og áræðni í sínum aðgerðum. Aðspurður sagðist Jóhann einfaldlega ekki vita hvernig það gerist, enda ef hann vissi það hefði leikurinn sennilega þróast allt öðruvísi. Hans menn virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu og því sem lagt var upp með fyrir leik. Vísir/Hulda Margrét „Ef ég vissi það maður. Ég hef bara engin svör við því. En sem þjálfari þá er ég mjög svekktur yfir því að við leggjum leikinn upp og erum með ákveðið prógram í gangi en það er einhvern veginn eins og menn trúi ekki á það sem við erum að leggja fram. Svo kemur þarna smá neisti í seinni en þegar við þurfum að vera klárir þá voru menn í einhverjum hetjuleik. En þetta er gott Njarðvíkurlið, bara hrós á þá. Eins og staðan er í dag eru þeir talsvert betri en við.“ Nú er pakkinn í neðri hluta deildarinnar orðinn ansi þéttur. Það er stutt upp en jafnvel styttra niður. „Þetta er bara grafalvarlegt mál. Eins og umferðin fer núna þá eru öll liðin fyrir neðan okkur að vinna og við erum með allt í skrúfunni ennþá. Við þurfum að fara að leggjast yfir þetta, maður er svo sem að því alla daga en við þurfum að fara að setja stig á töfluna. Það er alveg ljóst.“ Það þýðir lítið fyrir Grindvíkinga að svekkja sig um of á þessum úrslitum. Er það ekki bara gamla klisjan, áfram gakk? „Það er enginn uppgjöf eða neitt þannig. Við bara höldum okkar striki. Það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þurfa að vera til staðar til að við getum sett upp frammistöðu sem við erum sáttir við. Þetta er mjög einfalt. En það hefur vantað svolítið uppá eftir jól. Við þurfum að reyna að finna það aftur og koma okkur á rétta braut.“ Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Sjóðheitir Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum Njarðvík vann öruggan sigur á Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Njarðvík hefur nú unnið sex deildarleiki í röð. 10. febrúar 2023 22:10