Eyja í raforkuvanda Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Vestmannaeyjar Orkumál Sæstrengir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun