Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 19:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Vladimir Smirnov Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan. Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan.
Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57