Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 06:01 Magnús Jóhann og Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, standa fyrir útgáfutónleikum næstkomandi laugardagskvöld. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Guðrún Ýr heldur eftir barnsburð. Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. Þurfti ekki að „detta“ út Guðrún Ýr eignaðist sitt fyrsta barn í lok júlí á síðasta ári en þetta eru fyrstu tónleikarnir sem hún heldur eftir barnsburð. Platan Tíu íslensk sönglög var tekin upp þegar hún var ólétt og kom út rétt eftir að hún átti. „Ég ætlaði mér að gera þessa plötu með Magga og gera svo sólóplötu í leiðinni, en tók ekki alveg inn í myndina að þegar maður er óléttur er maður með ögn minni orku en venjulega. Þannig sólóplatan bíður og ég er einmitt alltaf á leiðinni að byrja á henni.“ Hún segir þau hafa unnið þessa plötu á sniðugan hátt, kláruðu hana í maí og gáfu hana út í september. „Þannig ég var búin að gera alls konar verkefni og þurfti ekkert að detta, innan gæsalappa, út.“ Guðrún Ýr segir mikilvægt að finna gott jafnvægi á móðurhlutverkinu og tónlistarkonulífinu.Vísir/Vilhelm Giggandi fram á síðustu metra meðgöngu Guðrún Ýr segir að henni hafi liðið eins og hún væri enn þá að þótt hún væri bara í litlu búbblunni sinni að njóta, þar sem platan kom út tæpum tveimur mánuðum eftir barnsburð. „Ég var náttúrulega giggandi fram á áttunda eða níunda mánuð þannig ég hætti aldrei í tónlistinni og tók ekkert almennilegt fæðingarorlof. Ég byrjaði á því en kærastinn minn er að klára læknisfræðinám þannig hann var í skólanum á daginn og svo var hann heima á kvöldin og þá gat ég farið og tekið eitt og eitt gigg. Svo er það líka dálítið erfitt sem söngvari að detta bara út í langan tíma upp á röddina og söng formið.“ Guðrún Ýr segist þó hafa fundið fyrir því að það var orðið mjög krefjandi að syngja á síðustu metrum meðgöngunnar. „Ég var alltaf að þrýsta á lungu og þind og ég veit ekki hvað og hvað, ég þurfti að hafa svolítið fyrir þessu. Það var ekkert grín að taka tvö gigg á kvöldi, sem var bara ekkert mál fyrir tveimur árum síðan.“ Mikilvægt að geta verið GDRN Hún segir alls konar tilfinningar geta fylgt því að finna jafnvægið í lífinu. „Ég held að allir foreldrar geti tengt við það að vera með barnið sitt 24/7 og þig langar að fara út og gera þitt, en svo gerirðu það og þá langar þig bara að vera heima með barninu. En það að fara út og taka stutt gigg og koma svo til baka, það gaf mér rosalega mikið. Því ég var bara mamma heima og svo gat ég farið stutt út og verið algjörlega ég sem GDRN, en komið svo bara aftur heim og ekki liðið eins og ég væri að missa af. Á sama tíma fékk ég svona næringu eiginlega fyrir mig. Eins gefandi og foreldrahlutverkið er þá þarf maður líka að passa svo mikið upp á sjálfa sig. Að gefa sér breik og fara í sturtu, skilurðu. Allt þetta,“ segir hún brosandi. „Ég tala nú ekki um að vera með einn svona lítinn sem þarf á mér að halda alla tíma dagsins. Þetta var líka rosalega gott fann ég fyrir andlega heilsu að geta farið út. Þetta var náttúrulega mjög krefjandi fyrst en svo varð það auðveldara og auðveldara. En ég finn alveg að þegar ég fer út þá langar mig bara aftur heim,“ bætir hún við og hlær. Tilgangurinn orðinn annar Hún segir þetta að sjálfsögðu mjög persónubundið eftir hverjum og einum hvernig sé best að hátta lífinu eftir barnsburð. „Það að til dæmis treysta öðrum fyrir barninu þínu. Þetta eru mjög skrítnar tilfinningar og maður er allt í einu bara með tilgang lífsins í höndunum. Maður hugsar bara: Það er enginn nógu verðugur til að vita hvernig á að passa þetta barn nema ég,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Þannig þetta er svolítil æfing, að stökkva út í venjulega lífið og áherslan og tilgangurinn er svolítið öðruvísi. Þú ert með sömu væntingar, drauma og metnað í lífinu en allt í einu er kominn þarna einhver rosalegur tilgangur og þú ert svona meira að gera hlutina til þess að geta sinnt honum. Þetta er skemmtileg og ný vídd í lífið.“ Galin upplifun Guðrún segir einnig auðvelt að leita að góðu efni á netinu sem hjálpar í daglegu lífi. „Til dæmis hlaðvörp þar sem fólk er í viðtölum að tala um þetta jafnvægi í lífinu, að eiga börn og fjölskyldulíf og vera líka vinnandi. Svona við hverju má búast þegar maður er með lítil börn.“ Hún segist hafa verið í sjokki eftir fæðinguna sjálfa og þetta hafa verið galin upplifun. „Ég byrja að fá hríðar aðfaranótt laugardags og hann fæðist á mánudegi, þannig þetta var svolítið langt. Svo er það líka að upplifa hvað líkaminn er klikkaður, að gera þetta og geta þetta, að geta fætt og treysta því alveg.“ View this post on Instagram A post shared by Guðru n Ýr Eyfjo rð/GDRN (@eyfjord) Ný spegilmynd Hún segist einnig hafa þurft að kynnast líkamanum sínum upp á nýtt. „Ég var í smá sjokki hvað maður er lengi að jafna sig og ég er enn að jafna mig. Maður er náttúrulega í níu mánuði að breytast og fæða og það er algjört átak. Þetta er svona heimskulegt eftir á kannski en maður hugsaði að eftir fæðingu yrði líkaminn kannski smá öðruvísi en þetta yrði bara ég áfram. En svo einhvern veginn upplifði ég að þetta væri bara nýr líkami. Ég horfði í spegilinn og þurfti að kynnast sjálfri mér upp á nýtt, ef það meikar sens.“ Hún segir öðruvísi að fylgjast með bumbunni stækka hægt og rólega yfir níu mánuði og svo að kynnast líkamanum eftir að barnið er fætt. „Eftir fæðingu er smá eins og það hafi verið keyrt á þig með lest. Svo tala ég nú ekki um eins og brjóstagjöf, líkaminn hefur allt í einu þennan massíva tilgang sem er allt öðruvísi en tilgangurinn sem hann þjónaði mér áður fyrr. Allt í einu er hann þarna til að halda lífinu í manneskju sem er gerð úr postulíni.“ Hún segist því hafa upplifað alls konar skrýtið og nýtt en á sama tíma sé hún rosa fljót að gleyma. „Um daginn var einhver að tala um hreyfingar í bumbu og ég fékk upplifði svona smá söknuðar tilfinningu. Á sama degi fékk ég svo svona fyrir ári síðan minningu á símann og þá var ég búin að kasta svo mikið upp að ég var búin að sprengja allar háræðarnar í andlitinu. Ég hélt líka að ég væri með gulu því hvítan var ekki lengur hvít, og það var byrjað að blæða úr vélindanu því ég var búin að kasta svo mikið upp. Það var fram á tuttugustu plús viku, en maður er rosalega fljótur að gleyma öllu sem var ekki næs,“ segir hún hlæjandi. Persónuleg listsköpun krefjandi Eins og áður segir er alls konar á döfinni hjá GDRN, sem stefnir meðal annars að því að gefa út sólóplötu. „Ég er mjög spennt að hella mér almennilega inn í nýtt efni því það er kominn nýr kafli hjá manni og það er búið að opna á eitthvað nýtt. En svo á sama tíma er ég líka svolítið stressuð að byrja aftur að semja og hella mér alveg í þetta album mode.“ Textarnir hafa verið persónulegir hingað til hjá henni en hún segist ekki viss um hvernig hún ætli að nálgast það á næstu plötu. „Er ég að fara að tala um eitthvað svona svakalega persónulegt, ég veit það ekki. Ég er sjálf mjög forvitin að vita hversu langt ég fer í persónulegri sköpun því það er líka mjög krefjandi. Akkúrat í augnablikinu er þetta í raun óskrifað blað. Ég á náttúrulega efni sem ég var byrjuð á fyrir meðgöngu en svo er ég búin að hlusta á það og finn að ég var á allt öðrum stað þá og það er svolítið erfitt kannski að halda áfram með það. En það verður spennandi að sjá hvert maður ætlar að fara með næsta og hversu langan tíma það tekur. Þetta er náttúrulega orðið aðeins meira púsluspil núna, maður mætir ekkert bara upp í stúdíó og semur tónlist hvenær sem er dags.“ Klippa: Morgunsól - GDRN & Magnús Jóhann Tvennir tónleikar í Hörpu Á þessum tímapunkti viðtalsins er Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari og náinn samstarfsaðili Guðrúnar mættur af Idol æfingu en þau halda saman tónleikana í Norðurljósum, Hörpu á laugardaginn. Er um tvenna tónleika að ræða, en uppselt er á seinni tónleika og enn nokkrir lausir miðar á þá fyrri sem verða klukkan 17:00. Fyrsta upplag vínylsins seldist upp en munu örfá eintök vera til sölu á tónleikunum í Hörpu. Nánari upplýsingar má finna hér. „Tónleikarnir verða svakalega skemmtilegir. Við erum að reyna að búa til skemmtilega tónleikaupplifun, þetta er náttúrulega mjög lágstemmd plata að megninu til,“ segir Magnús Jóhann og Guðrún Ýr skýtur inn: „Maður myndi kannski halda að það væri einfalt að halda tónleika út frá því en það er mjög krefjandi. Að ná að halda þessari nálægð úr plötunni.“ Hringsvið og nánd „Það er miklu erfiðara að spila viðkvæma tónleika heldur en að vera með fullt af hröðum nótum,“ segir Magnús. „En við ætlum að reyna að endurleika og skapa þessa nálægð og nánd sem er á plötunni með því að vera á hringsviði á miðju gólfinu og hafa fólkið í kringum okkur.“ Platan verður tekin í heild sinni ásamt nokkrum auka lögum frá GDRN. Þessir tónleikar hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en Magnús segist alltaf hafa gaman að því að fylgja plötuútgáfu eftir með veglegu giggi. „Þetta eru bara útgáfutónleikar númer tvö hjá mér ever,“ segir GDRN og bætir við að þetta séu fyrstu tónleikarnir sem hún heldur í Hörpunni. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Idol og tónleikar sömu helgi Tónleikarnir verða haldnir kvöldið eftir síðasta Idol þáttinn en Magnús hefur sinnt starfi hljómsveitarstjóra í þáttunum sem og aðstoðað keppendur við útsetningar og undirbúning. Því hefur mikið verið um að vera hjá honum síðastliðna mánuði en hann er þó blessunarlega á leið í frí í næstu viku. Alltaf í takt Guðrún Ýr og Magnús Jóhann hafa unnið mikið saman og eru fólki eflaust kunnugleg sem tvíeyki. „Það er ekki furða að fólk sé alltaf að tengja okkur saman því við kynntumst í gegnum FÍH tónlistarskólann, þar var ég að læra söng og Maggi að læra á píanó,“ segir Guðrún. „Svo lágu leiðir okkar næst saman á Leonard Cohen tribute tónleikum þar sem ég var að syngja bakraddir og Maggi að spila á píanó. Í kjölfarið á því ævintýri fer ég að gefa út mína eigin tónlist og eftir fyrsta lagið spyr ég Magga hvort hann geti verið hluti af bandinu.“ Þau hafa unnið saman allar götur síðan. Á báðum plötum GDRN og spilað saman víðs vegar á alls kyns viðburðum, ásamt því auðvitað að senda saman frá sér plötuna Tíu íslensk sönglög. „Við erum búin að spila það mikið og lengi saman að ég veit alveg hvað Maggi ætlar að gera og hann veit alveg hvað ég ætla að gera. Ef það kemur upp eitthvað óvænt þá vitum við hvernig á að bregðast við. Við erum bara alveg í takt sem ég held að árin og spileríið sé búið að gefa okkur.“ Magnús Jóhann og Guðrún Ýr ná alltaf að vera vel í takt.Vísir/Vilhelm Tólf tíma vinnudagur fór næstum því í ruslið Tíu íslensk sönglög var tekin upp á hinn svokallaða gamla máta og var hugmyndin að taka lögin upp og laga þau sem minnst eftir á. „Við þurftum að ákveða fyrir fram hvaða lög við ætluðum að taka fyrir á plötunni. Pælingin var að ýta bara á play og ég lek inn á mic-inn hans Magga og hann lekur inn á mic-inn minn svo það er ekki hægt að laga mikið eftir á. Þannig þetta er bara hver taka frá A-Ö. Við tókum heilan dag í Sundlauginni, stúdíói í Mosfellsbæ, og Bergur Þórisson var upptökustjóri. Eftir daginn, sem var svona tólf klukkutíma dagur, þá héldum við að allar tökurnar hefðu klikkað á kubbnum þannig það var happa glappa að tólf klukkutímar hefðu ekki bara farið í ruslið,“ segir Guðrún Ýr. Magnús Jóhann, eða Maggi píanó eins og hann er stundum kallaður, hefur spilað með fjöldamörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Hann og Guðrún Ýr kynntust fyrst í FÍH. Vísir/Vilhelm „Við tókum helminginn upp í Sundlauginni og helminginn upp í stúdíóinu mínu,“ bætir Magnús við. „Oft myndi það vera þannig að Guðrún væri inn í klefa til að það heyrðist ekki í hljóðfærunum í hljóðupptökunni en þetta var bara mikil nálægð, við vorum saman í herberginu og allt myndaði eina heild. Við prófuðum alls konar lög og útgáfur og enduðum svo með þetta tíu laga safn. Pælingin var að búa til tíu laga safn sem væri ein góð heild og við enduðum á að kalla plötuna Tíu íslensk sönglög, sem smá retro throwback til 20. aldar platna. Þú myndir ekki endilega kalla Leiðin okkar allra sönglag, en í búningnum og samhenginu sem við settum það í er það orðið pínu þannig.“ Klippa: Leiðin okkar allra - GDRN & Magnús Jóhann Tímaleysi Við gerð plötunnar voru Guðrún og Magnús með hugmyndina um tímaleysið að leiðarljósi, bæði í tónlistinni sem og plötuumslaginu. „Hugmyndin er að platan geti verið spiluð eftir tuttugu, þrjátíu ár og ekki endilega verið lituð af innblæstri ákveðins tíma,“ segja þau að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Barnalán Menning Tengdar fréttir GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 1. desember 2022 18:01 Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jóhann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. 8. september 2022 14:30 Drengur GDRN er kominn með nafn Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hélt skírn um helgina. 22. ágúst 2022 09:22 GDRN söng í opnunarhófi nýrrar H verslunar Föstudaginn 2. september opnar H verslun á nýjum stað að Bíldshöfða 9. H verslun bauð því í opnunarpartý í gær í nýja rýminu. 2. september 2022 14:31 Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. 7. febrúar 2023 20:01 Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þurfti ekki að „detta“ út Guðrún Ýr eignaðist sitt fyrsta barn í lok júlí á síðasta ári en þetta eru fyrstu tónleikarnir sem hún heldur eftir barnsburð. Platan Tíu íslensk sönglög var tekin upp þegar hún var ólétt og kom út rétt eftir að hún átti. „Ég ætlaði mér að gera þessa plötu með Magga og gera svo sólóplötu í leiðinni, en tók ekki alveg inn í myndina að þegar maður er óléttur er maður með ögn minni orku en venjulega. Þannig sólóplatan bíður og ég er einmitt alltaf á leiðinni að byrja á henni.“ Hún segir þau hafa unnið þessa plötu á sniðugan hátt, kláruðu hana í maí og gáfu hana út í september. „Þannig ég var búin að gera alls konar verkefni og þurfti ekkert að detta, innan gæsalappa, út.“ Guðrún Ýr segir mikilvægt að finna gott jafnvægi á móðurhlutverkinu og tónlistarkonulífinu.Vísir/Vilhelm Giggandi fram á síðustu metra meðgöngu Guðrún Ýr segir að henni hafi liðið eins og hún væri enn þá að þótt hún væri bara í litlu búbblunni sinni að njóta, þar sem platan kom út tæpum tveimur mánuðum eftir barnsburð. „Ég var náttúrulega giggandi fram á áttunda eða níunda mánuð þannig ég hætti aldrei í tónlistinni og tók ekkert almennilegt fæðingarorlof. Ég byrjaði á því en kærastinn minn er að klára læknisfræðinám þannig hann var í skólanum á daginn og svo var hann heima á kvöldin og þá gat ég farið og tekið eitt og eitt gigg. Svo er það líka dálítið erfitt sem söngvari að detta bara út í langan tíma upp á röddina og söng formið.“ Guðrún Ýr segist þó hafa fundið fyrir því að það var orðið mjög krefjandi að syngja á síðustu metrum meðgöngunnar. „Ég var alltaf að þrýsta á lungu og þind og ég veit ekki hvað og hvað, ég þurfti að hafa svolítið fyrir þessu. Það var ekkert grín að taka tvö gigg á kvöldi, sem var bara ekkert mál fyrir tveimur árum síðan.“ Mikilvægt að geta verið GDRN Hún segir alls konar tilfinningar geta fylgt því að finna jafnvægið í lífinu. „Ég held að allir foreldrar geti tengt við það að vera með barnið sitt 24/7 og þig langar að fara út og gera þitt, en svo gerirðu það og þá langar þig bara að vera heima með barninu. En það að fara út og taka stutt gigg og koma svo til baka, það gaf mér rosalega mikið. Því ég var bara mamma heima og svo gat ég farið stutt út og verið algjörlega ég sem GDRN, en komið svo bara aftur heim og ekki liðið eins og ég væri að missa af. Á sama tíma fékk ég svona næringu eiginlega fyrir mig. Eins gefandi og foreldrahlutverkið er þá þarf maður líka að passa svo mikið upp á sjálfa sig. Að gefa sér breik og fara í sturtu, skilurðu. Allt þetta,“ segir hún brosandi. „Ég tala nú ekki um að vera með einn svona lítinn sem þarf á mér að halda alla tíma dagsins. Þetta var líka rosalega gott fann ég fyrir andlega heilsu að geta farið út. Þetta var náttúrulega mjög krefjandi fyrst en svo varð það auðveldara og auðveldara. En ég finn alveg að þegar ég fer út þá langar mig bara aftur heim,“ bætir hún við og hlær. Tilgangurinn orðinn annar Hún segir þetta að sjálfsögðu mjög persónubundið eftir hverjum og einum hvernig sé best að hátta lífinu eftir barnsburð. „Það að til dæmis treysta öðrum fyrir barninu þínu. Þetta eru mjög skrítnar tilfinningar og maður er allt í einu bara með tilgang lífsins í höndunum. Maður hugsar bara: Það er enginn nógu verðugur til að vita hvernig á að passa þetta barn nema ég,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Þannig þetta er svolítil æfing, að stökkva út í venjulega lífið og áherslan og tilgangurinn er svolítið öðruvísi. Þú ert með sömu væntingar, drauma og metnað í lífinu en allt í einu er kominn þarna einhver rosalegur tilgangur og þú ert svona meira að gera hlutina til þess að geta sinnt honum. Þetta er skemmtileg og ný vídd í lífið.“ Galin upplifun Guðrún segir einnig auðvelt að leita að góðu efni á netinu sem hjálpar í daglegu lífi. „Til dæmis hlaðvörp þar sem fólk er í viðtölum að tala um þetta jafnvægi í lífinu, að eiga börn og fjölskyldulíf og vera líka vinnandi. Svona við hverju má búast þegar maður er með lítil börn.“ Hún segist hafa verið í sjokki eftir fæðinguna sjálfa og þetta hafa verið galin upplifun. „Ég byrja að fá hríðar aðfaranótt laugardags og hann fæðist á mánudegi, þannig þetta var svolítið langt. Svo er það líka að upplifa hvað líkaminn er klikkaður, að gera þetta og geta þetta, að geta fætt og treysta því alveg.“ View this post on Instagram A post shared by Guðru n Ýr Eyfjo rð/GDRN (@eyfjord) Ný spegilmynd Hún segist einnig hafa þurft að kynnast líkamanum sínum upp á nýtt. „Ég var í smá sjokki hvað maður er lengi að jafna sig og ég er enn að jafna mig. Maður er náttúrulega í níu mánuði að breytast og fæða og það er algjört átak. Þetta er svona heimskulegt eftir á kannski en maður hugsaði að eftir fæðingu yrði líkaminn kannski smá öðruvísi en þetta yrði bara ég áfram. En svo einhvern veginn upplifði ég að þetta væri bara nýr líkami. Ég horfði í spegilinn og þurfti að kynnast sjálfri mér upp á nýtt, ef það meikar sens.“ Hún segir öðruvísi að fylgjast með bumbunni stækka hægt og rólega yfir níu mánuði og svo að kynnast líkamanum eftir að barnið er fætt. „Eftir fæðingu er smá eins og það hafi verið keyrt á þig með lest. Svo tala ég nú ekki um eins og brjóstagjöf, líkaminn hefur allt í einu þennan massíva tilgang sem er allt öðruvísi en tilgangurinn sem hann þjónaði mér áður fyrr. Allt í einu er hann þarna til að halda lífinu í manneskju sem er gerð úr postulíni.“ Hún segist því hafa upplifað alls konar skrýtið og nýtt en á sama tíma sé hún rosa fljót að gleyma. „Um daginn var einhver að tala um hreyfingar í bumbu og ég fékk upplifði svona smá söknuðar tilfinningu. Á sama degi fékk ég svo svona fyrir ári síðan minningu á símann og þá var ég búin að kasta svo mikið upp að ég var búin að sprengja allar háræðarnar í andlitinu. Ég hélt líka að ég væri með gulu því hvítan var ekki lengur hvít, og það var byrjað að blæða úr vélindanu því ég var búin að kasta svo mikið upp. Það var fram á tuttugustu plús viku, en maður er rosalega fljótur að gleyma öllu sem var ekki næs,“ segir hún hlæjandi. Persónuleg listsköpun krefjandi Eins og áður segir er alls konar á döfinni hjá GDRN, sem stefnir meðal annars að því að gefa út sólóplötu. „Ég er mjög spennt að hella mér almennilega inn í nýtt efni því það er kominn nýr kafli hjá manni og það er búið að opna á eitthvað nýtt. En svo á sama tíma er ég líka svolítið stressuð að byrja aftur að semja og hella mér alveg í þetta album mode.“ Textarnir hafa verið persónulegir hingað til hjá henni en hún segist ekki viss um hvernig hún ætli að nálgast það á næstu plötu. „Er ég að fara að tala um eitthvað svona svakalega persónulegt, ég veit það ekki. Ég er sjálf mjög forvitin að vita hversu langt ég fer í persónulegri sköpun því það er líka mjög krefjandi. Akkúrat í augnablikinu er þetta í raun óskrifað blað. Ég á náttúrulega efni sem ég var byrjuð á fyrir meðgöngu en svo er ég búin að hlusta á það og finn að ég var á allt öðrum stað þá og það er svolítið erfitt kannski að halda áfram með það. En það verður spennandi að sjá hvert maður ætlar að fara með næsta og hversu langan tíma það tekur. Þetta er náttúrulega orðið aðeins meira púsluspil núna, maður mætir ekkert bara upp í stúdíó og semur tónlist hvenær sem er dags.“ Klippa: Morgunsól - GDRN & Magnús Jóhann Tvennir tónleikar í Hörpu Á þessum tímapunkti viðtalsins er Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari og náinn samstarfsaðili Guðrúnar mættur af Idol æfingu en þau halda saman tónleikana í Norðurljósum, Hörpu á laugardaginn. Er um tvenna tónleika að ræða, en uppselt er á seinni tónleika og enn nokkrir lausir miðar á þá fyrri sem verða klukkan 17:00. Fyrsta upplag vínylsins seldist upp en munu örfá eintök vera til sölu á tónleikunum í Hörpu. Nánari upplýsingar má finna hér. „Tónleikarnir verða svakalega skemmtilegir. Við erum að reyna að búa til skemmtilega tónleikaupplifun, þetta er náttúrulega mjög lágstemmd plata að megninu til,“ segir Magnús Jóhann og Guðrún Ýr skýtur inn: „Maður myndi kannski halda að það væri einfalt að halda tónleika út frá því en það er mjög krefjandi. Að ná að halda þessari nálægð úr plötunni.“ Hringsvið og nánd „Það er miklu erfiðara að spila viðkvæma tónleika heldur en að vera með fullt af hröðum nótum,“ segir Magnús. „En við ætlum að reyna að endurleika og skapa þessa nálægð og nánd sem er á plötunni með því að vera á hringsviði á miðju gólfinu og hafa fólkið í kringum okkur.“ Platan verður tekin í heild sinni ásamt nokkrum auka lögum frá GDRN. Þessir tónleikar hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en Magnús segist alltaf hafa gaman að því að fylgja plötuútgáfu eftir með veglegu giggi. „Þetta eru bara útgáfutónleikar númer tvö hjá mér ever,“ segir GDRN og bætir við að þetta séu fyrstu tónleikarnir sem hún heldur í Hörpunni. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Idol og tónleikar sömu helgi Tónleikarnir verða haldnir kvöldið eftir síðasta Idol þáttinn en Magnús hefur sinnt starfi hljómsveitarstjóra í þáttunum sem og aðstoðað keppendur við útsetningar og undirbúning. Því hefur mikið verið um að vera hjá honum síðastliðna mánuði en hann er þó blessunarlega á leið í frí í næstu viku. Alltaf í takt Guðrún Ýr og Magnús Jóhann hafa unnið mikið saman og eru fólki eflaust kunnugleg sem tvíeyki. „Það er ekki furða að fólk sé alltaf að tengja okkur saman því við kynntumst í gegnum FÍH tónlistarskólann, þar var ég að læra söng og Maggi að læra á píanó,“ segir Guðrún. „Svo lágu leiðir okkar næst saman á Leonard Cohen tribute tónleikum þar sem ég var að syngja bakraddir og Maggi að spila á píanó. Í kjölfarið á því ævintýri fer ég að gefa út mína eigin tónlist og eftir fyrsta lagið spyr ég Magga hvort hann geti verið hluti af bandinu.“ Þau hafa unnið saman allar götur síðan. Á báðum plötum GDRN og spilað saman víðs vegar á alls kyns viðburðum, ásamt því auðvitað að senda saman frá sér plötuna Tíu íslensk sönglög. „Við erum búin að spila það mikið og lengi saman að ég veit alveg hvað Maggi ætlar að gera og hann veit alveg hvað ég ætla að gera. Ef það kemur upp eitthvað óvænt þá vitum við hvernig á að bregðast við. Við erum bara alveg í takt sem ég held að árin og spileríið sé búið að gefa okkur.“ Magnús Jóhann og Guðrún Ýr ná alltaf að vera vel í takt.Vísir/Vilhelm Tólf tíma vinnudagur fór næstum því í ruslið Tíu íslensk sönglög var tekin upp á hinn svokallaða gamla máta og var hugmyndin að taka lögin upp og laga þau sem minnst eftir á. „Við þurftum að ákveða fyrir fram hvaða lög við ætluðum að taka fyrir á plötunni. Pælingin var að ýta bara á play og ég lek inn á mic-inn hans Magga og hann lekur inn á mic-inn minn svo það er ekki hægt að laga mikið eftir á. Þannig þetta er bara hver taka frá A-Ö. Við tókum heilan dag í Sundlauginni, stúdíói í Mosfellsbæ, og Bergur Þórisson var upptökustjóri. Eftir daginn, sem var svona tólf klukkutíma dagur, þá héldum við að allar tökurnar hefðu klikkað á kubbnum þannig það var happa glappa að tólf klukkutímar hefðu ekki bara farið í ruslið,“ segir Guðrún Ýr. Magnús Jóhann, eða Maggi píanó eins og hann er stundum kallaður, hefur spilað með fjöldamörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Hann og Guðrún Ýr kynntust fyrst í FÍH. Vísir/Vilhelm „Við tókum helminginn upp í Sundlauginni og helminginn upp í stúdíóinu mínu,“ bætir Magnús við. „Oft myndi það vera þannig að Guðrún væri inn í klefa til að það heyrðist ekki í hljóðfærunum í hljóðupptökunni en þetta var bara mikil nálægð, við vorum saman í herberginu og allt myndaði eina heild. Við prófuðum alls konar lög og útgáfur og enduðum svo með þetta tíu laga safn. Pælingin var að búa til tíu laga safn sem væri ein góð heild og við enduðum á að kalla plötuna Tíu íslensk sönglög, sem smá retro throwback til 20. aldar platna. Þú myndir ekki endilega kalla Leiðin okkar allra sönglag, en í búningnum og samhenginu sem við settum það í er það orðið pínu þannig.“ Klippa: Leiðin okkar allra - GDRN & Magnús Jóhann Tímaleysi Við gerð plötunnar voru Guðrún og Magnús með hugmyndina um tímaleysið að leiðarljósi, bæði í tónlistinni sem og plötuumslaginu. „Hugmyndin er að platan geti verið spiluð eftir tuttugu, þrjátíu ár og ekki endilega verið lituð af innblæstri ákveðins tíma,“ segja þau að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Barnalán Menning Tengdar fréttir GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 1. desember 2022 18:01 Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jóhann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. 8. september 2022 14:30 Drengur GDRN er kominn með nafn Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hélt skírn um helgina. 22. ágúst 2022 09:22 GDRN söng í opnunarhófi nýrrar H verslunar Föstudaginn 2. september opnar H verslun á nýjum stað að Bíldshöfða 9. H verslun bauð því í opnunarpartý í gær í nýja rýminu. 2. september 2022 14:31 Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. 7. febrúar 2023 20:01 Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 1. desember 2022 18:01
Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jóhann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. 8. september 2022 14:30
Drengur GDRN er kominn með nafn Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hélt skírn um helgina. 22. ágúst 2022 09:22
GDRN söng í opnunarhófi nýrrar H verslunar Föstudaginn 2. september opnar H verslun á nýjum stað að Bíldshöfða 9. H verslun bauð því í opnunarpartý í gær í nýja rýminu. 2. september 2022 14:31
Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. 7. febrúar 2023 20:01
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00
„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01