Birna Valgerður gaf ekki kost á sér í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 13:42 Birna Valgerður Benónýsdóttir er næststigahæsti íslenski leikmaðurinn í Subway deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson hefur valið tólf leikmenn sem spila síðustu tvo leikina í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta í næsta mánuði. Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira