Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 86-94 | Njarðvík sótti sigur í fyrsta heimaleik Pavels Arnar Skúli Atlason skrifar 26. janúar 2023 21:02 Pavel Ermolinskij tók nýverið við þjálfun Tindastóls. VÍSIR/BÁRA Njarðvík gerði góða ferð á Sauðárkrók í kvöld þegar liðið vann 94-86 sigur á Tindastóli í Subway-deild karla. Pavel Ermolinskij tókst því ekki að ná í sigur í fyrsta heimaleik sínum sem þjálfari Stólanna. Gestirnir í Njarðvík voru fyrir leik í þriðja sæti deildarinnar en heimamenn í Tindastól sátu í fimmta sæti. Mikil spenna var fyrir leiknum því Pavel Ermoniskij var að stjórna Tindastól á heimavelli í fyrsta sinn síðan hann tók við liðinu. Leikurinn fór rólega af stað og liðin voru að þreifa hvort á öðru en eftir þrjár mínútur minnti Taiwo Badmus okkur á að hann væri mikill íþróttamaður og gaf tóninn fyrir Tindastól þegar hann tróð yfir Nacho Martin með miklum tilþrifum. Þetta virtist kveikja í Mario Matasovic því hann var roslega öflugur í leikhlutanum og skoraði 11 stig. Jafnræði var með liðunum en Tindastóll skrefi á undan samt sem áður og leiddu 24-18 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta byrjaði Njarðvík á 13-0 spretti og voru leiddu með fimm stigum þegar Tindastóll skoraði sín fyrstu stig í leikhlutanum. Þá kom 8-2 sprettur hjá Njarðvík, fjórtán stiga sveifla á fyrstu fimm mínútunum í fjórðungnum og staðan 29-37. Á þessum tíma voru Stólarnir að tapa boltanum klaufalega og taka vitlausar ákvarðanir sóknarlega. Þessi munur hélst út leikhlutann en Njarðvík voru að fá mikilvæg stig inn af bekknum og þar fór Ólafur Helgi fremstur í flokki með níu stig en hann var 3/3 í þristum á tæpum þremur mínútum og fékk að auki þrjár villur. Hinum megin voru þetta Keyshawn Woods og Sigurður Þorsteinsson sem reyndu að halda í við Njarðvíkingana en Njarðvík voru sterkari á öllum stigum leikskins og unnu fjórðunginn 16-33. Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn eins og þeir byrjuðu annað leikhluta, af krafti og Stólarnir einhvern veginn heillum horfnir. Þeir voru búnir að missa gestina átján stigum á undan sér og ekkert virtist ganga, þeir tóku áfram lélegar ákvarnir sóknarlega og skotin voru ekki að detta á meðan Njarðvíkur vélin mallaði bara áfram. Um miðjan fjórðunginn hrökk vörnin hjá Tindastól í gír og þeir fóru að stoppa og skora á móti. Þeir náðu að minnka muninn í sex stig og það voru Pétur Rúnar Birgisson og Keyshawn Woods sem leddu Stólana sóknarlega en Pétur skoraði tíu stig í leikhlutanum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi og Stólarnir reyndu eins og þeir gátu að nálgast Njarðvík. Alltaf kom svar strax frá gestunum og þeir virtust geta skorað að vild. Tindastóll náði muninum aldrei undir sex stig í fjórðungnum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Nicholas Richotti sá til þess að Njarðvíkingar kláruðu leikinn frekar örugglega. Átta stiga sigur staðreynd, lokatölur 94-86. Þetta var fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð og þriðji tapleikur Tindastóls í röð á heimavelli. Af hverju vann Njarðvík? Hittu vel í öðrum og þriðja leikhluta og voru með svör við öllu sem Tindastóll gerði. Þessir stóðu upp úr: Mario var frábær í fyrri hálfleik og Richotti frábær í seinni hálfleik. Ekki má gleyma innkomu Ólafs Helga en hann var 4/5 í þristum, ekki hægt að kvarta yfir því. Keyshawn Woods minnti á sig með 27 stig fyrir Tindastól. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Tindastól í öðrum leikhluta og byrjun þriðja og á þeim tíma voru þeir ekki að að setja niður opin skot og voru að tapa boltanum klaufalega. Tindastól vantar meira frá Sigtryggi Arnari sóknarlega, þeir sakna hans. Hvað gerist næst? Liðin fá heimaleiki í næstu umferð. Tindastóll fær Hött í heimsókn og Njarðvík fær Stjörnuna í Ljónagryfjuna þann 2 febrúar næstkomandi. Mario: Góður sigur hjá okkur og við spiluðum góðan liðsbolta Mario Matosovic í leik með Njarðvík.Vísir/Pawel „Við spiluðum góðan liðsbolta, þeir voru með miklu orku fyrstu mínúturnar, nýr þjálfari og mikil spenna. Við þurfum að mæta orkustiginu hjá þeim og mér fannst við stjórna leiknum heilt yfir. Þetta var góður sigur hjá okkur og við spiluðum góðan liðsbolta.“ Aðspurður hvort liðið væri á góðum stað sagði Mario að það væri gaman að sjá alla leikmenn á æfingu því þeir eru búnir að vera mikið meiddir í vetur og það væri stemning í hópnum. Hann sagði þá vera á góðum stað farandi inn í seinasta þriðjunginn á tímabilinu. Benedikt: Virkilega sáttur að grænda hérna sigur og tvö stig Þjálfari Njarðvíkinga Benedikt Guðmundsson var ánægður með sína menn í kvöld.Vísir / Diego „Fyrstu viðbrögð, gríðarlega sáttur að ná í tvö stig. Þetta er alltaf erfiður útivöllur að fara á og alltaf gott lið hérna. Ég reiknaði með extra erfiðum leik hérna, mikil stemning og þjálfaraskipti og ég er vikilega sáttur að grænda hérna sigur og tvö stig.“ Aðspurður hvað Njarðvík var að gera til að slíta sig frá Tindastól í leiknum sagði Benedikt það einfalt, þeir voru að hitta skotunum sínum. „Við vorum að setja skotin okkar vel niður, hittum úr öllu þarna á tíma og sérstaklega í fyrri hálfleik. Svona er þessi íþrótt bara þetta eru áhlaup og þeir tóku á móti og minnkuðu þetta niður og þetta var orðinn hörkuleikur.“ Bendikt sagði að lokum að allir væru heilir eða nógu heilir til að spila. Allir leikmenn Njarðvíkur voru með í kvöld nema Maciek Baginski en hann eignaðist barn í vikunni. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Njarðvík gerði góða ferð á Sauðárkrók í kvöld þegar liðið vann 94-86 sigur á Tindastóli í Subway-deild karla. Pavel Ermolinskij tókst því ekki að ná í sigur í fyrsta heimaleik sínum sem þjálfari Stólanna. Gestirnir í Njarðvík voru fyrir leik í þriðja sæti deildarinnar en heimamenn í Tindastól sátu í fimmta sæti. Mikil spenna var fyrir leiknum því Pavel Ermoniskij var að stjórna Tindastól á heimavelli í fyrsta sinn síðan hann tók við liðinu. Leikurinn fór rólega af stað og liðin voru að þreifa hvort á öðru en eftir þrjár mínútur minnti Taiwo Badmus okkur á að hann væri mikill íþróttamaður og gaf tóninn fyrir Tindastól þegar hann tróð yfir Nacho Martin með miklum tilþrifum. Þetta virtist kveikja í Mario Matasovic því hann var roslega öflugur í leikhlutanum og skoraði 11 stig. Jafnræði var með liðunum en Tindastóll skrefi á undan samt sem áður og leiddu 24-18 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta byrjaði Njarðvík á 13-0 spretti og voru leiddu með fimm stigum þegar Tindastóll skoraði sín fyrstu stig í leikhlutanum. Þá kom 8-2 sprettur hjá Njarðvík, fjórtán stiga sveifla á fyrstu fimm mínútunum í fjórðungnum og staðan 29-37. Á þessum tíma voru Stólarnir að tapa boltanum klaufalega og taka vitlausar ákvarðanir sóknarlega. Þessi munur hélst út leikhlutann en Njarðvík voru að fá mikilvæg stig inn af bekknum og þar fór Ólafur Helgi fremstur í flokki með níu stig en hann var 3/3 í þristum á tæpum þremur mínútum og fékk að auki þrjár villur. Hinum megin voru þetta Keyshawn Woods og Sigurður Þorsteinsson sem reyndu að halda í við Njarðvíkingana en Njarðvík voru sterkari á öllum stigum leikskins og unnu fjórðunginn 16-33. Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn eins og þeir byrjuðu annað leikhluta, af krafti og Stólarnir einhvern veginn heillum horfnir. Þeir voru búnir að missa gestina átján stigum á undan sér og ekkert virtist ganga, þeir tóku áfram lélegar ákvarnir sóknarlega og skotin voru ekki að detta á meðan Njarðvíkur vélin mallaði bara áfram. Um miðjan fjórðunginn hrökk vörnin hjá Tindastól í gír og þeir fóru að stoppa og skora á móti. Þeir náðu að minnka muninn í sex stig og það voru Pétur Rúnar Birgisson og Keyshawn Woods sem leddu Stólana sóknarlega en Pétur skoraði tíu stig í leikhlutanum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi og Stólarnir reyndu eins og þeir gátu að nálgast Njarðvík. Alltaf kom svar strax frá gestunum og þeir virtust geta skorað að vild. Tindastóll náði muninum aldrei undir sex stig í fjórðungnum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Nicholas Richotti sá til þess að Njarðvíkingar kláruðu leikinn frekar örugglega. Átta stiga sigur staðreynd, lokatölur 94-86. Þetta var fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð og þriðji tapleikur Tindastóls í röð á heimavelli. Af hverju vann Njarðvík? Hittu vel í öðrum og þriðja leikhluta og voru með svör við öllu sem Tindastóll gerði. Þessir stóðu upp úr: Mario var frábær í fyrri hálfleik og Richotti frábær í seinni hálfleik. Ekki má gleyma innkomu Ólafs Helga en hann var 4/5 í þristum, ekki hægt að kvarta yfir því. Keyshawn Woods minnti á sig með 27 stig fyrir Tindastól. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Tindastól í öðrum leikhluta og byrjun þriðja og á þeim tíma voru þeir ekki að að setja niður opin skot og voru að tapa boltanum klaufalega. Tindastól vantar meira frá Sigtryggi Arnari sóknarlega, þeir sakna hans. Hvað gerist næst? Liðin fá heimaleiki í næstu umferð. Tindastóll fær Hött í heimsókn og Njarðvík fær Stjörnuna í Ljónagryfjuna þann 2 febrúar næstkomandi. Mario: Góður sigur hjá okkur og við spiluðum góðan liðsbolta Mario Matosovic í leik með Njarðvík.Vísir/Pawel „Við spiluðum góðan liðsbolta, þeir voru með miklu orku fyrstu mínúturnar, nýr þjálfari og mikil spenna. Við þurfum að mæta orkustiginu hjá þeim og mér fannst við stjórna leiknum heilt yfir. Þetta var góður sigur hjá okkur og við spiluðum góðan liðsbolta.“ Aðspurður hvort liðið væri á góðum stað sagði Mario að það væri gaman að sjá alla leikmenn á æfingu því þeir eru búnir að vera mikið meiddir í vetur og það væri stemning í hópnum. Hann sagði þá vera á góðum stað farandi inn í seinasta þriðjunginn á tímabilinu. Benedikt: Virkilega sáttur að grænda hérna sigur og tvö stig Þjálfari Njarðvíkinga Benedikt Guðmundsson var ánægður með sína menn í kvöld.Vísir / Diego „Fyrstu viðbrögð, gríðarlega sáttur að ná í tvö stig. Þetta er alltaf erfiður útivöllur að fara á og alltaf gott lið hérna. Ég reiknaði með extra erfiðum leik hérna, mikil stemning og þjálfaraskipti og ég er vikilega sáttur að grænda hérna sigur og tvö stig.“ Aðspurður hvað Njarðvík var að gera til að slíta sig frá Tindastól í leiknum sagði Benedikt það einfalt, þeir voru að hitta skotunum sínum. „Við vorum að setja skotin okkar vel niður, hittum úr öllu þarna á tíma og sérstaklega í fyrri hálfleik. Svona er þessi íþrótt bara þetta eru áhlaup og þeir tóku á móti og minnkuðu þetta niður og þetta var orðinn hörkuleikur.“ Bendikt sagði að lokum að allir væru heilir eða nógu heilir til að spila. Allir leikmenn Njarðvíkur voru með í kvöld nema Maciek Baginski en hann eignaðist barn í vikunni.