Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. janúar 2023 15:30 Ítalskur almenningur hefur reglulega krafist þess að rannsókn hefjist að nýju á hvarfi Emanuelu Orlandi sem hvarf í Róm sumarið 1983. Lögreglan í Vatíkaninu hefur nú orðið við þeirri kröfu. Pietro Orlandi, bróðir Emanuelu, er lengst til vinstri á myndinni. Alessandra Benedetti - Getty Images Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar. Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum. Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum.
Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira