Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Gísli Þorgeir besti maður liðsins Íþróttadeild Sýnar skrifar 20. janúar 2023 22:05 Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndi sitt og gerði hverja árásina á fætur annarri á þunga og stóra Svía. Vísir/Vilhlem Strákarnir okkar fengu erfitt verkefni í kvöld og það þurftu mun fleiri leikmenn að spila betur ef íslenska liðið átti að halda sér á lífi á þessu heimsmeistaramóti. Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 30-35, í leik upp á líf eða dauða í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Eftir þessi úrslit þá á íslenska liðið litla sem enga möguleika á því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á mótinu og kvöldið því mikil vonbrigði. Íslenska liðið fór illa með dauðafærin í leiknum og mátti ekki við því að missa Aron Pálmarsson fyrir leik og Ómar Inga Magnússon snemma leiks. Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndi sitt og það vantaði ekki baráttuna í leik íslenska liðsins en á móti kom að það vantaði talsvert upp á gæðin í góðum færum í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Gísli Þorgeir var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var stórkostlegur í fyrri hálfleiknum. Bjarki Már Elísson og Kristján Örn Kristjánsson léku líka vel og fengu báðir fimmu fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (0 varin skot- 15:15 mín.) Fann engan takt í leiknum. Auðvitað voru færin erfið en hann á samt að geta gert betur. Byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum gegn Portúgal en náði ekki að fylgja því eftir. Í aðdraganda mótsins áttum við engan betri kost en Björgvin Pál. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (8 mörk - 56:17 mín.) Átti frábæran leik. Var sterkur og einbeittur, ekki síst varnarlega. Skoraði átta mörk úr tíu skotum og í raun ekki hægt að fara fram á meira. Verið langbesti leikmaður Íslands á mótinu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 32:10 mín.) Byrjaði leikinn afar illa. Skotval ekki gott og tæknimistök því miður of mörg. Á þessu stigi, í keppni við þá bestu, er það ekki boðlegt. Leikmaður sem hins vegar oftar en ekki hefur leyst okkur úr snörunni þegar illa hefur gengið. Því var miður ekki að heilsa í Gautaborg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (5 mörk - 33:29 mín.) Fyrri hálfleikurinn var það besta sem hann hefur sýnt á þessu heimsmeistaramóti. Þá var Gísli einfaldlega í heimsklassa. Fjögur mörk og sex stoðsendingar sem var í raun stórbrotin frammistaða. Gullvagninn úr Hafnarfirði reyndi hvað hann gat í síðari hálfleik en hann var með íslenska liðið á herðunum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (2 mörk - 17:18 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel og virtist frískur og áræðinn. Því miður fyrir þennan magnaða leikmann varð hann frá að hverfa, ekki bara dýrt fyrir Ómar heldur kostaði það sitt fyrir íslenska liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (1 mark - 33:29 mín.) Var í fínum gír í fyrri hálfleik, áræðinn og klókur. Í raun óskiljanlegt að hann hafi ekki byrjað síðari hálfleikinn. Sjálfstraustið hjá Óðni það sem af er móti er í hæstu hæðum og hann verðskuldar meiri spiltíma. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (3 mörk - 51:44 mín.) Átti afleitan dag. Klúðraði dauðafærum og var númeri of lítill varnarlega gegn sterkum Svíum. Í raun synd því Elliði hefur fram að þessu sýnt á þessu móti að hann er traustsins verður en því miður fauk það út í veður og vind gegn Svíþjóð. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (6 stopp - 26:18 mín.) Barðist eins og grenjandi ljón og fyrri hálfleikurinn var það besta sem við höfum séð til Ýmis á mótinu. Geislaði af honum inn á vellinum þegar hann rak menn áfram. Baráttan var til fyrirmyndar en klókir Svíar báru íslensku varnarmennina ofurliði þegar leið á leikinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (7 stopp - 32:53 mín.) Var að stíga upp eftir veikindi. Lagði sig fram, ekki síst í vörninni en fann engan takt í sínum leik. Fékk tækifæri í sókninni en þar féll Selfyssingurinn á prófinu. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (14/1 varin skot- 41:33 mín.) Átti erfitt uppdráttar lengst af en ef tölfræðin er skoðuð þá var Viktor með markvörslu upp á 37 prósent sem er alls ekki slæmt. Leikmaður sem Ísland á inni með fleiri leikjum og meiri reynslu verður hann dýrmætur íslenska landsliðinu í framtíðinni. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 5 (5 mörk - 17:30 mín.) Átti frábæra innkomu í íslenska liðið, skoraði fimm mörk, var áræðinn og með sjálfstraust. Það er ekki honum að kenna að fá ekki traustið og í rauninni með lífsins ólíkindum að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk - 12:39 mín.) Var virkilega sterkur í þessum leik. Skoraði tvö góð mörk og átti góða kafla í varnarleiknum. Þarna er á ferðinni tveggja metra maður sem á að nýtast betur ef spilað verður inn á hans styrkleika sem eru sannarlega fyrir hendi. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (2 mörk - 27:27 mín.) Sigvaldi átti ekki góðan dag. Fór illa með dauðafæri og virtist þjakaður af spennu. Hefur fengið samkeppni um stöðuna í íslenska landsliðinu, spurning hvort að það hafi haft áhrif á hans frammistöðu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 22:08 mín.) Tók við keflinu af Ómari Inga en fann engan takt í sinn leik. Hefur verið langt frá sínu besta á þessu heimsmeistaramóti, hefur átt ágæta spretti varnarlega en sóknarleikurinn hefur hins vegar verið afleitur. Tæknifeilarnir voru því miður of margir, leik eftir leik. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fann fínar lausnir á leik Svía í fyrri hálfleik þar sem Ísland spilaði frábærlega í fimmtán mínútur. Auðvitað verður þjálfarinn ekki sakaður um það þegar leikmenn klúðra dauðafærum eins og raunin var í síðari hálfleik. Með ólíkindum að hann hafi falið Kristján Örn Kristjánsson á bekknum nánast allt mótið. Með frábært lið í höndunum og með ólíkindum að þetta lið komist ekki í átta liða úrslit ef af verður. Umspil um Ólympíusæti var markmiðið, það tókst ekki að ná því sem eru mikil vonbrigði. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fimm marka mun á móti Svíum, 30-35, í leik upp á líf eða dauða í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Eftir þessi úrslit þá á íslenska liðið litla sem enga möguleika á því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum á mótinu og kvöldið því mikil vonbrigði. Íslenska liðið fór illa með dauðafærin í leiknum og mátti ekki við því að missa Aron Pálmarsson fyrir leik og Ómar Inga Magnússon snemma leiks. Gísli Þorgeir Kristjánsson reyndi sitt og það vantaði ekki baráttuna í leik íslenska liðsins en á móti kom að það vantaði talsvert upp á gæðin í góðum færum í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Gísli Þorgeir var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var stórkostlegur í fyrri hálfleiknum. Bjarki Már Elísson og Kristján Örn Kristjánsson léku líka vel og fengu báðir fimmu fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (0 varin skot- 15:15 mín.) Fann engan takt í leiknum. Auðvitað voru færin erfið en hann á samt að geta gert betur. Byrjaði frábærlega í fyrsta leiknum gegn Portúgal en náði ekki að fylgja því eftir. Í aðdraganda mótsins áttum við engan betri kost en Björgvin Pál. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (8 mörk - 56:17 mín.) Átti frábæran leik. Var sterkur og einbeittur, ekki síst varnarlega. Skoraði átta mörk úr tíu skotum og í raun ekki hægt að fara fram á meira. Verið langbesti leikmaður Íslands á mótinu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 32:10 mín.) Byrjaði leikinn afar illa. Skotval ekki gott og tæknimistök því miður of mörg. Á þessu stigi, í keppni við þá bestu, er það ekki boðlegt. Leikmaður sem hins vegar oftar en ekki hefur leyst okkur úr snörunni þegar illa hefur gengið. Því var miður ekki að heilsa í Gautaborg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (5 mörk - 33:29 mín.) Fyrri hálfleikurinn var það besta sem hann hefur sýnt á þessu heimsmeistaramóti. Þá var Gísli einfaldlega í heimsklassa. Fjögur mörk og sex stoðsendingar sem var í raun stórbrotin frammistaða. Gullvagninn úr Hafnarfirði reyndi hvað hann gat í síðari hálfleik en hann var með íslenska liðið á herðunum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (2 mörk - 17:18 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel og virtist frískur og áræðinn. Því miður fyrir þennan magnaða leikmann varð hann frá að hverfa, ekki bara dýrt fyrir Ómar heldur kostaði það sitt fyrir íslenska liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 3 (1 mark - 33:29 mín.) Var í fínum gír í fyrri hálfleik, áræðinn og klókur. Í raun óskiljanlegt að hann hafi ekki byrjað síðari hálfleikinn. Sjálfstraustið hjá Óðni það sem af er móti er í hæstu hæðum og hann verðskuldar meiri spiltíma. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (3 mörk - 51:44 mín.) Átti afleitan dag. Klúðraði dauðafærum og var númeri of lítill varnarlega gegn sterkum Svíum. Í raun synd því Elliði hefur fram að þessu sýnt á þessu móti að hann er traustsins verður en því miður fauk það út í veður og vind gegn Svíþjóð. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (6 stopp - 26:18 mín.) Barðist eins og grenjandi ljón og fyrri hálfleikurinn var það besta sem við höfum séð til Ýmis á mótinu. Geislaði af honum inn á vellinum þegar hann rak menn áfram. Baráttan var til fyrirmyndar en klókir Svíar báru íslensku varnarmennina ofurliði þegar leið á leikinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (7 stopp - 32:53 mín.) Var að stíga upp eftir veikindi. Lagði sig fram, ekki síst í vörninni en fann engan takt í sínum leik. Fékk tækifæri í sókninni en þar féll Selfyssingurinn á prófinu. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (14/1 varin skot- 41:33 mín.) Átti erfitt uppdráttar lengst af en ef tölfræðin er skoðuð þá var Viktor með markvörslu upp á 37 prósent sem er alls ekki slæmt. Leikmaður sem Ísland á inni með fleiri leikjum og meiri reynslu verður hann dýrmætur íslenska landsliðinu í framtíðinni. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 5 (5 mörk - 17:30 mín.) Átti frábæra innkomu í íslenska liðið, skoraði fimm mörk, var áræðinn og með sjálfstraust. Það er ekki honum að kenna að fá ekki traustið og í rauninni með lífsins ólíkindum að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk - 12:39 mín.) Var virkilega sterkur í þessum leik. Skoraði tvö góð mörk og átti góða kafla í varnarleiknum. Þarna er á ferðinni tveggja metra maður sem á að nýtast betur ef spilað verður inn á hans styrkleika sem eru sannarlega fyrir hendi. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (2 mörk - 27:27 mín.) Sigvaldi átti ekki góðan dag. Fór illa með dauðafæri og virtist þjakaður af spennu. Hefur fengið samkeppni um stöðuna í íslenska landsliðinu, spurning hvort að það hafi haft áhrif á hans frammistöðu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 22:08 mín.) Tók við keflinu af Ómari Inga en fann engan takt í sinn leik. Hefur verið langt frá sínu besta á þessu heimsmeistaramóti, hefur átt ágæta spretti varnarlega en sóknarleikurinn hefur hins vegar verið afleitur. Tæknifeilarnir voru því miður of margir, leik eftir leik. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fann fínar lausnir á leik Svía í fyrri hálfleik þar sem Ísland spilaði frábærlega í fimmtán mínútur. Auðvitað verður þjálfarinn ekki sakaður um það þegar leikmenn klúðra dauðafærum eins og raunin var í síðari hálfleik. Með ólíkindum að hann hafi falið Kristján Örn Kristjánsson á bekknum nánast allt mótið. Með frábært lið í höndunum og með ólíkindum að þetta lið komist ekki í átta liða úrslit ef af verður. Umspil um Ólympíusæti var markmiðið, það tókst ekki að ná því sem eru mikil vonbrigði. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti