Umfjöllun: Suður-Kórea - Ísland 25-38 | Brúnin lyftist eftir öruggan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2023 18:40 Sigrinum fagnað. Vísir/Vilhelm Ísland tryggði sér í milliriðli á HM í handbolta karla með stórsigri á Suður-Kóreu, 25-38, í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar taka með sér tvö stig í milliriðil en það kemur ekki í ljós fyrr en eftir leik Portúgala og Ungverja hvort okkar menn vinni D-riðilinn. Eftir mikla umræðu um hversu lítið Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt breiddina á HM gerði hann fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. Meðal þeirra sem kom inn var Óðinn Þór Ríkharðsson og hann þakkaði heldur betur traustið. Hann skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum og var markahæstur á vellinum. Viktor Gísli kom inn í mark Íslands og stóð vaktina með prýði.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson lék allan leikinn í markinu og var sömuleiðis frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Viggó Kristjánsson lék allan leikinn en Ómar Ingi Magnússon var hvíldur. Seltirningurinn átti góðan leik; skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk og Janus Daði Smárason fjögur. Óðinn glansaði Suður-Kórea skoraði fyrsta mark leiksins en Ísland næstu sex og Óðinn gerði þrjú þeirra. Alls skoraði hann átta mörk í fyrri hálfleik, þar af fimm eftir hraðaupphlaup. Óðinn Þór skoraði og skoraði.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli var einnig magnaður í markinu fyrir framan vörn sem átti í fullu fangi með atorkusaman sóknarleik Suður-Kóreumanna. Þar var mikið í gangi og þeir keyrðu alltaf hraða miðju með misjöfnum árangri. Þrátt fyrir dúndur frammistöðu Viktors Gísla sem varði fimmtán skot í fyrri hálfleik (54 prósent) skoraði Suður-Kórea þrettán mörk í honum. Vörnin hefði getað verið betri á köflum en ekkert til að hafa miklar áhyggjur af. Góður sóknarleikur Sóknin var aftur á móti stórgóð og Íslendingar voru með frábæra 78 prósent skotnýtingu í leiknum og skoruðu tólf mörk eftir hraðaupphlaup. Janus Daði Smárason kom Íslandi í 7-15 en þá kom góður kafli hjá Suður-Kóreu sem skoraði fimm mörk gegn einu og minnkaði muninn í fjögur mörk, 12-16. Íslendingar stigu þá aftur á bensíngjöfina og skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks. Það var vel við hæfi að Óðinn skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og kom Íslandi í 13-19. Vörnin styrktist Okkar menn hertu skrúfurnar í vörninni í seinni hálfleik og töpuðu boltarnir hrönnuðust inn hjá Suður-Kóreumönnum. Eftir að hafa aðeins tapað boltanum þrisvar sinnum í fyrri hálfleik tapaði Suður-Kórea honum ellefu sinnum í þeim seinni. Óðinn Þór nýtti mínúturnar vel í kvöld.Vísir/Vilhelm Íslenska liðið gekk hreint til verks eftir hálfleikshléið og eftir þrjú mörk í röð komst það níu mörkum yfir, 16-25. Enn var gefið í og Elvar Ásgeirsson jók muninn í 17-30 eftir 5-1 kafla Íslands. Mestur varð munurinn sextán mörk, 21-37, en Suður-Kóreu lagaði stöðuna aðeins með því að skora fjögur af síðustu fimm mörk leiksins. Á endanum munaði því þrettán mörkum á liðunum, 25-38. Nærandi sigur Íslenska liðið þurfti nauðsynlega á svona sannfærandi sigri að halda eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi á laugardaginn. Frammistaðan var góð og einbeitingin til staðar allan tímann sem er ekki sjálfgefið þegar getumunurinn er jafn mikill og á þessum tveimur liðum. Þótt andstæðingurinn hafi verið slakur sýndi þessi leikur samt að breiddin í íslenska liðinu er til staðar og það vonandi að við fáum að sjá hana í milliriðlum sem hefjast eftir tvo daga. Næst verður förinni heitið til Gautaborgar og þar hyggja Íslendingar á frekari landvinninga. Stúkan var blá að venju.Vísir/Vilhelm HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Enginn í íslenska hópnum með Covid Rétt í þessu voru að berast þau tíðindi að enginn í íslenska hópnum er með Covid 19 en hópurinn fór í hraðpróf eftir leikinn í kvöld og allir neikvæðir. 16. janúar 2023 19:17 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00
Ísland tryggði sér í milliriðli á HM í handbolta karla með stórsigri á Suður-Kóreu, 25-38, í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar taka með sér tvö stig í milliriðil en það kemur ekki í ljós fyrr en eftir leik Portúgala og Ungverja hvort okkar menn vinni D-riðilinn. Eftir mikla umræðu um hversu lítið Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt breiddina á HM gerði hann fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. Meðal þeirra sem kom inn var Óðinn Þór Ríkharðsson og hann þakkaði heldur betur traustið. Hann skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum og var markahæstur á vellinum. Viktor Gísli kom inn í mark Íslands og stóð vaktina með prýði.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson lék allan leikinn í markinu og var sömuleiðis frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Viggó Kristjánsson lék allan leikinn en Ómar Ingi Magnússon var hvíldur. Seltirningurinn átti góðan leik; skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk og Janus Daði Smárason fjögur. Óðinn glansaði Suður-Kórea skoraði fyrsta mark leiksins en Ísland næstu sex og Óðinn gerði þrjú þeirra. Alls skoraði hann átta mörk í fyrri hálfleik, þar af fimm eftir hraðaupphlaup. Óðinn Þór skoraði og skoraði.Vísir/Vilhelm Viktor Gísli var einnig magnaður í markinu fyrir framan vörn sem átti í fullu fangi með atorkusaman sóknarleik Suður-Kóreumanna. Þar var mikið í gangi og þeir keyrðu alltaf hraða miðju með misjöfnum árangri. Þrátt fyrir dúndur frammistöðu Viktors Gísla sem varði fimmtán skot í fyrri hálfleik (54 prósent) skoraði Suður-Kórea þrettán mörk í honum. Vörnin hefði getað verið betri á köflum en ekkert til að hafa miklar áhyggjur af. Góður sóknarleikur Sóknin var aftur á móti stórgóð og Íslendingar voru með frábæra 78 prósent skotnýtingu í leiknum og skoruðu tólf mörk eftir hraðaupphlaup. Janus Daði Smárason kom Íslandi í 7-15 en þá kom góður kafli hjá Suður-Kóreu sem skoraði fimm mörk gegn einu og minnkaði muninn í fjögur mörk, 12-16. Íslendingar stigu þá aftur á bensíngjöfina og skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks. Það var vel við hæfi að Óðinn skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og kom Íslandi í 13-19. Vörnin styrktist Okkar menn hertu skrúfurnar í vörninni í seinni hálfleik og töpuðu boltarnir hrönnuðust inn hjá Suður-Kóreumönnum. Eftir að hafa aðeins tapað boltanum þrisvar sinnum í fyrri hálfleik tapaði Suður-Kórea honum ellefu sinnum í þeim seinni. Óðinn Þór nýtti mínúturnar vel í kvöld.Vísir/Vilhelm Íslenska liðið gekk hreint til verks eftir hálfleikshléið og eftir þrjú mörk í röð komst það níu mörkum yfir, 16-25. Enn var gefið í og Elvar Ásgeirsson jók muninn í 17-30 eftir 5-1 kafla Íslands. Mestur varð munurinn sextán mörk, 21-37, en Suður-Kóreu lagaði stöðuna aðeins með því að skora fjögur af síðustu fimm mörk leiksins. Á endanum munaði því þrettán mörkum á liðunum, 25-38. Nærandi sigur Íslenska liðið þurfti nauðsynlega á svona sannfærandi sigri að halda eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi á laugardaginn. Frammistaðan var góð og einbeitingin til staðar allan tímann sem er ekki sjálfgefið þegar getumunurinn er jafn mikill og á þessum tveimur liðum. Þótt andstæðingurinn hafi verið slakur sýndi þessi leikur samt að breiddin í íslenska liðinu er til staðar og það vonandi að við fáum að sjá hana í milliriðlum sem hefjast eftir tvo daga. Næst verður förinni heitið til Gautaborgar og þar hyggja Íslendingar á frekari landvinninga. Stúkan var blá að venju.Vísir/Vilhelm
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Enginn í íslenska hópnum með Covid Rétt í þessu voru að berast þau tíðindi að enginn í íslenska hópnum er með Covid 19 en hópurinn fór í hraðpróf eftir leikinn í kvöld og allir neikvæðir. 16. janúar 2023 19:17 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Enginn í íslenska hópnum með Covid Rétt í þessu voru að berast þau tíðindi að enginn í íslenska hópnum er með Covid 19 en hópurinn fór í hraðpróf eftir leikinn í kvöld og allir neikvæðir. 16. janúar 2023 19:17
„Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45
„Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55
„Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti