Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 13:13 Carrick hefur starfað innan lífvarðasveitar lögreglunnar í Lundúnum, sem vörður og lífvörður. EPA/AP Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki. Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki.
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira