Leikhús fáránleikans Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 9. janúar 2023 14:00 Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins. Þá hafa skrif starfsmanna og forystumanna félagsins ekki síður vakið athygli, þar sem borin eru saman lífskjör félagsmanna Eflingar annars vegar og landsbyggðarfélaganna hins vegar. Því er haldið fram að félagsmenn Eflingar þurfi sérstaka framfærsluuppbót og mikið hærri laun sökum afgerandi meiri framfærslukostnaðar sem fylgi því að búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu. Slík framsetning hefur þann helstan tilgang að ala á klofningi milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Reyndar virðist stefna í að Efling verði eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu sé tekið mið af þeirra málflutningi. Slá ryki í augu fólks með áróðri Að slá ryki í augu fólks með útúrsnúningum og áróðri af þessu tagi er ljótur leikur. Það er sannarlega ástæða fyrir því að sögulegur fólksflótti hefur verið frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins á undanförnum áratugum og sú ástæða ætti öllum að vera kunn. Ætli forsvarsmenn Eflingar trúi því virkilega að fólk sem ákveður að taka sig upp og flytja búferlum á suðvesturhorn landsins sé að flýja velsældina og háu launin úti á landi, í hokrið í Reykjavík? Það mætti líka spyrja hvort að átak Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“ sem sett var á stofn til að vinna gegn frekari fólksfækkun í smærri byggðarlögum hafi algjörlega farið fram hjá þeim? Sem betur fer hefur Reykjavík ekki þurft á slíkum aðgerðum að halda, enda hefur höfuðborgarsvæðið þanist út vegna velmegunar á sama tíma og litlum sjávarplássum víðs vegar um landið hefur nánast blætt út. Það er ekki laust við að maður fái kjánahroll við að upplifa framsetningu forystu Eflingar á samanburði lífsgæða verkafólks á Íslandi. Að það halli á félagsmenn Eflingar er hrein og klár rökleysa og algjört virðingarleysi gagnvart íbúum á landsbyggðinni. Raunverulegur framfærslukostnaður Þegar borinn er saman framfærslukostnaður milli landshluta verður að setja alla útgjaldaliði heimilanna í körfu á hverjum stað og meta síðan hvar karfan er dýrust miðað við búsetu og lögbundna þjónustu. Þá liggur fyrir að tekjumöguleikar og launakjör eru almennt mun hærri í borginni við Faxaflóa en á landsbyggðinni. Samkvæmt opinberum gögnum voru þau 9% hærri árið 2021. Talandi um körfuna góðu. Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni. Vitað er að dýrasti útgjaldaliður heimilanna eru matarinnkaup og því skiptir verulega miklu máli fyrir alla að hafa gott aðgengi að lágu matvöruverði. Við skulum heldur ekki gleyma að setja í körfuna aðgengi fólks að framhalds- og háskólanámi. Ætli menn trúi því virkilega að ungt fólk flytji sér að kostnaðarlausu í framhalds- og/eða háskólanám til Reykjavíkur? Það er mjög kostnaðarsamt fyrir þennan stóra hóp að leigja sér húsnæði í höfuðborginni á okurverði, því það á þess ekki kost að búa í foreldrahúsum, nokkuð sem margir jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa þó tök á. Forsvarsmenn Eflingar hafa talað um hátt húsnæðisverð í Reykjavík, það réttlæti misskiptingu í kjörum láglaunafólks eftir búsetu. Því miður endurspeglast fáfræðin í þessari fullyrðingu hvað þá varðar sem falla undir þessa skilgreiningu. Vissulega er húsnæðisverðið hátt í Reykjavík, reyndar óviðunandi fyrir allt of marga. Það á ekki bara við um félagsmenn Eflingar heldur allan þann fjölmenna hóp íbúa annara sveitarfélaga sem orðið hafa að koma sér upp öðru heimili í Reykjavík er tengist framhaldsnámi eða atvinnu. Það er með kaupum eða með því að leigja húsnæði. Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa. Þá er full ástæða til að nefna misjafnt aðgengi fólks að sérfræði- og heilbrigðisþjónustu. Það er því miður ekki þannig að allir búi svo vel að vera í kallfæri við hátæknisjúkrahús og/eða fæðingarhjálp eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins, samanber unga fólkið á Austurlandi sem rataði í fjölmiðla á dögunum þar sem það þurfti að flytjast búferlum til að vera nálægt fæðingardeild, en slík þjónusta var ekki í boði á svæðinu. Um er að ræða gríðarlegan útgjaldalið fyrir þann fjölmenna hóp fólks sem þarf á þessari mikilvægu þjónustu að halda. Við getum einnig tekið til umræðu byggingakostnað á köldustu svæðunum sem er verulega hærri en á höfuðborgarsvæðinu og aðgengi fólks að fjármögnun íbúðarhúsnæðis eftir landshlutum. Eigum við kannski að ræða til viðbótar um verðgildi sambærilegra húseigna á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið? Hvernig væri nú að helsti sérfræðingur Eflingar reiknaði út heildarmyndina í stað þess að handvelja nokkra þætti út úr framfærslumódelinu, félagsmönnum Eflingar til framdráttar? En höfum þá allt upp á borðinu til að gæta sanngirni. Stjórnvöld geta ekki setið hjá Reyndar væri hægt að tiltaka endalaus dæmi um þann mikla ójöfnuð sem þrífst á Íslandi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, landsbyggðinni í óhag. Það ættu ekki að vera nýjar fréttir fyrir fólk sem fylgist á annað borð með þjóðfélagsumræðunni að helsti orsakavaldur byggðaröskunar á Íslandi er mismunur á opinberri þjónustu, launakjörum og vöruverði milli landshluta. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld komi að málinu með sértækum aðgerðum samhliða kjarasamningum fyrir verkafólk á landsbyggðinni líkt og þekkist í Noregi, þar sem stjórnvöld hafa komið að því að jafna búsetuskilyrði fólks með skattalækkunum svo vitnað sé í slíkar aðgerðir í Norður Noregi, fjarri Osló. Hér á landi hafa stjórnvöld því miður ekki gripið til sambærilegra aðgerða, enda engin byggðastefna í gildi og því blæðir landsbyggðinni. Aðgerðir stjórnvalda hafa frekar miðast við að koma til móts við þarfir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi er hækkun húsnæðis- og vaxtabóta sem rennur hlutfallslega mun meira til fólks á höfuðborgarsvæðinu. Eflingarfólk nýtur góðs af þessari aðgerð fram yfir aðra félagsmenn aðildarfélaga SGS. Svona mæti lengi telja. Efling hafnaði samstöðunni Þegar aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands lögðu í þá vegferð að móta sameiginlega kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins snemma á síðasta ári með samstöðuna að vopni, hafnaði Efling því að vera í samfloti með öðrum aðildarfélögum sambandsins. Félagið taldi hag sínum betur borgið eitt og sér, að sjálfsögðu ber að virða það. Það er hins vegar ekki boðlegur málflutningur að hálfu Eflingar að halda því fram að aðildarfélög sambandsins hafi brotið niður samstöðuna með undirskrift kjarasamnings þann 3. desember 2022 eftir margra mánaða samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins. Með samstöðuna að vopni var markmið Starfsgreinasambandsins að ná fram góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn. Efling hafnaði samstöðunni! Það væri óskandi að forsvarsmenn Eflingar myndu nú einbeita sér að því að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir sitt félagsfólk þeim til hagsbóta, í stað þess að eyða púðrinu í að rífa niður kjarasamning SGS og SA. Kjarasamning sem almenn ánægja er með sbr. það að 86% félagsmanna samþykktu samninginn. Það er þrátt fyrir að forystufólk innan Eflingar hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að fá félagsmenn landsbyggðarfélaganna til að fella samninginn með skrifum sínum, símhringingum, ályktun og leka á viðkvæmum trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla. Fyrir liggur að ályktun Eflingar fer á spjöld sögunar sem minnisvarði um niðurrif og óheilindi félagsins í garð annarra stéttarfélaga innan SGS. Það er hins vegar ánægjulegt til þess að vita að félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands samþykktu kjarasamninginn með bros á vör sé miðað við niðurstöðuna úr atkvæðagreiðslunni um samninginn, sem og félagsmenn VR og félaga iðnaðarmanna. Greinilegt er að félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins bera fullt traust til forystumanna félaganna enda þeirra hlutverk á hverjum tíma að fylgja eftir kröfugerð félagsmanna. Að lokum þetta. Hver hefði trúað því að stéttarfélag íslensks láglaunafólks myndi krefjast þess að Samtök atvinnulífsins samþykktu að innleiða misskiptingu í launakjörum meðal láglaunafólks í sömu starfsgreinum eftir því í hvaða landshlutum þeir starfa? Já, það er illa komið fyrir íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags og fyrrverandi fiskvinnslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins. Þá hafa skrif starfsmanna og forystumanna félagsins ekki síður vakið athygli, þar sem borin eru saman lífskjör félagsmanna Eflingar annars vegar og landsbyggðarfélaganna hins vegar. Því er haldið fram að félagsmenn Eflingar þurfi sérstaka framfærsluuppbót og mikið hærri laun sökum afgerandi meiri framfærslukostnaðar sem fylgi því að búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu. Slík framsetning hefur þann helstan tilgang að ala á klofningi milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Reyndar virðist stefna í að Efling verði eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu sé tekið mið af þeirra málflutningi. Slá ryki í augu fólks með áróðri Að slá ryki í augu fólks með útúrsnúningum og áróðri af þessu tagi er ljótur leikur. Það er sannarlega ástæða fyrir því að sögulegur fólksflótti hefur verið frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins á undanförnum áratugum og sú ástæða ætti öllum að vera kunn. Ætli forsvarsmenn Eflingar trúi því virkilega að fólk sem ákveður að taka sig upp og flytja búferlum á suðvesturhorn landsins sé að flýja velsældina og háu launin úti á landi, í hokrið í Reykjavík? Það mætti líka spyrja hvort að átak Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“ sem sett var á stofn til að vinna gegn frekari fólksfækkun í smærri byggðarlögum hafi algjörlega farið fram hjá þeim? Sem betur fer hefur Reykjavík ekki þurft á slíkum aðgerðum að halda, enda hefur höfuðborgarsvæðið þanist út vegna velmegunar á sama tíma og litlum sjávarplássum víðs vegar um landið hefur nánast blætt út. Það er ekki laust við að maður fái kjánahroll við að upplifa framsetningu forystu Eflingar á samanburði lífsgæða verkafólks á Íslandi. Að það halli á félagsmenn Eflingar er hrein og klár rökleysa og algjört virðingarleysi gagnvart íbúum á landsbyggðinni. Raunverulegur framfærslukostnaður Þegar borinn er saman framfærslukostnaður milli landshluta verður að setja alla útgjaldaliði heimilanna í körfu á hverjum stað og meta síðan hvar karfan er dýrust miðað við búsetu og lögbundna þjónustu. Þá liggur fyrir að tekjumöguleikar og launakjör eru almennt mun hærri í borginni við Faxaflóa en á landsbyggðinni. Samkvæmt opinberum gögnum voru þau 9% hærri árið 2021. Talandi um körfuna góðu. Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni. Vitað er að dýrasti útgjaldaliður heimilanna eru matarinnkaup og því skiptir verulega miklu máli fyrir alla að hafa gott aðgengi að lágu matvöruverði. Við skulum heldur ekki gleyma að setja í körfuna aðgengi fólks að framhalds- og háskólanámi. Ætli menn trúi því virkilega að ungt fólk flytji sér að kostnaðarlausu í framhalds- og/eða háskólanám til Reykjavíkur? Það er mjög kostnaðarsamt fyrir þennan stóra hóp að leigja sér húsnæði í höfuðborginni á okurverði, því það á þess ekki kost að búa í foreldrahúsum, nokkuð sem margir jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa þó tök á. Forsvarsmenn Eflingar hafa talað um hátt húsnæðisverð í Reykjavík, það réttlæti misskiptingu í kjörum láglaunafólks eftir búsetu. Því miður endurspeglast fáfræðin í þessari fullyrðingu hvað þá varðar sem falla undir þessa skilgreiningu. Vissulega er húsnæðisverðið hátt í Reykjavík, reyndar óviðunandi fyrir allt of marga. Það á ekki bara við um félagsmenn Eflingar heldur allan þann fjölmenna hóp íbúa annara sveitarfélaga sem orðið hafa að koma sér upp öðru heimili í Reykjavík er tengist framhaldsnámi eða atvinnu. Það er með kaupum eða með því að leigja húsnæði. Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa. Þá er full ástæða til að nefna misjafnt aðgengi fólks að sérfræði- og heilbrigðisþjónustu. Það er því miður ekki þannig að allir búi svo vel að vera í kallfæri við hátæknisjúkrahús og/eða fæðingarhjálp eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins, samanber unga fólkið á Austurlandi sem rataði í fjölmiðla á dögunum þar sem það þurfti að flytjast búferlum til að vera nálægt fæðingardeild, en slík þjónusta var ekki í boði á svæðinu. Um er að ræða gríðarlegan útgjaldalið fyrir þann fjölmenna hóp fólks sem þarf á þessari mikilvægu þjónustu að halda. Við getum einnig tekið til umræðu byggingakostnað á köldustu svæðunum sem er verulega hærri en á höfuðborgarsvæðinu og aðgengi fólks að fjármögnun íbúðarhúsnæðis eftir landshlutum. Eigum við kannski að ræða til viðbótar um verðgildi sambærilegra húseigna á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið? Hvernig væri nú að helsti sérfræðingur Eflingar reiknaði út heildarmyndina í stað þess að handvelja nokkra þætti út úr framfærslumódelinu, félagsmönnum Eflingar til framdráttar? En höfum þá allt upp á borðinu til að gæta sanngirni. Stjórnvöld geta ekki setið hjá Reyndar væri hægt að tiltaka endalaus dæmi um þann mikla ójöfnuð sem þrífst á Íslandi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, landsbyggðinni í óhag. Það ættu ekki að vera nýjar fréttir fyrir fólk sem fylgist á annað borð með þjóðfélagsumræðunni að helsti orsakavaldur byggðaröskunar á Íslandi er mismunur á opinberri þjónustu, launakjörum og vöruverði milli landshluta. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld komi að málinu með sértækum aðgerðum samhliða kjarasamningum fyrir verkafólk á landsbyggðinni líkt og þekkist í Noregi, þar sem stjórnvöld hafa komið að því að jafna búsetuskilyrði fólks með skattalækkunum svo vitnað sé í slíkar aðgerðir í Norður Noregi, fjarri Osló. Hér á landi hafa stjórnvöld því miður ekki gripið til sambærilegra aðgerða, enda engin byggðastefna í gildi og því blæðir landsbyggðinni. Aðgerðir stjórnvalda hafa frekar miðast við að koma til móts við þarfir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi er hækkun húsnæðis- og vaxtabóta sem rennur hlutfallslega mun meira til fólks á höfuðborgarsvæðinu. Eflingarfólk nýtur góðs af þessari aðgerð fram yfir aðra félagsmenn aðildarfélaga SGS. Svona mæti lengi telja. Efling hafnaði samstöðunni Þegar aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands lögðu í þá vegferð að móta sameiginlega kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins snemma á síðasta ári með samstöðuna að vopni, hafnaði Efling því að vera í samfloti með öðrum aðildarfélögum sambandsins. Félagið taldi hag sínum betur borgið eitt og sér, að sjálfsögðu ber að virða það. Það er hins vegar ekki boðlegur málflutningur að hálfu Eflingar að halda því fram að aðildarfélög sambandsins hafi brotið niður samstöðuna með undirskrift kjarasamnings þann 3. desember 2022 eftir margra mánaða samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins. Með samstöðuna að vopni var markmið Starfsgreinasambandsins að ná fram góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn. Efling hafnaði samstöðunni! Það væri óskandi að forsvarsmenn Eflingar myndu nú einbeita sér að því að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir sitt félagsfólk þeim til hagsbóta, í stað þess að eyða púðrinu í að rífa niður kjarasamning SGS og SA. Kjarasamning sem almenn ánægja er með sbr. það að 86% félagsmanna samþykktu samninginn. Það er þrátt fyrir að forystufólk innan Eflingar hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að fá félagsmenn landsbyggðarfélaganna til að fella samninginn með skrifum sínum, símhringingum, ályktun og leka á viðkvæmum trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla. Fyrir liggur að ályktun Eflingar fer á spjöld sögunar sem minnisvarði um niðurrif og óheilindi félagsins í garð annarra stéttarfélaga innan SGS. Það er hins vegar ánægjulegt til þess að vita að félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands samþykktu kjarasamninginn með bros á vör sé miðað við niðurstöðuna úr atkvæðagreiðslunni um samninginn, sem og félagsmenn VR og félaga iðnaðarmanna. Greinilegt er að félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins bera fullt traust til forystumanna félaganna enda þeirra hlutverk á hverjum tíma að fylgja eftir kröfugerð félagsmanna. Að lokum þetta. Hver hefði trúað því að stéttarfélag íslensks láglaunafólks myndi krefjast þess að Samtök atvinnulífsins samþykktu að innleiða misskiptingu í launakjörum meðal láglaunafólks í sömu starfsgreinum eftir því í hvaða landshlutum þeir starfa? Já, það er illa komið fyrir íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags og fyrrverandi fiskvinnslumaður.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun