Frumvarp um mannréttindabrot Gunnar Hlynur Úlfarsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mannréttindi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun