Þrumuræða Darra um Dag Kár: Dagur gafst upp á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:01 Dagur Kár Jónsson í leik með KR á móti Njarðvík fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason mætti í Subway Tilþrifin í gærkvöldi og fór yfir mál Dags Kár Jónssonar sem yfirgaf félagið um áramótin og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri. Subway-deild karla KR Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri.
Subway-deild karla KR Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira