„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 20:57 Helgi Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta. Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03