Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 09:36 Á myndinni eru þrír eigenda Smiðjunnar, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Páll Auðbertsson og á myndina vantar Vigfús Þór Hróbjartsson. Aðsent Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira