Mandarínurnar brugðust Agli og fleirum þessi jólin Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2023 14:33 Egill er einn margra sem ekki getur hugsað sér jólin án þess að grípa í eina og eina mandarínu milli mála. Þessi jól bar svo við að Egill fékk ekki einn einasta mandarínukassa án þess að hann væri ónýtur: Ávextirnir bragðvondir, þurrir, trénaðir eða þá alltof linir. vísir/vilhelm/fb Egill Helgason sjónvarpsmaður er afar ósáttur við mandarínusendinguna til Íslands nú í desember. Sú var tíð að epli voru boðberi jólahátíðarinnar á Íslandi – fágætur munaður. Vörusendingar til landsins hafa tekið stakkaskiptum síðan þetta var. Ávextir eru þó í hugum margra tengdir jólahátíðinni órjúfanlegum böndum og má segja að mandarínurnar hafi tekið við af eplum sem jólaávöxturinn – einkenni jólahátíðarinnar. Egill er einn þeirra sem getur ekki hugsað sér jól án þess að geta gripið í eins og eina eða tvær mandarínur. Egill býður upp á neytendapistil á Facebook-síðu sinni. Nokkuð sem hann kallar mandarínukvabb. „Ég get ekki hugsað mér jól án þess séu mandarínur. Finnst þær góðar og ómissandi. Kaupi mikið af þeim. Þessi jól hefur borið svo við að ég hef ekki fengið einn einasta mandarínukassa án þess að hann væri ónýtur. Ávextirnir bragðvondir, þurrir, trénaðir eða þá alltof linir. Eru svo farnir að rotna stuttu eftir að þeir koma úr búðinni. Þetta eru vonbrigði.“ Ekki er að sökum að spyrja. Fjölmargir setja inn athugasemdir og taka í sama streng. Jólamandarínurnar voru samkvæmt því ómögulegar að þessu sinni. Hvar er umboðsmaður mandarína? Stikkprufa athugasemda af Facebook-vegg Egils segir sína söguna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Sammála, ekki nokkur leið að kaupa þetta. (Og fylgir reiðikall með.) Snorri Már Skúlason: „Keypti kassa fyrir jól og u.þ.b. helmingurinn fór í ruslið myglaður eða skemmdur að öðru leyti. Lét mér það að kenningu verða og keypti ekki aftur.“ Ragnheiður Júlía Wium Hilmarsdóttir: „Ég er hætt að kaupa þetta. Hendi alltaf 60 - 70 %“ Í sama streng tekur Jónína Kolbrún Cortes: „Ég er hætt að kaupa mandarínur útaf þessu.“ Og þannig gengur dælan. Alþingis- og tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon skrifar kotroskinn: „Hér þarf umboðsmaður mandarína að bregðast við!“ Ekkert kvartað undan mandarínum hjá Bónus Hver telst umboðsmaður mandarína skal ósagt látið, enn vantar neytendaráðuneyti á Ísland en Vísir reyndi að grafast fyrir um málið. Og það verður að segjast að þeir sem höndla með mandarínurnar komu af fjöllum. Vísir náði tali Guðmundi Marteinssyni framkvæmdastjóra hjá Bónus. Hann var staddur erlendis, á fundi en kannast ekki við að kvartað hafi verið undan mandarínum frá þeim núna. Erindið kom Guðmundi í Bónus á óvart, ekkert hefur borið á því að fólk hafi kvartað undan mandarínunum þaðan. „Við erum með Robin frá Spáni, flottustu mandarínur á markaðinum. Rollsinn í mandarínunum. Gæðin fara eftir uppskerunni hverju sinni, þetta er náttúrlega lifandi vara en við vorum ekki að sjá það á sölunni að mandarínurnar væru lélegar þetta árið.“ Seldu 400 tonn af mandarínum Bónus fær sínar mandarínur frá heildsölufyrirtækinu Bananar og þar var fyrir svörum Örvar Karlsson sölustjóri. Hann undraðist mandarínukvabb Egils og spurði strax á móti hvar hann verslaði sínar mandarínur? „Við seldum yfir 400 tonn yfir jólin. Sem er sambærileg tala og var í hitteðfyrra. Við urðum ekki varir við skemmda ávexti í neinu magni. Auðvitað kemur fyrir að ein og ein clementína sé ónýt en ekki í hinu stóra samhengi. Salan var þannig í ár og kvartanir voru ekki svo neinu nemur. Þetta var fínt clementínuár og ég er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár. Ég veit ekki hvar Egill verslar, ég verð að kasta boltanum aftur yfir til hans með það.“ Örn treysti sér ekki til að fullyrða hversu mikla markaðsdeild Bananar væru með í mandarínuinnflutningi en sagði fyrirtækið sterkt þar. Neytendur Matur Jól Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Sú var tíð að epli voru boðberi jólahátíðarinnar á Íslandi – fágætur munaður. Vörusendingar til landsins hafa tekið stakkaskiptum síðan þetta var. Ávextir eru þó í hugum margra tengdir jólahátíðinni órjúfanlegum böndum og má segja að mandarínurnar hafi tekið við af eplum sem jólaávöxturinn – einkenni jólahátíðarinnar. Egill er einn þeirra sem getur ekki hugsað sér jól án þess að geta gripið í eins og eina eða tvær mandarínur. Egill býður upp á neytendapistil á Facebook-síðu sinni. Nokkuð sem hann kallar mandarínukvabb. „Ég get ekki hugsað mér jól án þess séu mandarínur. Finnst þær góðar og ómissandi. Kaupi mikið af þeim. Þessi jól hefur borið svo við að ég hef ekki fengið einn einasta mandarínukassa án þess að hann væri ónýtur. Ávextirnir bragðvondir, þurrir, trénaðir eða þá alltof linir. Eru svo farnir að rotna stuttu eftir að þeir koma úr búðinni. Þetta eru vonbrigði.“ Ekki er að sökum að spyrja. Fjölmargir setja inn athugasemdir og taka í sama streng. Jólamandarínurnar voru samkvæmt því ómögulegar að þessu sinni. Hvar er umboðsmaður mandarína? Stikkprufa athugasemda af Facebook-vegg Egils segir sína söguna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Sammála, ekki nokkur leið að kaupa þetta. (Og fylgir reiðikall með.) Snorri Már Skúlason: „Keypti kassa fyrir jól og u.þ.b. helmingurinn fór í ruslið myglaður eða skemmdur að öðru leyti. Lét mér það að kenningu verða og keypti ekki aftur.“ Ragnheiður Júlía Wium Hilmarsdóttir: „Ég er hætt að kaupa þetta. Hendi alltaf 60 - 70 %“ Í sama streng tekur Jónína Kolbrún Cortes: „Ég er hætt að kaupa mandarínur útaf þessu.“ Og þannig gengur dælan. Alþingis- og tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon skrifar kotroskinn: „Hér þarf umboðsmaður mandarína að bregðast við!“ Ekkert kvartað undan mandarínum hjá Bónus Hver telst umboðsmaður mandarína skal ósagt látið, enn vantar neytendaráðuneyti á Ísland en Vísir reyndi að grafast fyrir um málið. Og það verður að segjast að þeir sem höndla með mandarínurnar komu af fjöllum. Vísir náði tali Guðmundi Marteinssyni framkvæmdastjóra hjá Bónus. Hann var staddur erlendis, á fundi en kannast ekki við að kvartað hafi verið undan mandarínum frá þeim núna. Erindið kom Guðmundi í Bónus á óvart, ekkert hefur borið á því að fólk hafi kvartað undan mandarínunum þaðan. „Við erum með Robin frá Spáni, flottustu mandarínur á markaðinum. Rollsinn í mandarínunum. Gæðin fara eftir uppskerunni hverju sinni, þetta er náttúrlega lifandi vara en við vorum ekki að sjá það á sölunni að mandarínurnar væru lélegar þetta árið.“ Seldu 400 tonn af mandarínum Bónus fær sínar mandarínur frá heildsölufyrirtækinu Bananar og þar var fyrir svörum Örvar Karlsson sölustjóri. Hann undraðist mandarínukvabb Egils og spurði strax á móti hvar hann verslaði sínar mandarínur? „Við seldum yfir 400 tonn yfir jólin. Sem er sambærileg tala og var í hitteðfyrra. Við urðum ekki varir við skemmda ávexti í neinu magni. Auðvitað kemur fyrir að ein og ein clementína sé ónýt en ekki í hinu stóra samhengi. Salan var þannig í ár og kvartanir voru ekki svo neinu nemur. Þetta var fínt clementínuár og ég er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár. Ég veit ekki hvar Egill verslar, ég verð að kasta boltanum aftur yfir til hans með það.“ Örn treysti sér ekki til að fullyrða hversu mikla markaðsdeild Bananar væru með í mandarínuinnflutningi en sagði fyrirtækið sterkt þar.
Neytendur Matur Jól Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira