„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 12:01 Hákon Daði Styrmisson hefur náð sér að fullu eftir krossbandsslit. stöð 2 sport Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi. „Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01
Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31