Banna einnota matvælaumbúðir á skyndibitastöðum eftir áramót Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. desember 2022 15:47 Skyndibitastaðirnir hafa haft þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Getty/Digital Vision Bann við einnota umbúðum á skyndibitastöðum tekur brátt gildi í Frakklandi. Skyndibitastöðum mun ekki vera heimilt að framreiða mat í einnota umbúðum fyrir viðskiptavini sem ætla sér að borða á staðnum í stað þess að taka matinn með sér heim. Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum. Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum.
Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04