„Látum Z hafa boltann og drullum okkur í burtu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2022 17:01 Zion Williamson leiddi New Orleans Pelicans til sigurs á Minnesota Timberwolves með magnaðri frammistöðu í seinni hálfleik. getty/Sean Gardner Zion Williamson skoraði síðustu fjórtán stig New Orleans Pelicans þegar liðið vann endurkomusigur á Minnesota Timberwolves, 119-118, í NBA-deildinni í nótt. Alls skoraði Williamson 43 stig sem er persónulegt met hjá honum. Hann var sérstaklega öflugur undir lokin og enginn annar leikmaður Pelicans skoraði síðustu tæpu fjórar mínútur leiksins. Williamson kom Pelikönunum yfir, 118-116, þegar 39 sekúndur voru eftir en Anthony Edwards jafnaði fyrir Úlfana. Þegar fjórar sekúndur voru eftir fiskaði Williamson villu á Rudy Gobert, miðherja Minnesota. Hann setti annað vítið ofan í og það dugði til sigurs, 119-118. Final 14 PTS for the @PelicansNBA33 PTS in the second halfCareer-high 43 PTS on the night Please enjoy this edition of Zion Williamson: Getting Buckets pic.twitter.com/r5X86YU4TE— NBA (@NBA) December 29, 2022 Samherji Williamsons, CJ McCollum, sagði að leikáætlun Pelicans undir lokin hafi verið afar einföld: „Látum Z hafa boltann og drullum okkur í burtu,“ sagði hann. Williamson var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tíu stig. Hann skoraði nítján í 3. leikhluta og alls 33 í seinni hálfleik sem er jöfnun á meti í sögu Pelicans. Anthony Davis afrekaði það tvisvar að skora 33 stig í hálfleik. Williamson hitti úr fjórtán af 21 skoti sínu utan af velli og fjórtán af nítján vítaskotum sem hann tók fóru ofan í. Auk stiganna 43 gaf hann fimm stoðsendingar. Á þessu tímabili er Williamson með 25,2 stig, 7,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum komst Pelicans á topp Vesturdeildarinnar. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og 22 alls, líkt og Denver Nuggets. NBA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Alls skoraði Williamson 43 stig sem er persónulegt met hjá honum. Hann var sérstaklega öflugur undir lokin og enginn annar leikmaður Pelicans skoraði síðustu tæpu fjórar mínútur leiksins. Williamson kom Pelikönunum yfir, 118-116, þegar 39 sekúndur voru eftir en Anthony Edwards jafnaði fyrir Úlfana. Þegar fjórar sekúndur voru eftir fiskaði Williamson villu á Rudy Gobert, miðherja Minnesota. Hann setti annað vítið ofan í og það dugði til sigurs, 119-118. Final 14 PTS for the @PelicansNBA33 PTS in the second halfCareer-high 43 PTS on the night Please enjoy this edition of Zion Williamson: Getting Buckets pic.twitter.com/r5X86YU4TE— NBA (@NBA) December 29, 2022 Samherji Williamsons, CJ McCollum, sagði að leikáætlun Pelicans undir lokin hafi verið afar einföld: „Látum Z hafa boltann og drullum okkur í burtu,“ sagði hann. Williamson var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tíu stig. Hann skoraði nítján í 3. leikhluta og alls 33 í seinni hálfleik sem er jöfnun á meti í sögu Pelicans. Anthony Davis afrekaði það tvisvar að skora 33 stig í hálfleik. Williamson hitti úr fjórtán af 21 skoti sínu utan af velli og fjórtán af nítján vítaskotum sem hann tók fóru ofan í. Auk stiganna 43 gaf hann fimm stoðsendingar. Á þessu tímabili er Williamson með 25,2 stig, 7,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum komst Pelicans á topp Vesturdeildarinnar. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og 22 alls, líkt og Denver Nuggets.
NBA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira