Andskotans fokking fokk Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2022 09:31 Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun