Fjárfestum í friðsömum lausnum René Biasone skrifar 14. desember 2022 17:30 Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Vinstri græn Mannréttindi Hernaður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun