Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 18:04 Patriot loftvarnarkerfið er í notkun víða um heim og er sagt sérstaklega gott í að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Raytheon Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04
Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07