Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2022 10:01 Arnór Atlason í hinum alræmda ermalausa búningi AG Kaupmannahafnar. getty/Jan Christensen Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. Arnór var gestur fjórða þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Í fjórða þættinum var fjallað um jafntefli Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni, 32-32. Þeir Stefán Árni og Arnór fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um tímann hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn sem Arnór lék með á árunum 2010-12. AG vann dönsku deildina bæði tímabil Arnórs hjá því og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2012. Skömmu síðar varð AG svo gjaldþrota. „Það var rosalega erfitt. Þarna um vorið skrifaði ég undir þriggja ára framlengingu á samningi við AG. Svo erum við á Ólympíuleikunum í London og spilum aftur morgunleik gegn Túnis. Þetta var 1. ágúst 2012. Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Arnór. „Það komu einhverjar fréttir um að framkvæmdastjórinn okkar hefði hætt í lok júlí og við Snorri [Steinn Guðjónsson] hugsuðum hvort eitthvað væri að gerast. Við fengum alltaf sms þegar launin okkar komu. Þau komu inn um mánaðarmótin og ég hugsaði að við værum á lífi.“ En annað kom á daginn og Arnór frétti af gjaldþroti AG á nokkuð óvenjulegan hátt. „Við fórum í morgunleik 1. ágúst, unnum og eftir leikinn mættu fréttamenn og sögðu jæja Arnór, hvernig líst þér á fréttirnar? Hvaða fréttir? spurði ég. AG er farið á hausinn. Það var risa sjokk, ég viðurkenni það alveg og átti nokkra erfiða daga í London með að meðtaka,“ sagði Arnór. Hann og kona hans voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, fyrsta barn þeirra á leið í 1. bekk og annað á leiðinni. „Þetta var rosa erfitt og eins og fyrir konurnar okkar. Meðan þær horfðu á leikinn í Danmörku kom allt í einu gulur borði á skjáinn að AG Kaupmannahöfn væri farið á hausinn. Þetta voru ansi erfiðir dagar og sem betur fer náðum við að einbeita okkur að leikunum,“ sagði Arnór sem gekk í raðir Flensburg eftir Ólympíuleikana í London. Hlusta má á fjórða þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski handboltinn Stórasta landið Tengdar fréttir Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Arnór var gestur fjórða þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Í fjórða þættinum var fjallað um jafntefli Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni, 32-32. Þeir Stefán Árni og Arnór fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um tímann hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn sem Arnór lék með á árunum 2010-12. AG vann dönsku deildina bæði tímabil Arnórs hjá því og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2012. Skömmu síðar varð AG svo gjaldþrota. „Það var rosalega erfitt. Þarna um vorið skrifaði ég undir þriggja ára framlengingu á samningi við AG. Svo erum við á Ólympíuleikunum í London og spilum aftur morgunleik gegn Túnis. Þetta var 1. ágúst 2012. Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Arnór. „Það komu einhverjar fréttir um að framkvæmdastjórinn okkar hefði hætt í lok júlí og við Snorri [Steinn Guðjónsson] hugsuðum hvort eitthvað væri að gerast. Við fengum alltaf sms þegar launin okkar komu. Þau komu inn um mánaðarmótin og ég hugsaði að við værum á lífi.“ En annað kom á daginn og Arnór frétti af gjaldþroti AG á nokkuð óvenjulegan hátt. „Við fórum í morgunleik 1. ágúst, unnum og eftir leikinn mættu fréttamenn og sögðu jæja Arnór, hvernig líst þér á fréttirnar? Hvaða fréttir? spurði ég. AG er farið á hausinn. Það var risa sjokk, ég viðurkenni það alveg og átti nokkra erfiða daga í London með að meðtaka,“ sagði Arnór. Hann og kona hans voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, fyrsta barn þeirra á leið í 1. bekk og annað á leiðinni. „Þetta var rosa erfitt og eins og fyrir konurnar okkar. Meðan þær horfðu á leikinn í Danmörku kom allt í einu gulur borði á skjáinn að AG Kaupmannahöfn væri farið á hausinn. Þetta voru ansi erfiðir dagar og sem betur fer náðum við að einbeita okkur að leikunum,“ sagði Arnór sem gekk í raðir Flensburg eftir Ólympíuleikana í London. Hlusta má á fjórða þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski handboltinn Stórasta landið Tengdar fréttir Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00
Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00