Gleðileg venjuleg jól!!! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 11. desember 2022 08:31 Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Heilsa Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun