„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Atli Arason skrifar 9. desember 2022 23:55 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. „Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54