Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 7. desember 2022 23:15 Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir lék áður með Fjölni. Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur. Haukar byrjuðu leikinn frábærlega, og þá sérstaklega Tinna Guðrún Alexandersdóttir. Hún gerði fyrstu tólf stig Hauka í leiknum er hún hitti úr fjórum þristum í röð. Það var líkt og Stephen Curry væri mættur í Ólafssal. Þessi byrjun hennar gaf Haukum grundvöll til þess að taka skrefið fram úr gestunum. Heimakonur leiddu með 16 stigum eftir fyrsta leikhluta og það var án þess að bandríski leikmaður þeirra, Keira Robinson, skoraði. Hún gerði fyrstu stig sín snemma í öðrum leikhluta. Dagný Lísa [til hægri] meiddist illa í kvöld.Vísir/Vilhelm Um miðbik annars leikhluta braut Dagný Lísa Davíðsdóttir, fyrirliði Fjölnis, á Keiru Robinson við körfuna. Þær meiddust báðar, en meiðsli Dagnýjar voru alvarlegri þar sem Keira sneri aftur í leikinn en ekki hún. Búist er við því að Dagný verði lengi frá sem er áfall fyrir Fjölni. Þrátt fyrir þetta áfall fyrir gestina þá komu þær til baka í þriðja leikhluta, og komu sér aftur inn í leikinn. Taylor Dominique Jones spilaði veik en hún hjálpaði liði sínu að minnka muninn í sjö stig fyrir fjórða leikhlutann. Endurkoman tók mikla orku úr liði Fjölnis og þær náðu ekki að halda í við Haukana í fjórða leikhlutanum. Að lokum sigldu Haukar þægilegum sigri heim. Haukar eru í öðru sæti en Fjölnir er í sjötta sæti deildarinnar. Af hverju unnu Haukar? Þær voru að hitta ótrúlega fyrir utan þriggja stiga línuna til að byrja með og enduðu á því að setja tíu fleiri þrista en andstæðingar þeirra í kvöld. Það steig alltaf einhver upp hjá Haukum er Fjölnir var að saxa á forskotið. Hvort sem það var Tinna Guðrún, Emma Sóldís, Sólrún Inga eða Keira; það var alltaf einhver. Hverjar stóðu upp úr? Tinna Guðrún var mögnuð og líklega hennar besti leikur á ferlinum. Hún er gríðarlega efnileg og verður fróðlegt að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er að stíga upp fyrir Hauka og er mögulega búin að vera besti íslenski leikmaður deildarinnnar í vetur. Allavega með þeim betri. Tinna Guðrún [nr. 8] var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Keira byrjaði hægt en endaði með þrefalda tvennu; 13 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar. Þá var hún með fimm stolna bolta. Hjá Fjölni var Taylor Dominique Jones atkvæðamest með 23 stig og átta fráköst. Hvað gekk illa? Fjölniskonur hefðu þurft að mæta betur til leiks. Það var erfitt fyrir þær að vinna upp þann mun sem myndaðist snemma. Á meðan Haukar voru að smellhitta fyrir utan þriggja stiga línuna þá gekk lítið þar upp hjá Fjölni. Fjölnir varð fyrir mörgum skakkaföllum, leikmenn spiluðu veikir og þá meiddist Dagný Lísa illa. Þetta hafði mikil áhrif á leikinn hjá gestunum í dag. Hvað næst? Bæði þessi lið spila í bikarnum um næstu helgi; Fjölnir leikur við Snæfell og Haukar við Grindavík. Haukar spila við Njarðvík næst í deildinni í næstu viku. Í þeim leik mætast liðin tvö sem mættust í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Leikurinn fer fram í Njarðvík. Fjölnir á leik við Val eftir viku og verður það eflaust hörkuleikur. „Með eiginleika sem ekki margir íslenskir leikmenn eru með“ Bjarni Magnússon á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er góður sigur. Við fögnum öllum sigrum, en mér fannst þetta alltof kaflaskipt hjá okkur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. „“Við vorum orkumiklar í fyrri hálfleik. Mér fannst við koma inn í seinni hálfleikinn eins og þetta væri búið. Við gáfum þeim séns. Það vað lélegt af okkar hálfu en hrós til þeirra.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var ótrúleg í þessum leik þar sem hún skoraði 30 stig. Í byrjun leiks var hún í mögnuðum gír þar sem hún skoraði fyrstu tólf stig Hauka úr fjórum þristum; fjögur skot sem fóru öll niður. „Hrós á hana, hún er búin að taka skref upp á við í vetur og er að axla meiri ábyrgð. Hún er að fá stærra hlutverk og er að taka réttu skrefin. Hún byrjaði svakalega vel í kvöld og kom okkur af stað. Það er synd að við náðum ekki að fylgja því betur í seinni hálfleik, þá aðallega í þriðja leikhluta.“ „“Það er undir Tinnu komið hversu langt hún fer, hvað hún ætlar sér með körfuboltann í framtíðinni. Hún er með eiginleika sem ekki margir íslenskir leikmenn eru með… þetta er 19 ára gömul stelpa. Við erum ánægð með að hún sé í okkar félagi. Við erum líka með fullt af öðrum efnilegum stelpum sem eru líka að taka réttu skrefin. Við erum ánægð með það.“ Haukar halda í við Keflavík með þessum sigri. „Fjórði leikhluti var góður. Hann gat ekki verið verri en sá þriðji sem var afskaplega slakur. Við náðum að klára þetta með sæmd. Nú er bikarleikur um helgina, við þurfum að jafna okkur vel.“ Að lokum var Bjarni spurður út í Helenu Sverrisdóttur sem er enn frá vegna meiðsla. „Skref í rétta átt. Við erum ekki að flýta þessu ferli. Þetta hefur tekið örlítið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hafa ekki komið upp nein bakslög. Við viljum gefa þeim þann tíma sem þær þurfa, það er það sama með Lovísu [Björt Henningsdóttur]. Við erum ekki að flýta okkur of mikið. Það er tekinn einn dagur í einu. Vonandi fer þetta að styttast.“ „Komið í ljós að hún er handleggsbrotin og er frá í sex til átta vikur, það er ákveðinn skellur“ Kristjana Eir Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tapið gegn Haukum í Subway-deild kvenna í kvöld en stolt samt sem áður af sínu liði. Leikurinn endaði 92-77. „Ég er ánægð með hvernig stelpurnar stóðu upp í hvert einasta skipti. Ég held að ég hafi aldrei fengið eins mörg högg í einum leik. Ég sagði það fyrir leik að tveir lykilmenn væru veikir og Dagný handleggsbrotnar í leiknum. Síðan eru tveir leikmenn dæmdir út af með fimm villur. Að mínu mati var það ósanngjarnt en sitt sýnist hverjum,“ sagði Kristjana. „Við stóðum alltaf aftur upp og héldum áfram. Ég er ánægð með það en líka svekkt með tapið.“ Taylor Dominique Jones, bandaríski leikmaðurinn í liði Fjölnis, spilaði veik og það gerði austurríska landsliðskonan, Simone Sill, einnig. „Taylor er fárveik og það er Simone líka,“ sagði Kristjana. Landsliðskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir handleggsbrotnaði þá í öðrum leikhluta og verður lengi frá. „Það er komið í ljós að hún er handleggsbrotin og er frá í sex til átta vikur. Það er ákveðinn skellur.“ „Við verðum bara að tækla þetta eins og við tækluðum þriðja leikhlutann. Það kemur bara maður í manns stað og við verðum að stíga upp. Því miður fór of mikil orka í það að vinna upp þennan 17 stiga mun og það háði okkur í fjórða leikhluta. Ég hafði fulla trú á því að við gætum unnið leikinn en því miður hafðist það ekki í fjórða.“ „Það eru enn fimm leikmenn inn á vellinum og við verðum að halda áfram að gera okkar besta til að ná í sigra,” sagði Kristjana að lokum. „Það er varla hægt að segja annað“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir [Lengst til vinstri].Vísir/Hulda Margrét Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti rosalegan leik í liði Hauka gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Hún skilaði 30 stigum - þar af tólf á fyrstu mínútum leiksins - í 15 stiga sigri, 92-77. „Við byrjuðum vel og svo var þetta upp og niður. Eins og körfubolti er. Við náðum að vinna sem er skemmtilegt,“ sagði Tinna eftir leikinn. Hún byrjaði á að hitta úr fjórum þristum og skoraði þannig tólf fyrstu stig Hauka í leiknum. Mögnuð byrjun hjá þessum efnilega leikmanni. „Mér leið mjög vel fyrir leikinn og ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu. Þetta datt með mér í dag.“ Er þetta einn besti leikurinn á hennar ferli? „Já, ég myndi alveg segja það. Ég meina, það er varla hægt að segja annað. Ég hefði samt viljað gera aðeins betur varnarlega, en ég er mjög ánægð.“ „Liðið ætlar að mæta eins og ljón í alla leiki sem eru framundan,” segir Tinna sem hefur átt góðar vikur. Hún var í síðasta mánuði valin í landsliðið í fyrsta sinn. ,,Það var mjög skemmtilegt að komast í landsliðið og upplifa það í fyrsta skipti. Ég dýrka að vera í Haukaliðinu, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Geta Haukar farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar? „Ég held það, alveg klárlega.“ Subway-deild kvenna Haukar Fjölnir
Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur. Haukar byrjuðu leikinn frábærlega, og þá sérstaklega Tinna Guðrún Alexandersdóttir. Hún gerði fyrstu tólf stig Hauka í leiknum er hún hitti úr fjórum þristum í röð. Það var líkt og Stephen Curry væri mættur í Ólafssal. Þessi byrjun hennar gaf Haukum grundvöll til þess að taka skrefið fram úr gestunum. Heimakonur leiddu með 16 stigum eftir fyrsta leikhluta og það var án þess að bandríski leikmaður þeirra, Keira Robinson, skoraði. Hún gerði fyrstu stig sín snemma í öðrum leikhluta. Dagný Lísa [til hægri] meiddist illa í kvöld.Vísir/Vilhelm Um miðbik annars leikhluta braut Dagný Lísa Davíðsdóttir, fyrirliði Fjölnis, á Keiru Robinson við körfuna. Þær meiddust báðar, en meiðsli Dagnýjar voru alvarlegri þar sem Keira sneri aftur í leikinn en ekki hún. Búist er við því að Dagný verði lengi frá sem er áfall fyrir Fjölni. Þrátt fyrir þetta áfall fyrir gestina þá komu þær til baka í þriðja leikhluta, og komu sér aftur inn í leikinn. Taylor Dominique Jones spilaði veik en hún hjálpaði liði sínu að minnka muninn í sjö stig fyrir fjórða leikhlutann. Endurkoman tók mikla orku úr liði Fjölnis og þær náðu ekki að halda í við Haukana í fjórða leikhlutanum. Að lokum sigldu Haukar þægilegum sigri heim. Haukar eru í öðru sæti en Fjölnir er í sjötta sæti deildarinnar. Af hverju unnu Haukar? Þær voru að hitta ótrúlega fyrir utan þriggja stiga línuna til að byrja með og enduðu á því að setja tíu fleiri þrista en andstæðingar þeirra í kvöld. Það steig alltaf einhver upp hjá Haukum er Fjölnir var að saxa á forskotið. Hvort sem það var Tinna Guðrún, Emma Sóldís, Sólrún Inga eða Keira; það var alltaf einhver. Hverjar stóðu upp úr? Tinna Guðrún var mögnuð og líklega hennar besti leikur á ferlinum. Hún er gríðarlega efnileg og verður fróðlegt að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er að stíga upp fyrir Hauka og er mögulega búin að vera besti íslenski leikmaður deildarinnnar í vetur. Allavega með þeim betri. Tinna Guðrún [nr. 8] var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Keira byrjaði hægt en endaði með þrefalda tvennu; 13 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar. Þá var hún með fimm stolna bolta. Hjá Fjölni var Taylor Dominique Jones atkvæðamest með 23 stig og átta fráköst. Hvað gekk illa? Fjölniskonur hefðu þurft að mæta betur til leiks. Það var erfitt fyrir þær að vinna upp þann mun sem myndaðist snemma. Á meðan Haukar voru að smellhitta fyrir utan þriggja stiga línuna þá gekk lítið þar upp hjá Fjölni. Fjölnir varð fyrir mörgum skakkaföllum, leikmenn spiluðu veikir og þá meiddist Dagný Lísa illa. Þetta hafði mikil áhrif á leikinn hjá gestunum í dag. Hvað næst? Bæði þessi lið spila í bikarnum um næstu helgi; Fjölnir leikur við Snæfell og Haukar við Grindavík. Haukar spila við Njarðvík næst í deildinni í næstu viku. Í þeim leik mætast liðin tvö sem mættust í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Leikurinn fer fram í Njarðvík. Fjölnir á leik við Val eftir viku og verður það eflaust hörkuleikur. „Með eiginleika sem ekki margir íslenskir leikmenn eru með“ Bjarni Magnússon á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er góður sigur. Við fögnum öllum sigrum, en mér fannst þetta alltof kaflaskipt hjá okkur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. „“Við vorum orkumiklar í fyrri hálfleik. Mér fannst við koma inn í seinni hálfleikinn eins og þetta væri búið. Við gáfum þeim séns. Það vað lélegt af okkar hálfu en hrós til þeirra.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var ótrúleg í þessum leik þar sem hún skoraði 30 stig. Í byrjun leiks var hún í mögnuðum gír þar sem hún skoraði fyrstu tólf stig Hauka úr fjórum þristum; fjögur skot sem fóru öll niður. „Hrós á hana, hún er búin að taka skref upp á við í vetur og er að axla meiri ábyrgð. Hún er að fá stærra hlutverk og er að taka réttu skrefin. Hún byrjaði svakalega vel í kvöld og kom okkur af stað. Það er synd að við náðum ekki að fylgja því betur í seinni hálfleik, þá aðallega í þriðja leikhluta.“ „“Það er undir Tinnu komið hversu langt hún fer, hvað hún ætlar sér með körfuboltann í framtíðinni. Hún er með eiginleika sem ekki margir íslenskir leikmenn eru með… þetta er 19 ára gömul stelpa. Við erum ánægð með að hún sé í okkar félagi. Við erum líka með fullt af öðrum efnilegum stelpum sem eru líka að taka réttu skrefin. Við erum ánægð með það.“ Haukar halda í við Keflavík með þessum sigri. „Fjórði leikhluti var góður. Hann gat ekki verið verri en sá þriðji sem var afskaplega slakur. Við náðum að klára þetta með sæmd. Nú er bikarleikur um helgina, við þurfum að jafna okkur vel.“ Að lokum var Bjarni spurður út í Helenu Sverrisdóttur sem er enn frá vegna meiðsla. „Skref í rétta átt. Við erum ekki að flýta þessu ferli. Þetta hefur tekið örlítið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hafa ekki komið upp nein bakslög. Við viljum gefa þeim þann tíma sem þær þurfa, það er það sama með Lovísu [Björt Henningsdóttur]. Við erum ekki að flýta okkur of mikið. Það er tekinn einn dagur í einu. Vonandi fer þetta að styttast.“ „Komið í ljós að hún er handleggsbrotin og er frá í sex til átta vikur, það er ákveðinn skellur“ Kristjana Eir Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tapið gegn Haukum í Subway-deild kvenna í kvöld en stolt samt sem áður af sínu liði. Leikurinn endaði 92-77. „Ég er ánægð með hvernig stelpurnar stóðu upp í hvert einasta skipti. Ég held að ég hafi aldrei fengið eins mörg högg í einum leik. Ég sagði það fyrir leik að tveir lykilmenn væru veikir og Dagný handleggsbrotnar í leiknum. Síðan eru tveir leikmenn dæmdir út af með fimm villur. Að mínu mati var það ósanngjarnt en sitt sýnist hverjum,“ sagði Kristjana. „Við stóðum alltaf aftur upp og héldum áfram. Ég er ánægð með það en líka svekkt með tapið.“ Taylor Dominique Jones, bandaríski leikmaðurinn í liði Fjölnis, spilaði veik og það gerði austurríska landsliðskonan, Simone Sill, einnig. „Taylor er fárveik og það er Simone líka,“ sagði Kristjana. Landsliðskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir handleggsbrotnaði þá í öðrum leikhluta og verður lengi frá. „Það er komið í ljós að hún er handleggsbrotin og er frá í sex til átta vikur. Það er ákveðinn skellur.“ „Við verðum bara að tækla þetta eins og við tækluðum þriðja leikhlutann. Það kemur bara maður í manns stað og við verðum að stíga upp. Því miður fór of mikil orka í það að vinna upp þennan 17 stiga mun og það háði okkur í fjórða leikhluta. Ég hafði fulla trú á því að við gætum unnið leikinn en því miður hafðist það ekki í fjórða.“ „Það eru enn fimm leikmenn inn á vellinum og við verðum að halda áfram að gera okkar besta til að ná í sigra,” sagði Kristjana að lokum. „Það er varla hægt að segja annað“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir [Lengst til vinstri].Vísir/Hulda Margrét Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti rosalegan leik í liði Hauka gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Hún skilaði 30 stigum - þar af tólf á fyrstu mínútum leiksins - í 15 stiga sigri, 92-77. „Við byrjuðum vel og svo var þetta upp og niður. Eins og körfubolti er. Við náðum að vinna sem er skemmtilegt,“ sagði Tinna eftir leikinn. Hún byrjaði á að hitta úr fjórum þristum og skoraði þannig tólf fyrstu stig Hauka í leiknum. Mögnuð byrjun hjá þessum efnilega leikmanni. „Mér leið mjög vel fyrir leikinn og ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu. Þetta datt með mér í dag.“ Er þetta einn besti leikurinn á hennar ferli? „Já, ég myndi alveg segja það. Ég meina, það er varla hægt að segja annað. Ég hefði samt viljað gera aðeins betur varnarlega, en ég er mjög ánægð.“ „Liðið ætlar að mæta eins og ljón í alla leiki sem eru framundan,” segir Tinna sem hefur átt góðar vikur. Hún var í síðasta mánuði valin í landsliðið í fyrsta sinn. ,,Það var mjög skemmtilegt að komast í landsliðið og upplifa það í fyrsta skipti. Ég dýrka að vera í Haukaliðinu, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Geta Haukar farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar? „Ég held það, alveg klárlega.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti