Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig Una Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 07:30 Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun