Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 11:45 Maasai-maður á gangi með hjörð sína í leit að beitilandi. AP/Brian Ingang Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið. Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian. Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian.
Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira