Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Teikning listamanns af svartholi í miðjum klíðum að gleypa stjörnu. Hún rifnar í sundur og myndar glóandi efnisskífu utan um svartholið í miðjunni. Strókar efnis og geislunar standa út frá pólum svartholsins. Í tilfelli AT2022cmc beindist strókurinn nánast beint að jörðinni. ESO/M.Kornmesser Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola. Geimurinn Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira