Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 68-58 | Sanngjarn sigur Íslands á Rúmeníu í jöfnum leik Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 18:20 Sara Rún Hinriksdóttir var mögnuð í liði Íslands í dag. Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi, en Rúmenar höfðu þar að lokum sigur sem var jafnframt þeirra eini sigur í riðlinum fram til þess. Íslensku stelpurnar voru án sigurs fyrir þennan leik og þeirri besti séns á sigri í riðlinum var sennilega í boði hér í dag. Kom svo á daginn að þær nýttu þann séns til hins ýtrasta og unnu leikinn með 10 stigum og þar með einnig innbyrðisviðureignir liðanna. Það var þétt setið í Laugardalshöllinni.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Lið gestanna er ansi hávaxið og íslensku varnarmennirnir áttu á köflum fullt í fangi með að verjast þeim. Baráttan var engu að síður í fyrirrúmi hjá Íslandi og allir að leggja sitt af mörkum varnarmegin, svo að gestirnir náðu aldrei að byggja upp neina forystu til að tala um. Einhverjir höfðu mögulega áhyggjur af að íslensku stelpurnar yrðu bensínlausar, og þá hjálpaði ekki til að nokkrar þeirra lentu í villuvandræðum, ekki síst Hildur Björk Kjartansdóttir, sem hafði farið fyrir vörn liðsins. Hildur Björg Kjartansdóttir í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét En kona kom í konu stað og íslenska liðið hélt uppi góðum tempó allan leikinn og enduðu á að keyra yfir gestina í lok leiks. Munaði þar ekki síst um stjörnuleik Söru Rúnar Hinriksdóttur, sem fór fyrir liðinu í stigaskori og var næst hæst í stoðsendingum einnig. Sanngjarn 10 stiga sigur Íslands niðurstaðan, lokatölur 68-58. Hverjar stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir átti hreint ótrúlegan leik í dag og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Sara Rún var ótrúleg í dag.Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg batt vörnina saman á hinum enda vallarins en liðið var plús 19 þær 24 mínútur sem hún var inni á vellinum. Annars verður að gefa liðinu öllu stórt hrós fyrir frammistöðuna í dag, hver einasti leikmaður sem kom inn á gaf allt sitt í leikinn og niðurstaðan eftir því. Hvað gekk illa? Vítanýting Íslands var skelfileg, og eiginlega hálf ótrúlegt að hún hafi ekki kostað liðið sigurinn, aðeins 9 víti ofan í í 20 tilraunum. Hvað gerist næst? Ísland lyftir sér þá af botni riðilsins, en framundan eru 2 erfiðir leikir gegn Spáni og Ungverjalandi í janúar. Benedikt fundar með liði sínu.Vísir/Hulda Margrét EM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30
Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi, en Rúmenar höfðu þar að lokum sigur sem var jafnframt þeirra eini sigur í riðlinum fram til þess. Íslensku stelpurnar voru án sigurs fyrir þennan leik og þeirri besti séns á sigri í riðlinum var sennilega í boði hér í dag. Kom svo á daginn að þær nýttu þann séns til hins ýtrasta og unnu leikinn með 10 stigum og þar með einnig innbyrðisviðureignir liðanna. Það var þétt setið í Laugardalshöllinni.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Lið gestanna er ansi hávaxið og íslensku varnarmennirnir áttu á köflum fullt í fangi með að verjast þeim. Baráttan var engu að síður í fyrirrúmi hjá Íslandi og allir að leggja sitt af mörkum varnarmegin, svo að gestirnir náðu aldrei að byggja upp neina forystu til að tala um. Einhverjir höfðu mögulega áhyggjur af að íslensku stelpurnar yrðu bensínlausar, og þá hjálpaði ekki til að nokkrar þeirra lentu í villuvandræðum, ekki síst Hildur Björk Kjartansdóttir, sem hafði farið fyrir vörn liðsins. Hildur Björg Kjartansdóttir í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét En kona kom í konu stað og íslenska liðið hélt uppi góðum tempó allan leikinn og enduðu á að keyra yfir gestina í lok leiks. Munaði þar ekki síst um stjörnuleik Söru Rúnar Hinriksdóttur, sem fór fyrir liðinu í stigaskori og var næst hæst í stoðsendingum einnig. Sanngjarn 10 stiga sigur Íslands niðurstaðan, lokatölur 68-58. Hverjar stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir átti hreint ótrúlegan leik í dag og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Sara Rún var ótrúleg í dag.Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg batt vörnina saman á hinum enda vallarins en liðið var plús 19 þær 24 mínútur sem hún var inni á vellinum. Annars verður að gefa liðinu öllu stórt hrós fyrir frammistöðuna í dag, hver einasti leikmaður sem kom inn á gaf allt sitt í leikinn og niðurstaðan eftir því. Hvað gekk illa? Vítanýting Íslands var skelfileg, og eiginlega hálf ótrúlegt að hún hafi ekki kostað liðið sigurinn, aðeins 9 víti ofan í í 20 tilraunum. Hvað gerist næst? Ísland lyftir sér þá af botni riðilsins, en framundan eru 2 erfiðir leikir gegn Spáni og Ungverjalandi í janúar. Benedikt fundar með liði sínu.Vísir/Hulda Margrét
EM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn