Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 10:28 Úkraínsk leyniskytta að störfum í Kherson-héraði. Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir berjast við rússneska hermenn um Kinburn-skaga, sem þykir mjög mikilvægur. AP/Bernat Armangue Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46