Styttum biðlista á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:00 Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun