Öruggir sigrar hjá Svíum og Hollendingum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 18:30 Sænska liðið missti af sæti í undanúrslitum. Vísir/Getty Svíar og Hollendingar unnu örugga sigra í leikjum sínum í lokaumferð milliriðla á Evrópumótinu í handknattleik. Hvorugt liðið á möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira