„Spilltasti útsendarinn“ segir fíkniefnastríðið vera leik Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2022 17:08 AP José Irizarry, sem hefur verið kallaður spilltasti útsendari fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir fíkniefnastríðið óvinnanlegt og þá sem heyja það gjörspillta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ásakanir hans til skoðunar. Irizarry fer á næstunni í alríkisfangelsi en hann hefur verið dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Í aðdraganda þess fór hann í viðtöl við AP fréttaveituna þar sem hann sagði sögu sína. „Fíkniefnastríðið er leikur. Það er mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Irizarry. Hann segir aðra útsendara DEA og saksóknara hafa stolið milljónum dala sem hald var lagt á vegna fíkniefnastríðsins og notað þá peninga til að fjármagna dýran lífstíl og partíhald um heiminn allan. Meðal þess sem Irizarry heldur fram er að hann og aðrir hafi ferðast víða um heiminn í nafni fíkniefnastríðsins og þar hafi þeir skemmt sér konunglega. Ferðirnar hafi snúist um drykkju og stúlkur. Þessa hegðun sagði hann til komna vegna þess að útsendarar DEA um heim allan hafi áttað sig á því að fíkniefnastríðið væri tilgangslaust. Ekkert sem þeir gerðu hefði í raun áhrif á fíkniefnaheiminn. „Við getum ekki unnið óvinnanlegt stríð. DEA veit þetta og útsendararnir vita þetta. Það flæðir svo mikið af fíkniefnum frá Kólumbíu og það er svo mikið af peningum. Við vitum að við skiptum ekki máli,“ sagði Irizarry. The drug war is a game. Disgraced DEA agent Jose Irizarry accuses colleagues of skimming millions from money laundering stings to fund a worldwide joyride of luxury travel, party boats and prostitutes. His claims have now led to a federal investigation. https://t.co/2CRewDAQh4 pic.twitter.com/IQxs7NxiPs— The Associated Press (@AP) November 15, 2022 Í frétt AP segir að Irizarry hafi sagt svipaða sögu í löngum yfirheyrslum hjá starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Fyrrverandi samstarfsmenn hans segja Irizarry ljúga og að hann vilji nota þessar lygar til milda dóm sinn en hann játaði árið 2020 sekt varðandi nítján ákærur sem sneru að spillingu og fjársvikum. Rannsakendur Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa þó á undanförnum mánuðum rannsakað ásakanir Irizarry og tekið viðtöl við nokkra fyrrverandi samstarfsmenn hans og minnst þrjá núverandi og fyrrverandi alríkissaksóknara. Umfang rannsóknarinnar hefur aukist Rannsókn ráðuneytisins beinist helst að samstarfsmönnum Irizarry í fjárþvættisdeild DEA auk nokkurra saksóknara. Einn þeirra var hársbreidd frá því að taka við embætti ríkissaksóknara í Cleveland fyrr á árinu, þegar hann hætti við skömmu áður og sagði það vegna fjölskylduástæðna. AP segir að umfang rannsóknarinnar hafi aukist að undanförnu og á sama tíma hafi ásökunum gegn um 4.600 útsendurum DEA varðandi spillingu og annað fjölgað. Í samtali við blaðamenn segir Irizarry að ákærurnar gegn honum hafi málað hann sem forsprakka einhverskonar ráðabruggs en hann segist ekki hafa verið forsprakkinn og hefur sakað marga fyrrverandi samstarfsfélaga sína um glæpi. Dómarinn sem dæmdi Irizarry í fyrra virtist taka undir ásakanir hans við dómsuppkvaðningu og sagði nauðsynlegt að rannsaka samstarfsmenn hans. Dómarinn sagði að þó Irizarry hafi verið gómaður hafi verið ljóst að hann hefði ekki verið einn að verki. Bent er á í frétt AP að árið 2015 hafi innri endurskoðandi DEA skammað útsendara stofnunarinnar fyrir að taka þátt í kynlífsveislum með vændiskonum sem ráðnar voru af kólumbískum glæpagengjum. Þær ásakanir leiddu til þess að margir sögðu af sér og þar á meðal þáverandi yfirmaður stofnunarinnar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Irizarry fer á næstunni í alríkisfangelsi en hann hefur verið dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Í aðdraganda þess fór hann í viðtöl við AP fréttaveituna þar sem hann sagði sögu sína. „Fíkniefnastríðið er leikur. Það er mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Irizarry. Hann segir aðra útsendara DEA og saksóknara hafa stolið milljónum dala sem hald var lagt á vegna fíkniefnastríðsins og notað þá peninga til að fjármagna dýran lífstíl og partíhald um heiminn allan. Meðal þess sem Irizarry heldur fram er að hann og aðrir hafi ferðast víða um heiminn í nafni fíkniefnastríðsins og þar hafi þeir skemmt sér konunglega. Ferðirnar hafi snúist um drykkju og stúlkur. Þessa hegðun sagði hann til komna vegna þess að útsendarar DEA um heim allan hafi áttað sig á því að fíkniefnastríðið væri tilgangslaust. Ekkert sem þeir gerðu hefði í raun áhrif á fíkniefnaheiminn. „Við getum ekki unnið óvinnanlegt stríð. DEA veit þetta og útsendararnir vita þetta. Það flæðir svo mikið af fíkniefnum frá Kólumbíu og það er svo mikið af peningum. Við vitum að við skiptum ekki máli,“ sagði Irizarry. The drug war is a game. Disgraced DEA agent Jose Irizarry accuses colleagues of skimming millions from money laundering stings to fund a worldwide joyride of luxury travel, party boats and prostitutes. His claims have now led to a federal investigation. https://t.co/2CRewDAQh4 pic.twitter.com/IQxs7NxiPs— The Associated Press (@AP) November 15, 2022 Í frétt AP segir að Irizarry hafi sagt svipaða sögu í löngum yfirheyrslum hjá starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Fyrrverandi samstarfsmenn hans segja Irizarry ljúga og að hann vilji nota þessar lygar til milda dóm sinn en hann játaði árið 2020 sekt varðandi nítján ákærur sem sneru að spillingu og fjársvikum. Rannsakendur Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa þó á undanförnum mánuðum rannsakað ásakanir Irizarry og tekið viðtöl við nokkra fyrrverandi samstarfsmenn hans og minnst þrjá núverandi og fyrrverandi alríkissaksóknara. Umfang rannsóknarinnar hefur aukist Rannsókn ráðuneytisins beinist helst að samstarfsmönnum Irizarry í fjárþvættisdeild DEA auk nokkurra saksóknara. Einn þeirra var hársbreidd frá því að taka við embætti ríkissaksóknara í Cleveland fyrr á árinu, þegar hann hætti við skömmu áður og sagði það vegna fjölskylduástæðna. AP segir að umfang rannsóknarinnar hafi aukist að undanförnu og á sama tíma hafi ásökunum gegn um 4.600 útsendurum DEA varðandi spillingu og annað fjölgað. Í samtali við blaðamenn segir Irizarry að ákærurnar gegn honum hafi málað hann sem forsprakka einhverskonar ráðabruggs en hann segist ekki hafa verið forsprakkinn og hefur sakað marga fyrrverandi samstarfsfélaga sína um glæpi. Dómarinn sem dæmdi Irizarry í fyrra virtist taka undir ásakanir hans við dómsuppkvaðningu og sagði nauðsynlegt að rannsaka samstarfsmenn hans. Dómarinn sagði að þó Irizarry hafi verið gómaður hafi verið ljóst að hann hefði ekki verið einn að verki. Bent er á í frétt AP að árið 2015 hafi innri endurskoðandi DEA skammað útsendara stofnunarinnar fyrir að taka þátt í kynlífsveislum með vændiskonum sem ráðnar voru af kólumbískum glæpagengjum. Þær ásakanir leiddu til þess að margir sögðu af sér og þar á meðal þáverandi yfirmaður stofnunarinnar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira