Segir að eigendunum sé sama um félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2022 22:35 Annar hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar sagði Ronaldo allavega einn hlut sem flest allt stuðningsfólk Man United hefur vitað í fleiri ár. AP Photo/Jon Super Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United. Fyrri hluti viðtalsins birtist í gærkvöld en þá sagði Ronaldo að hann væri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, þjálfara Man United þar sem það væri ljóst að þjálfarinn bæri enga virðingu fyrir honum. Sami þjálfari og lét Ronaldo bera fyrirliðabandið eftir að hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham Hotspur og strunsaði inn í klefa skömmu fyrir leikslok þegar lið hans var að vinna 2-0 sigur. Í kvöld fékk Glazer-fjölskyldan að finna fyrir því. Flest stuðningsfólk Man United hefur lengi vel viljað fjölskylduna á bak og burt þar sem hún hefur skuldsett félagið og hefur aðeins sogið fjármagn úr félaginu ólíkt öðrum eigendum stórliða á Englandi eða víðar um Evrópu. Ronaldo ákvað nú að láta eigendurna, sem samþykktu að borga honum ríflega hálfa milljón punda á viku, heyra það. „Þeim er alveg sama um félagið, þeim er sama um íþróttaina,“ sagði hinn 37 ára gamli Portúgali áður en hann ásakaði Glazer-fjölskylduna um að hugsa eingöngu um hversu vel sé hægt að markaðssetja félagið frekar en að ná árangri inn á vellinum. "The Glazers, they don't care about the club."Cristiano Ronaldo has sensationally blasted Manchester United's American owners.@cristiano | @piersmorgan | @TalkTV | #90MinutesWithRonaldo pic.twitter.com/nNTyHgqvPy— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 Ronaldo áskaði Gary Neville, fyrrum samherja sinn og núverandi sparkspeking, um að gagnrýna sig til að fá athygli. „Það er auðvelt að gagnrýna, ég veit ekki hvort þú verðir að gagnrýna í sjónvarpi til að verða frægari. Ég held þeir nýti sér nafn mitt til að fá meiri athygli. Þeir eru ekki heimskir. Ég er með flesta fylgjendur [e. Followers] í heiminum, það er ekki tilviljun að þeir noti nafn mitt.“ „Fólk getur haft þeirra eigin skoðanir en það veit ekki hvað gengur á, hvorki inn á Carrington [æfingasvæði Man United] eða í einkalífi mínu.“ NEW: Cristiano Ronaldo reveals why be blanked Gary Neville on the pitch and what he really thinks of Wayne Rooney.@cristiano | @GNev2 | @WayneRooney | @piersmorgan | @TalkTV pic.twitter.com/9PtiHWb2ey— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 „Þeir eru ekki vinir mínir,“ sagði Ronaldi jafnframt um fyrrum liðsfélaga sem hafa gagnrýnt hann áður en hann hrósaði Rio Ferdinand og Roy Keane. „Þeir eru góðir náungar. Ekki aðeins af því þeir tala vel um mig heldur voru þeir leikmenn. Þeir vita hvernig leikmenn hugsa og haga sér.“ Fótbolti Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Fyrri hluti viðtalsins birtist í gærkvöld en þá sagði Ronaldo að hann væri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, þjálfara Man United þar sem það væri ljóst að þjálfarinn bæri enga virðingu fyrir honum. Sami þjálfari og lét Ronaldo bera fyrirliðabandið eftir að hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham Hotspur og strunsaði inn í klefa skömmu fyrir leikslok þegar lið hans var að vinna 2-0 sigur. Í kvöld fékk Glazer-fjölskyldan að finna fyrir því. Flest stuðningsfólk Man United hefur lengi vel viljað fjölskylduna á bak og burt þar sem hún hefur skuldsett félagið og hefur aðeins sogið fjármagn úr félaginu ólíkt öðrum eigendum stórliða á Englandi eða víðar um Evrópu. Ronaldo ákvað nú að láta eigendurna, sem samþykktu að borga honum ríflega hálfa milljón punda á viku, heyra það. „Þeim er alveg sama um félagið, þeim er sama um íþróttaina,“ sagði hinn 37 ára gamli Portúgali áður en hann ásakaði Glazer-fjölskylduna um að hugsa eingöngu um hversu vel sé hægt að markaðssetja félagið frekar en að ná árangri inn á vellinum. "The Glazers, they don't care about the club."Cristiano Ronaldo has sensationally blasted Manchester United's American owners.@cristiano | @piersmorgan | @TalkTV | #90MinutesWithRonaldo pic.twitter.com/nNTyHgqvPy— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 Ronaldo áskaði Gary Neville, fyrrum samherja sinn og núverandi sparkspeking, um að gagnrýna sig til að fá athygli. „Það er auðvelt að gagnrýna, ég veit ekki hvort þú verðir að gagnrýna í sjónvarpi til að verða frægari. Ég held þeir nýti sér nafn mitt til að fá meiri athygli. Þeir eru ekki heimskir. Ég er með flesta fylgjendur [e. Followers] í heiminum, það er ekki tilviljun að þeir noti nafn mitt.“ „Fólk getur haft þeirra eigin skoðanir en það veit ekki hvað gengur á, hvorki inn á Carrington [æfingasvæði Man United] eða í einkalífi mínu.“ NEW: Cristiano Ronaldo reveals why be blanked Gary Neville on the pitch and what he really thinks of Wayne Rooney.@cristiano | @GNev2 | @WayneRooney | @piersmorgan | @TalkTV pic.twitter.com/9PtiHWb2ey— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 „Þeir eru ekki vinir mínir,“ sagði Ronaldi jafnframt um fyrrum liðsfélaga sem hafa gagnrýnt hann áður en hann hrósaði Rio Ferdinand og Roy Keane. „Þeir eru góðir náungar. Ekki aðeins af því þeir tala vel um mig heldur voru þeir leikmenn. Þeir vita hvernig leikmenn hugsa og haga sér.“
Fótbolti Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01
Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31
Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30
Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31
Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti