„Stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 12:31 Baldur Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning þess efnis að starfa áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari næstu árin. vísir/Arnar Eftir að hafa verið einum sigri frá því að gera Tindastól að Íslandsmeistara í körfubolta í fyrsta sinn söðlaði Baldur Þór Ragnarsson um í sumar og tók til starfa hjá þýska stórliðinu Ratiopharm Ulm. Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira