Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort – vörumst netsvik Heiðrún Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun