Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjölskyldumál Alþingi Félagsmál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun