Kross 7. umferðar: Lukku Luka og hafnfirsk hryllingsmynd á Hrekkjavöku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2022 11:01 Ekkert gengur hjá Haukum þessa dagana. vísir/hulda margrét Sjöunda umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í vikunni. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Fram var tíu mörkum yfir í hálfleik gegn Haukum og styrkti stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með sigri á Ásvöllum, FH vann gríðarlega sterkan sigur í Eyjum, Afturelding vann fjórða leik sinn í röð og Selfoss þann þriðja og KA og Stjarnan skildu jöfn fyrir norðan. Umfjöllun og viðtöl úr 7. umferð Olís-deildar karla ÍBV 28-29 FH Hörður 29-36 Afturelding ÍR 26-35 Selfoss Haukar 32-34 Fram KA 29-29 Stjarnan Góð umferð fyrir ... Luka Vukicevic átti stórkostlegan fyrri hálfleik á Ásvöllum.vísir/hulda margrét Luka Vukicevic „Hann er skjótari en skugginn að skjóta,“ segir í laginu um Lukku Láka. En það er ekki bara hugarsmíð Morris sem er skotfljótur heldur einnig næstum því nafni hans í handboltaliði Fram. (Þessi var kannski smá langsóttur en ekki algalinn.) Luka átti allavega magnaðan fyrri hálfleik þegar Fram vann Hauka á Ásvöllum. Svartfellingurinn fór þá hamförum og skoraði níu af tíu mörkum sínum. Fyrir tímabilið höfðu flestir meiri áhyggjur af Luka en Marko Coric en þær áhyggjur hafa reynst innistæðulausar. Hann hefur verið snöggur að aðlagast íslenska boltanum og verður betri með hverri umferðinni. Og Haukar fengu svo sannarlega að finna fyrir því á mánudaginn. Einar Braga Aðalsteinsson Sá elskar að spila í Eyjum! Í fyrra skoraði Einar Bragi sextán mörk þegar HK náði óvæntu jafntefli við ÍBV. Hann skilaði ekki alveg sömu tölum þegar FH sótti sigur til Eyja á sunnudaginn en var samt frábær. Einar Bragi skoraði sex mörk og var markahæstur FH-inga ásamt nafna sínum, Erni Sindrasyni, sem var framúrskarandi góður í seinni hálfleik. Einar Bragi hefur fengið fleiri tækifæri í sókninni í síðustu leikjum og nýtt þau vel. Þá er hann alltaf að verða öflugri og öflugri í vörn FH. Þáttur hans í góðu gengi Hafnfirðinga að undanförnu er risastór. Árna Braga Eyjólfsson Mosfellingurinn hefur verið nokkuð spakur það sem af er tímabili og sérstaklega í markaskorun. En það breyttist þegar Afturelding mætti vestur á Ísafjörð. Fjallaloftið virtist gera Árna Braga gott því hann skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum og var markahæstur á vellinum. Eftir leikinn var Árni Bragi hógvær en hrósaði umgjörðinni á Ísafirði og stuðningsmönnum Harðar og vert er að taka undir þau orð. En burtséð frá því er Árni Bragi kominn í gang. Og það veit á gott fyrir Mosfellinga sem hafa klifið upp töfluna eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Slæm umferð fyrir ... Rúnar Sigtryggsson hefur um nóg að hugsa þessi dægrin.vísir/hulda margrét Hauka Flestir héldu eflaust að Haukar gætu ekki sokkið dýpra en þeir gerðu í tapinu ótrúlega fyrir ÍR-ingum en Hafnfirðingar áttu nóg inni. En frammistaða Hauka í fyrri hálfleiknum gegn Fram var verri en nokkurn óraði fyrir. Þetta var hafnfirsk hryllingsmynd á Hrekkjavökunni. Haukar voru heilum tíu mörkum undir í hálfleik, 12-22. Þeir sýndu lit í seinni hálfleik, enda ekki annað hægt. Haukar hleyptu spennu í leikinn undir lokin en munurinn reyndist of mikill og tap á heimavelli niðurstaðan. Eyjamenn Eftir að hafa unnið fyrstu þrjá heimaleiki sína og skorað samtals 122 mörk í þeim tapaði ÍBV í fyrsta sinn á heimavelli fyrir FH. Þetta var jafnframt fyrsta tap Eyjamanna fyrir FH-ingum í Eyjum frá því í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2018. Í hálfleik benti ekkert til þess því ÍBV var fjórum mörkum yfir og með góð tök á leiknum. En heimamenn slepptu þeim í seinni hálfleik og fyrir utan Rúnar Kárason og Kára Kristján Kristjánsson fundu sóknarmenn ÍBV sig ekki. FH sýndi styrk á lokakaflanum og landaði góðum sigri. Eyjamenn hafa því tapað síðustu tveimur leikjum sínum og útlitið er ekki alveg jafn bjart og það var fyrir bara nokkrum dögum. Stjörnumenn Væntingarnar til Stjörnunnar voru nokkuð miklar fyrir tímabilið og ekki minnkuðu þær eftir flottan sigur í Kaplakrika í 1. umferð Olís-deildarinnar. En síðan þá hefur Stjarnan bara unnið einn leik, og það ósannfærandi gegn Herði. Það stefndi allt í annan sigurinn á Akureyri í gær enda voru Garðbæingar sex mörkum yfir í hálfleik og með sjö marka forskot þegar níu mínútur voru búnar af seinni hálfleik. En KA-menn unnu muninn upp, jöfnuðu og komust tveimur mörkum yfir. En Stjörnumenn tryggðu sér annað stigið með því að skora þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. Eitt stig er samt frekar rýr niðurstaða og Patrekur Jóhannesson hlýtur að hafa áhyggjur af stöðu mála hjá Stjörnunni sinni. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Hvað er langt síðan Haukar litu svona illa út? Eftir sjö leiki eru þeir með fimm stig og í 8. sæti deildarinnar. Hafnfirðingar hafa tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið leik síðan þeir mörðu Selfyssinga í 3. umferð 22. september. Haukar hafa verið lengi í gang í leikjum sínum í vetur og Rúnar Sigtryggson, þjálfari liðsins, þarf oft að taka leikhlé rétt eftir að leikurinn er byrjaður. Gegn Fram var hann búinn að taka tvö leikhlé á fyrstu ellefu mínútum leiksins. Vörn Hauka var sérstaklega ömurleg í fyrri hálfleiknum og leikmenn liðsins voru ragir í sókninni. Það eina jákvæða við leikinn gegn Fram var frammistaða Geirs Guðmundssonar sem skoraði sjö mörk eftir að hann kom inn á. En fleiri voru plúsarnir ekki. Hjálparhönd umferðarinnar Jóhann Gunnar Einarsson er með fyndnari mönnum. Hann er líka hjálpsamur og sýndi þá hlið á sér í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þá sendi hann stigalausum Harðarmönnum skilaboð og það á ensku svo allir í fjölþjóðlegum leikmannahópi Ísfirðinga myndu skilja. Ræða Jóhanns Gunnars hófst á hinum fleygu orðum „Dear Hardmen“ en hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Besti ungi leikmaðurinn FH-ingurinn Einar Örn Sindrason átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum gegn ÍBV og virkaði hálf smeykur við Eyjavörnina. En sá reis upp í seinni hálfleik. Einar Örn stýrði sóknarleik FH með glæsibrag og skoraði öll sex mörkin sín í seinni hálfleiknum. Auk þess gaf hann fimm stoðsendingar og þrjár sendingar sem gáfu víti. Einar Örn varð að standa sig og var ekki með neina varatryggingu þar sem Ásbjörn Friðriksson var meiddur en hann stóðst prófið með glans. Tölfræði sem stakk í augun Fram var ekkert með sérstaka nýtingu í skotum fyrir utan gegn Haukum (42 prósent). En gestirnir úr Úlfarsárdalnum nýttu 23 af 25 skotum sínum annars staðar á vellinum; af línu, úr hornum, vítum, gegnumbrotum og hraðaupphlaupum. Það gerir 92 prósent nýtingu sem er framúrskarandi gott. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Rúnar Kárason (ÍBV) - 10,0 Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) - 10,0 Ísak Gústafsson (Selfoss) - 9,25 Luka Vukicevic (Fram) - 8,84 Hergeir Grímsson (Stjarnan) - 8,80 Olís-deild karla Tengdar fréttir Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka. 2. nóvember 2022 18:45 Sendi leikmönnum Harðar sérstök skilaboð í síðasta Seinni bylgju þætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, hafði áhyggjur af Harðarmönnum og að leikmenn liðsins skildu ekki ráðleggingarnar frá Seinni bylgju mönnum. 2. nóvember 2022 12:31 Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. 1. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Fram var tíu mörkum yfir í hálfleik gegn Haukum og styrkti stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með sigri á Ásvöllum, FH vann gríðarlega sterkan sigur í Eyjum, Afturelding vann fjórða leik sinn í röð og Selfoss þann þriðja og KA og Stjarnan skildu jöfn fyrir norðan. Umfjöllun og viðtöl úr 7. umferð Olís-deildar karla ÍBV 28-29 FH Hörður 29-36 Afturelding ÍR 26-35 Selfoss Haukar 32-34 Fram KA 29-29 Stjarnan Góð umferð fyrir ... Luka Vukicevic átti stórkostlegan fyrri hálfleik á Ásvöllum.vísir/hulda margrét Luka Vukicevic „Hann er skjótari en skugginn að skjóta,“ segir í laginu um Lukku Láka. En það er ekki bara hugarsmíð Morris sem er skotfljótur heldur einnig næstum því nafni hans í handboltaliði Fram. (Þessi var kannski smá langsóttur en ekki algalinn.) Luka átti allavega magnaðan fyrri hálfleik þegar Fram vann Hauka á Ásvöllum. Svartfellingurinn fór þá hamförum og skoraði níu af tíu mörkum sínum. Fyrir tímabilið höfðu flestir meiri áhyggjur af Luka en Marko Coric en þær áhyggjur hafa reynst innistæðulausar. Hann hefur verið snöggur að aðlagast íslenska boltanum og verður betri með hverri umferðinni. Og Haukar fengu svo sannarlega að finna fyrir því á mánudaginn. Einar Braga Aðalsteinsson Sá elskar að spila í Eyjum! Í fyrra skoraði Einar Bragi sextán mörk þegar HK náði óvæntu jafntefli við ÍBV. Hann skilaði ekki alveg sömu tölum þegar FH sótti sigur til Eyja á sunnudaginn en var samt frábær. Einar Bragi skoraði sex mörk og var markahæstur FH-inga ásamt nafna sínum, Erni Sindrasyni, sem var framúrskarandi góður í seinni hálfleik. Einar Bragi hefur fengið fleiri tækifæri í sókninni í síðustu leikjum og nýtt þau vel. Þá er hann alltaf að verða öflugri og öflugri í vörn FH. Þáttur hans í góðu gengi Hafnfirðinga að undanförnu er risastór. Árna Braga Eyjólfsson Mosfellingurinn hefur verið nokkuð spakur það sem af er tímabili og sérstaklega í markaskorun. En það breyttist þegar Afturelding mætti vestur á Ísafjörð. Fjallaloftið virtist gera Árna Braga gott því hann skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum og var markahæstur á vellinum. Eftir leikinn var Árni Bragi hógvær en hrósaði umgjörðinni á Ísafirði og stuðningsmönnum Harðar og vert er að taka undir þau orð. En burtséð frá því er Árni Bragi kominn í gang. Og það veit á gott fyrir Mosfellinga sem hafa klifið upp töfluna eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Slæm umferð fyrir ... Rúnar Sigtryggsson hefur um nóg að hugsa þessi dægrin.vísir/hulda margrét Hauka Flestir héldu eflaust að Haukar gætu ekki sokkið dýpra en þeir gerðu í tapinu ótrúlega fyrir ÍR-ingum en Hafnfirðingar áttu nóg inni. En frammistaða Hauka í fyrri hálfleiknum gegn Fram var verri en nokkurn óraði fyrir. Þetta var hafnfirsk hryllingsmynd á Hrekkjavökunni. Haukar voru heilum tíu mörkum undir í hálfleik, 12-22. Þeir sýndu lit í seinni hálfleik, enda ekki annað hægt. Haukar hleyptu spennu í leikinn undir lokin en munurinn reyndist of mikill og tap á heimavelli niðurstaðan. Eyjamenn Eftir að hafa unnið fyrstu þrjá heimaleiki sína og skorað samtals 122 mörk í þeim tapaði ÍBV í fyrsta sinn á heimavelli fyrir FH. Þetta var jafnframt fyrsta tap Eyjamanna fyrir FH-ingum í Eyjum frá því í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2018. Í hálfleik benti ekkert til þess því ÍBV var fjórum mörkum yfir og með góð tök á leiknum. En heimamenn slepptu þeim í seinni hálfleik og fyrir utan Rúnar Kárason og Kára Kristján Kristjánsson fundu sóknarmenn ÍBV sig ekki. FH sýndi styrk á lokakaflanum og landaði góðum sigri. Eyjamenn hafa því tapað síðustu tveimur leikjum sínum og útlitið er ekki alveg jafn bjart og það var fyrir bara nokkrum dögum. Stjörnumenn Væntingarnar til Stjörnunnar voru nokkuð miklar fyrir tímabilið og ekki minnkuðu þær eftir flottan sigur í Kaplakrika í 1. umferð Olís-deildarinnar. En síðan þá hefur Stjarnan bara unnið einn leik, og það ósannfærandi gegn Herði. Það stefndi allt í annan sigurinn á Akureyri í gær enda voru Garðbæingar sex mörkum yfir í hálfleik og með sjö marka forskot þegar níu mínútur voru búnar af seinni hálfleik. En KA-menn unnu muninn upp, jöfnuðu og komust tveimur mörkum yfir. En Stjörnumenn tryggðu sér annað stigið með því að skora þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. Eitt stig er samt frekar rýr niðurstaða og Patrekur Jóhannesson hlýtur að hafa áhyggjur af stöðu mála hjá Stjörnunni sinni. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Hvað er langt síðan Haukar litu svona illa út? Eftir sjö leiki eru þeir með fimm stig og í 8. sæti deildarinnar. Hafnfirðingar hafa tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið leik síðan þeir mörðu Selfyssinga í 3. umferð 22. september. Haukar hafa verið lengi í gang í leikjum sínum í vetur og Rúnar Sigtryggson, þjálfari liðsins, þarf oft að taka leikhlé rétt eftir að leikurinn er byrjaður. Gegn Fram var hann búinn að taka tvö leikhlé á fyrstu ellefu mínútum leiksins. Vörn Hauka var sérstaklega ömurleg í fyrri hálfleiknum og leikmenn liðsins voru ragir í sókninni. Það eina jákvæða við leikinn gegn Fram var frammistaða Geirs Guðmundssonar sem skoraði sjö mörk eftir að hann kom inn á. En fleiri voru plúsarnir ekki. Hjálparhönd umferðarinnar Jóhann Gunnar Einarsson er með fyndnari mönnum. Hann er líka hjálpsamur og sýndi þá hlið á sér í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þá sendi hann stigalausum Harðarmönnum skilaboð og það á ensku svo allir í fjölþjóðlegum leikmannahópi Ísfirðinga myndu skilja. Ræða Jóhanns Gunnars hófst á hinum fleygu orðum „Dear Hardmen“ en hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Besti ungi leikmaðurinn FH-ingurinn Einar Örn Sindrason átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum gegn ÍBV og virkaði hálf smeykur við Eyjavörnina. En sá reis upp í seinni hálfleik. Einar Örn stýrði sóknarleik FH með glæsibrag og skoraði öll sex mörkin sín í seinni hálfleiknum. Auk þess gaf hann fimm stoðsendingar og þrjár sendingar sem gáfu víti. Einar Örn varð að standa sig og var ekki með neina varatryggingu þar sem Ásbjörn Friðriksson var meiddur en hann stóðst prófið með glans. Tölfræði sem stakk í augun Fram var ekkert með sérstaka nýtingu í skotum fyrir utan gegn Haukum (42 prósent). En gestirnir úr Úlfarsárdalnum nýttu 23 af 25 skotum sínum annars staðar á vellinum; af línu, úr hornum, vítum, gegnumbrotum og hraðaupphlaupum. Það gerir 92 prósent nýtingu sem er framúrskarandi gott. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Rúnar Kárason (ÍBV) - 10,0 Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) - 10,0 Ísak Gústafsson (Selfoss) - 9,25 Luka Vukicevic (Fram) - 8,84 Hergeir Grímsson (Stjarnan) - 8,80
Olís-deild karla Tengdar fréttir Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka. 2. nóvember 2022 18:45 Sendi leikmönnum Harðar sérstök skilaboð í síðasta Seinni bylgju þætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, hafði áhyggjur af Harðarmönnum og að leikmenn liðsins skildu ekki ráðleggingarnar frá Seinni bylgju mönnum. 2. nóvember 2022 12:31 Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. 1. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka. 2. nóvember 2022 18:45
Sendi leikmönnum Harðar sérstök skilaboð í síðasta Seinni bylgju þætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, hafði áhyggjur af Harðarmönnum og að leikmenn liðsins skildu ekki ráðleggingarnar frá Seinni bylgju mönnum. 2. nóvember 2022 12:31
Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. 1. nóvember 2022 12:31