Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 15:18 Benjamín Netanjahú ásamt eiginkonu sinni, Söru, á kosningavöku í nótt. Getty/Amir Levy Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984. Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984.
Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13
Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04