Vill breyta mjög ljótri lífsreynslu í eitthvað fallegt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 09:53 Salka Valsdóttir notast við listamannsnafnið neonme. Hún var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I Remember sem fjallar um erfiða lífsreynslu. Stilla úr myndbandi Tónlistarkonan neonme heitir réttu nafni Salka Valsdóttir og hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Það er stór dagur í dag hjá neonme, sem var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I remember sem hún frumsýnir hér á Lífinu á Vísi. Hún mun jafnframt spila sitt fyrsta sóló gigg í kvöld. Hér má sjá myndbandið: If I remember er önnur smáskífa neonme af tilvonandi plötu hennar premiere. Myndbandið var unnið í samstarfi við Blair Alexander, kærasta Sölku og er það metnaðarfyllsta sem Salka hefur tekið sér fyrir hendur hingað til. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku eða neonme og fékk að heyra nánar frá þessu persónulega ferli að baki laginu. Stilla úr myndbandi Að breyta einhverju mjög ljótu í eitthvað fallegt „Ég skrifaði lagið If I remember á seinasta ári eftir að hafa upplifað líkamlega triggera í fyrsta skipti vegna hrottalegs kynferðisofbeldis sem ég var beitt sem ung kona. Áður en að triggerarnir komu upp hafði ég bælt viðburðinn gífurlega og nánast ekki sagt neinum frá svo þetta var verulegt áfall líkamlega og andlega þegar þetta bankaði allt í einu upp á og minnti á sig,“ segir Salka. Það sem henni þótti mjög sérstakt var að mikið af minningunum sem komu upp um ofbeldið á þessum tíma voru fallegar. „Ég mundi eftir góðri lykt af gróðri, birtunni sem skein inn um gluggann, hvernig sólsetrið var, hvað trén voru falleg og svo framvegis. Ég held að þetta hafi verið tilraun til þess að bæla niður sársaukan sem fylgdi ofbeldinu, nánast eins og að ef ég gæti beint allri athyglinni minni að því sem var fallegt við þetta kvöld þá þyrfti ég ekki að horfast í augu við það ljóta. Lagið varð því nokkurs konar tilraun til þess að horfast í augu við þennan hluta af sjálfri mér og breyta einhverju mjög ljótu í eitthvað fallegt.“ View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Fantasíu veröld Salka og Blair Alexander voru með ákveðna sýn í huga fyrir myndbandið. „Okkur langaði að skapa heim sem væri mjög persónulegur og virkaði eins og innsýn inn í hugarheim flytjandans. Myndbandið er aðeins ein taka eða one take og tvær mínútur og fimmtán sekúndur, en á þessum stutta tíma ferðumst við í gegnum ólíkar árstíðir og mjög ólíkar tilfinningar. Til þess að skapa þennan heim fengum við Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahönnuð og mömmu mína til þess að breyta heimili mínu í fantasíu veröld. Hún umturnaði húsinu með yfir 40 gervi plöntum, 100 kílóum af gervi snjó og alls kyns glingri og gersemum. Niðurstaðan er mögnuð finnst mér, þótt ég segi sjálf frá, og er ég virkilega stolt af myndbandinu.“ View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) „Mikil tónlistarveisla“ Salka er sem áður segir að spila sitt fyrsta sóló gigg í dag og hlakkar hún mikið til. „Ég er virkilega spennt fyrir því að spila þessa tónlist fyrir framan áhorfendur. Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vön að gera á sviði þar sem tónlistin krefst mun meiri berskjöldunar en tónlist Reykjavíkurdætra og CYBER. Ég er vön því að vera í frekar miklum karakter á sviði en í þessu verkefni þýðir það ekkert. Einlægnin er eiginlega eina rökrétta nálgunin á þessa tónlist og það getur verið mjög krefjandi að leyfa sér að vera einlægur fyrir framan fullan sal af fólki. Ég er líka í fyrsta sinn að hljómsveitarstýra og er með sturlaða hljóðfæraleikara með mér á sviði. Þau eru Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr. Silla, á gítar og bakröddum, Tumi Árnason á saxófón og Bridget Ferril á hörpu.“ Þegar Salka kemur fram sem neonme segir hún ekki þýða að fara í karakter og þarf að leyfa einlægninni að skína.Stilla úr myndbandi Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld klukkan 21:10. „Húsið opnar klukkan 20:00 og verða viðburðir alveg til klukkan 01:00. Aðrir sem spila á tónleikunum eru JFDR, Sóley, Sin Fang, Kónguló og margir fleiri svo þetta verður algjör tónlistarveisla,“ segir Salka að lokum. Tónlist Airwaves Menning Tengdar fréttir Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. 23. júní 2022 11:29 Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30. 22. júní 2022 20:01 „Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. 21. október 2022 09:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: If I remember er önnur smáskífa neonme af tilvonandi plötu hennar premiere. Myndbandið var unnið í samstarfi við Blair Alexander, kærasta Sölku og er það metnaðarfyllsta sem Salka hefur tekið sér fyrir hendur hingað til. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku eða neonme og fékk að heyra nánar frá þessu persónulega ferli að baki laginu. Stilla úr myndbandi Að breyta einhverju mjög ljótu í eitthvað fallegt „Ég skrifaði lagið If I remember á seinasta ári eftir að hafa upplifað líkamlega triggera í fyrsta skipti vegna hrottalegs kynferðisofbeldis sem ég var beitt sem ung kona. Áður en að triggerarnir komu upp hafði ég bælt viðburðinn gífurlega og nánast ekki sagt neinum frá svo þetta var verulegt áfall líkamlega og andlega þegar þetta bankaði allt í einu upp á og minnti á sig,“ segir Salka. Það sem henni þótti mjög sérstakt var að mikið af minningunum sem komu upp um ofbeldið á þessum tíma voru fallegar. „Ég mundi eftir góðri lykt af gróðri, birtunni sem skein inn um gluggann, hvernig sólsetrið var, hvað trén voru falleg og svo framvegis. Ég held að þetta hafi verið tilraun til þess að bæla niður sársaukan sem fylgdi ofbeldinu, nánast eins og að ef ég gæti beint allri athyglinni minni að því sem var fallegt við þetta kvöld þá þyrfti ég ekki að horfast í augu við það ljóta. Lagið varð því nokkurs konar tilraun til þess að horfast í augu við þennan hluta af sjálfri mér og breyta einhverju mjög ljótu í eitthvað fallegt.“ View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Fantasíu veröld Salka og Blair Alexander voru með ákveðna sýn í huga fyrir myndbandið. „Okkur langaði að skapa heim sem væri mjög persónulegur og virkaði eins og innsýn inn í hugarheim flytjandans. Myndbandið er aðeins ein taka eða one take og tvær mínútur og fimmtán sekúndur, en á þessum stutta tíma ferðumst við í gegnum ólíkar árstíðir og mjög ólíkar tilfinningar. Til þess að skapa þennan heim fengum við Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahönnuð og mömmu mína til þess að breyta heimili mínu í fantasíu veröld. Hún umturnaði húsinu með yfir 40 gervi plöntum, 100 kílóum af gervi snjó og alls kyns glingri og gersemum. Niðurstaðan er mögnuð finnst mér, þótt ég segi sjálf frá, og er ég virkilega stolt af myndbandinu.“ View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) „Mikil tónlistarveisla“ Salka er sem áður segir að spila sitt fyrsta sóló gigg í dag og hlakkar hún mikið til. „Ég er virkilega spennt fyrir því að spila þessa tónlist fyrir framan áhorfendur. Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vön að gera á sviði þar sem tónlistin krefst mun meiri berskjöldunar en tónlist Reykjavíkurdætra og CYBER. Ég er vön því að vera í frekar miklum karakter á sviði en í þessu verkefni þýðir það ekkert. Einlægnin er eiginlega eina rökrétta nálgunin á þessa tónlist og það getur verið mjög krefjandi að leyfa sér að vera einlægur fyrir framan fullan sal af fólki. Ég er líka í fyrsta sinn að hljómsveitarstýra og er með sturlaða hljóðfæraleikara með mér á sviði. Þau eru Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr. Silla, á gítar og bakröddum, Tumi Árnason á saxófón og Bridget Ferril á hörpu.“ Þegar Salka kemur fram sem neonme segir hún ekki þýða að fara í karakter og þarf að leyfa einlægninni að skína.Stilla úr myndbandi Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld klukkan 21:10. „Húsið opnar klukkan 20:00 og verða viðburðir alveg til klukkan 01:00. Aðrir sem spila á tónleikunum eru JFDR, Sóley, Sin Fang, Kónguló og margir fleiri svo þetta verður algjör tónlistarveisla,“ segir Salka að lokum.
Tónlist Airwaves Menning Tengdar fréttir Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. 23. júní 2022 11:29 Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30. 22. júní 2022 20:01 „Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. 21. október 2022 09:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. 23. júní 2022 11:29
Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30. 22. júní 2022 20:01
„Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. 21. október 2022 09:31