Musk sagður íhuga að rukka notendur 20 dollara á mánuði fyrir vottun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 11:07 Musk er nú eini eigandi og „yfirtístari“ Twitter. Getty/Nur Photo/Jakub Porzycki Elon Musk er nú sagður íhuga að rukka Twitter-notendur um 20 Bandaríkjadali á mánuði fyrir vottun þess efnis að þeir séu raunverulega þeir sem þeir segjast vera. Auðkennda notendur má þekkja á bláu merki við nafn þeirra á Twitter. Samkvæmt miðlinum Platformer er til skoðunar að gera breytingar á Blue-áskriftarleið miðilsins en áskrifendur hafa hingað til verið rukkaðir um 4,99 dollara á mánuði. Nú stendur til að hækka gjaldið í 19,99 dollara og munu áskrifendur hafa 90 daga til að ákveða hvort þeir vilja vera með eða ekki. Ef þeir kjósa að greiða ekki samkvæmt hækkaðri gjaldskrá, missa þeir litla bláa merkið. Í raun er um að ræða nokkuð snjalla leið til að auka tekjur Twitter, sem Musk þarf að gera til að geta greitt skuldir félagsins sem nú er alfarið í hans eigu. Flestir þeirra sem eru auðkenndir eru þekktir einstaklingar; stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur, svo dæmi séu tekin. Þá er fjöldi opinberra embætta og stofnana út um allan heim vottaður. Flestir þessara einstaklinga og aðila hafa væntanlega fjárhagslegt ráðrúm til að greiða hið hækkaða gjald. Musk hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en tísti um helgina að allt vottunarferlið væri í endurskoðun. Þá vakti hann athygli á Twitter-könnun í dag, þar sem notendur voru spurðir að því hversu mikið þeir væru reiðubúnir til að greiða fyrir auðkenningu. Áður hefur verið greint frá því að til standi að gera vottunarkerfið einfaldara, þannig að fleiri geti sótt um og fengið staðfest að þeir eigi raunverulega umræddan aðgang. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira
Samkvæmt miðlinum Platformer er til skoðunar að gera breytingar á Blue-áskriftarleið miðilsins en áskrifendur hafa hingað til verið rukkaðir um 4,99 dollara á mánuði. Nú stendur til að hækka gjaldið í 19,99 dollara og munu áskrifendur hafa 90 daga til að ákveða hvort þeir vilja vera með eða ekki. Ef þeir kjósa að greiða ekki samkvæmt hækkaðri gjaldskrá, missa þeir litla bláa merkið. Í raun er um að ræða nokkuð snjalla leið til að auka tekjur Twitter, sem Musk þarf að gera til að geta greitt skuldir félagsins sem nú er alfarið í hans eigu. Flestir þeirra sem eru auðkenndir eru þekktir einstaklingar; stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur, svo dæmi séu tekin. Þá er fjöldi opinberra embætta og stofnana út um allan heim vottaður. Flestir þessara einstaklinga og aðila hafa væntanlega fjárhagslegt ráðrúm til að greiða hið hækkaða gjald. Musk hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en tísti um helgina að allt vottunarferlið væri í endurskoðun. Þá vakti hann athygli á Twitter-könnun í dag, þar sem notendur voru spurðir að því hversu mikið þeir væru reiðubúnir til að greiða fyrir auðkenningu. Áður hefur verið greint frá því að til standi að gera vottunarkerfið einfaldara, þannig að fleiri geti sótt um og fengið staðfest að þeir eigi raunverulega umræddan aðgang.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira