Átt þú boð í krabbameinsskimun og ert alltaf á leiðinni en lætur ekki verða af því? Sigrún Elva Einarsdóttir og Álfheiður Haraldsdóttir skrifa 28. október 2022 07:00 Ert þú ein af þeim konum sem fær boð í skimun og ert alltaf alveg að fara en frestar því svo aftur og aftur? Það var raunin hjá Ásdísi Ingólfsdóttur sem segir sögu sína í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Ásdís greindist með brjóstakrabbamein árið 2002 og aftur árið 2007. Hún hafði fengið boð í skimun, áminningarmiðinn var alltaf fyrir augunum á henni, hún alltaf á leiðinni að panta tíma en ýtti því alltaf til hliðar. Áður en hún kom því í verk að panta tíma fann hún hinsvegar sjálf hnút í öðru brjóstinu, dreif sig af stað og greindist í kjölfarið með brjóstakrabbamein. Krabbamein eru á misjöfnu stigi, eftir því hversu langt á veg þau eru komin þegar þau greinast. Því lægra sem stigið er þegar krabbameinið greinist því betri líkur eru á góðum árangri af meðferð. Skimun fyrir krabbameinum gerir kleift að finna mein áður en þau eru komin á það stig að þau valdi nokkrum einkennum. Einstaklingarnir finna ekki út frá eigin líðan að neitt sé að, líkt og var með Ásdísi þegar hún greindist í annað sinn. Þá hafði hún ekki fundið fyrir neinum einkennum en eftirlitsmyndataka leiddi í ljós krabbamein í hinu brjóstinu, af annarri gerð en í fyrra skiptið. Skimanir bjarga lífum Á hverju ári kemur leghálsskimun í veg fyrir að fjölmörg krabbamein í leghálsi nái að myndast, því með henni er hægt að hindra meinmyndun með því að grípa inn í ef forstigsbreytinga verður vart. Í skimunum fyrir bæði brjósta- og leghálskrabbameinum finnast krabbamein sem eru skammt á veg komin sem gefur færi á að grípa snemma inn í með meðferð. Skimanir bjarga þannig lífi fjölda kvenna ár hvert en árangurinn gæti þó verið enn betri því þúsundir boðaðra kvenna mæta ekki í skimanir. Yfirstandandi rannsókn á vegum Krabbameinsfélagsins á brjóstaskimunum sýnir að einungis um það bil 60% kvenna búsettra á Íslandi taka þátt í brjóstaskimun og þetta hlutfall hefur verið um það bil 70% í leghálsskimun. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna, sem við berum okkur gjarnan saman við, sést að þátttaka okkar er svipuð í leghálsskimunum en við erum eftirbátar þegar kemur að brjóstaskimunum, þar sem þátttakan í löndunum í kringum okkur er yfirleitt um 80% . Hér er því sannarlega hægt að ná betri árangri. Engu að síður er mikilvægtað nefna að þátttaka í skimun er ekki trygging gegn krabbameinum og stundum finnast ekki mein í skimun sem þó eru til staðar. Konur meta skimanir mikilvægar en margar mæta of sjaldan eða aldrei Þegar til stóð að leggja niður reglubundnar skimanir fyrir brjóstakrabbameini hjá 40 – 49 ára konum brugðust konur í landinu mjög sterkt við og sýndu ótvírætt í verki að þær meta krabbameinsskimun sem mjög mikilvæga þjónustu. Hvað veldur því þá að þátttakan er ekki betri en raunin er? Er það vegna þess að konur sem ekki mæta í skimun geri sér ekki grein fyrir mikilvægi hennar og þeirri staðreynd að á ári hverju bjarga skimanir, bæði fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum, lífi fjölda kvenna? Eða er ástæðan, líkt og kom fram í könnun Krabbameinsfélagsins frá 2019, fyrst og fremst framtaksleysi, sem konur nefndu sem helstu ástæðu þess að þær höfðu ekki mætti í krabbameinsskimun. Aðrar algengar ástæður voru tímaskortur, hræðsla við greiningu, hræðsla við sársauka og gjaldtaka. Þegar spurt var um hvaða þættir skiptu mestu máli varðandi þátttöku í skimun svöruðu tæp 30% að mikilvægast væri að skimunin væri gjaldfrjáls. Það borgar sig að mæta í skimun Þegar horft er til kostnaðarins eru góðu fréttirnar þær að gjald fyrir leghálsskimun hefur lækkað umtalsvert og er nú 500 krónur hjá Heilsugæslunni. Kostnaður við brjóstaskimun er hinsvegar ennþá rúmar 5000 krónur. Á flestum hinum Norðurlöndunum er skimun hins vegar gjaldfrjáls. Vert er að rifja upp að árið 2019 bauð Krabbameinsfélagið þeim konum sem boðið var í krabbameinsskimun í fyrsta sinn að fá þjónustuna endurgjaldslaust og hafði það greinileg áhrif, þátttakan jókst umtalsvert í þeim hópi. Kostnaðurinn skiptir máli. Skimun er mikilvægt lýðheilsumál Skimun hefur ekki einungis þýðingu fyrir hverja þá konu sem tekur þátt í henni. Hún hefur líka mikið samfélagslegt gildi í þeim tilgangi að fækka krabbameinum og draga úr dánartíðni af völdum þeirra. Það er því mikilvægt að fyrirkomulag skimananna sé þannig að markmiðið um sem mesta þátttöku náist. Varðandi hagnýtar ráðstafanir sem geta haft áhrif á þátttöku kvenna er tvennt sem brýnt er að breyta hið fyrsta. Annars vegar tímabókanir, sem þarf að færa til nútímans og haga þannig að sem líklegast sé að konur nýti boð og að þátttaka þeirra sé ekki alfarið háð þeirra eigin framtakssemi þegar kemur að því að bóka tíma. Hins vegar að samræmi sé í gjaldtöku fyrir skimun og að hún verði alveg gjaldfrjáls líkt og á flestum Norðurlandanna eða kosti mjög lítið. Skimun getur verið óþægileg en tímanum er vel varið Líklega finnst flestum konum bæði brjósta- eða leghálsskimun frekar óþægileg en það er þó einungis í undantekningartilfellum sem konur upplifa sársauka. Mikilvægt er að þær konur sem óttast sársauka láti vita af því fyrirfram svo að sá heilbrigðisstarfsmaður sem framkvæmir skimunina viti af því og geti stutt þær enn betur í aðstæðunum. Þó að þær skimunaraðferðir sem hér er rætt um séu líklega ekki í uppáhaldi hjá neinum taka þær stutta stund, einungis nokkrar mínútur þegar á staðinn er komið. Þeim tíma er sannarlega vel varið því í sumum tilfellum er lífi bjargað. Kannski þínu, systur þinnar, móður, vinkonu eða frænku ? Krabbameinsfélagið hvetur allar konur sem eiga boð í skimun að bíða ekki lengur heldur bóka tíma núna. Sigrún Elva Einarsdóttir og Álfheiður Haraldsdóttir, sérfræðingar hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú ein af þeim konum sem fær boð í skimun og ert alltaf alveg að fara en frestar því svo aftur og aftur? Það var raunin hjá Ásdísi Ingólfsdóttur sem segir sögu sína í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Ásdís greindist með brjóstakrabbamein árið 2002 og aftur árið 2007. Hún hafði fengið boð í skimun, áminningarmiðinn var alltaf fyrir augunum á henni, hún alltaf á leiðinni að panta tíma en ýtti því alltaf til hliðar. Áður en hún kom því í verk að panta tíma fann hún hinsvegar sjálf hnút í öðru brjóstinu, dreif sig af stað og greindist í kjölfarið með brjóstakrabbamein. Krabbamein eru á misjöfnu stigi, eftir því hversu langt á veg þau eru komin þegar þau greinast. Því lægra sem stigið er þegar krabbameinið greinist því betri líkur eru á góðum árangri af meðferð. Skimun fyrir krabbameinum gerir kleift að finna mein áður en þau eru komin á það stig að þau valdi nokkrum einkennum. Einstaklingarnir finna ekki út frá eigin líðan að neitt sé að, líkt og var með Ásdísi þegar hún greindist í annað sinn. Þá hafði hún ekki fundið fyrir neinum einkennum en eftirlitsmyndataka leiddi í ljós krabbamein í hinu brjóstinu, af annarri gerð en í fyrra skiptið. Skimanir bjarga lífum Á hverju ári kemur leghálsskimun í veg fyrir að fjölmörg krabbamein í leghálsi nái að myndast, því með henni er hægt að hindra meinmyndun með því að grípa inn í ef forstigsbreytinga verður vart. Í skimunum fyrir bæði brjósta- og leghálskrabbameinum finnast krabbamein sem eru skammt á veg komin sem gefur færi á að grípa snemma inn í með meðferð. Skimanir bjarga þannig lífi fjölda kvenna ár hvert en árangurinn gæti þó verið enn betri því þúsundir boðaðra kvenna mæta ekki í skimanir. Yfirstandandi rannsókn á vegum Krabbameinsfélagsins á brjóstaskimunum sýnir að einungis um það bil 60% kvenna búsettra á Íslandi taka þátt í brjóstaskimun og þetta hlutfall hefur verið um það bil 70% í leghálsskimun. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna, sem við berum okkur gjarnan saman við, sést að þátttaka okkar er svipuð í leghálsskimunum en við erum eftirbátar þegar kemur að brjóstaskimunum, þar sem þátttakan í löndunum í kringum okkur er yfirleitt um 80% . Hér er því sannarlega hægt að ná betri árangri. Engu að síður er mikilvægtað nefna að þátttaka í skimun er ekki trygging gegn krabbameinum og stundum finnast ekki mein í skimun sem þó eru til staðar. Konur meta skimanir mikilvægar en margar mæta of sjaldan eða aldrei Þegar til stóð að leggja niður reglubundnar skimanir fyrir brjóstakrabbameini hjá 40 – 49 ára konum brugðust konur í landinu mjög sterkt við og sýndu ótvírætt í verki að þær meta krabbameinsskimun sem mjög mikilvæga þjónustu. Hvað veldur því þá að þátttakan er ekki betri en raunin er? Er það vegna þess að konur sem ekki mæta í skimun geri sér ekki grein fyrir mikilvægi hennar og þeirri staðreynd að á ári hverju bjarga skimanir, bæði fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum, lífi fjölda kvenna? Eða er ástæðan, líkt og kom fram í könnun Krabbameinsfélagsins frá 2019, fyrst og fremst framtaksleysi, sem konur nefndu sem helstu ástæðu þess að þær höfðu ekki mætti í krabbameinsskimun. Aðrar algengar ástæður voru tímaskortur, hræðsla við greiningu, hræðsla við sársauka og gjaldtaka. Þegar spurt var um hvaða þættir skiptu mestu máli varðandi þátttöku í skimun svöruðu tæp 30% að mikilvægast væri að skimunin væri gjaldfrjáls. Það borgar sig að mæta í skimun Þegar horft er til kostnaðarins eru góðu fréttirnar þær að gjald fyrir leghálsskimun hefur lækkað umtalsvert og er nú 500 krónur hjá Heilsugæslunni. Kostnaður við brjóstaskimun er hinsvegar ennþá rúmar 5000 krónur. Á flestum hinum Norðurlöndunum er skimun hins vegar gjaldfrjáls. Vert er að rifja upp að árið 2019 bauð Krabbameinsfélagið þeim konum sem boðið var í krabbameinsskimun í fyrsta sinn að fá þjónustuna endurgjaldslaust og hafði það greinileg áhrif, þátttakan jókst umtalsvert í þeim hópi. Kostnaðurinn skiptir máli. Skimun er mikilvægt lýðheilsumál Skimun hefur ekki einungis þýðingu fyrir hverja þá konu sem tekur þátt í henni. Hún hefur líka mikið samfélagslegt gildi í þeim tilgangi að fækka krabbameinum og draga úr dánartíðni af völdum þeirra. Það er því mikilvægt að fyrirkomulag skimananna sé þannig að markmiðið um sem mesta þátttöku náist. Varðandi hagnýtar ráðstafanir sem geta haft áhrif á þátttöku kvenna er tvennt sem brýnt er að breyta hið fyrsta. Annars vegar tímabókanir, sem þarf að færa til nútímans og haga þannig að sem líklegast sé að konur nýti boð og að þátttaka þeirra sé ekki alfarið háð þeirra eigin framtakssemi þegar kemur að því að bóka tíma. Hins vegar að samræmi sé í gjaldtöku fyrir skimun og að hún verði alveg gjaldfrjáls líkt og á flestum Norðurlandanna eða kosti mjög lítið. Skimun getur verið óþægileg en tímanum er vel varið Líklega finnst flestum konum bæði brjósta- eða leghálsskimun frekar óþægileg en það er þó einungis í undantekningartilfellum sem konur upplifa sársauka. Mikilvægt er að þær konur sem óttast sársauka láti vita af því fyrirfram svo að sá heilbrigðisstarfsmaður sem framkvæmir skimunina viti af því og geti stutt þær enn betur í aðstæðunum. Þó að þær skimunaraðferðir sem hér er rætt um séu líklega ekki í uppáhaldi hjá neinum taka þær stutta stund, einungis nokkrar mínútur þegar á staðinn er komið. Þeim tíma er sannarlega vel varið því í sumum tilfellum er lífi bjargað. Kannski þínu, systur þinnar, móður, vinkonu eða frænku ? Krabbameinsfélagið hvetur allar konur sem eiga boð í skimun að bíða ekki lengur heldur bóka tíma núna. Sigrún Elva Einarsdóttir og Álfheiður Haraldsdóttir, sérfræðingar hjá Krabbameinsfélaginu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun