Kvikmyndagerð í úlfakreppu Hjálmar Einarsson skrifar 27. október 2022 10:39 Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. Framferði þessara starfsmanna hefur notið blessunar Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstýru KMÍ sem varið hefur óboðleg vinnubrögð í stað þess að taka á vandanum svo umsóknir njóti sannmælis. Því hafa umræddir starfsmenn KMÍ getað litið á sig sem ósnertanlega í starfi; hafna yfir lög og reglur. Þeir vita líka að framleiðendur og handritshöfundar umsókna þora oftast ekki að kvarta af ótta við útskúfun frá framtíðar úthlutunum sjóðsins. Því vil ég vil þakka Ingibjörgu Reynisdóttur, handritshöfundi fyrir kjarkaða grein sem hún skrifaði á Visir.is 28. september sl. þar sem hún gagnrýndi farsakennt umsagnarferli KMÍ. Virðist sjóðurinn hafa dregið Ingibjörgu á asnaeyrum með umsókn hennar í heil átta ár og umsókninni kastað á milli ráðgjafa, sem hverjir á fætur öðrum komu með nýjar kröfur og önnur viðmið til verksins. Til upplýsingar þá geta umsóknir tekið ár í vinnslu og kostað umsækjendur mikla orku og umtalsverða fjármuni. Ráðgjafar biðja oft um auka gögn, m.a. forkvikmyndað efni líkt og í tilviki Ingibjargar. Frásögn hennar kom mér því miður ekki á óvart þar sem ég hef sjálfur ítrekað orðið fyrir barðinu á vanhæfni KMÍ, þar sem regluverk og faglegir verkferlar eru í algjörum molum. Faglegt mat er sýndarmennskan ein Við gerð styrkumsókna ber umsækjendum að fara eftir nákvæmum skilyrðum og útlistuðum reglum KMÍ. Stofnunin fer hins vegar ekkert eftir því regluverki sem henni eru settar. Sumir handritaráðgjafar virðast jafnvel ekki hafa skilning á tæknilegum þáttum handritagerðar og takmarkaðan bakgrunn í handritagerð. Faglegt mat þessara ráðgjafa er því ekkert, verkferlar og viðmið engin. Sjálfur hef ég meira að segja lent í því að ráðgjafi KMÍ hafi ekki lesið umsókn sem hann þó synjaði. Ráðgjafar meta umsóknir ítrekað út frá sínum persónulegu og pólitísku lífsskoðunum, sem þola engin frávik. Hafi tilteknir rágjafar ekki haft handritalegar ástæður til þess að fella umsókn þá hafa þeir ekki hikað við að skálda upp ástæður sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, koma með eftirá viðmið sem ekki er getið um í umsóknargögnum, eða gert kröfur sem ekki voru gerðar til annarra styrktra verkefna. Slík vinnubrögð standast hvorki skoðun, lög né reglur hjá nokkurri opinberri stofnun. Ætli umsækjendur að eiga möguleika á styrkveitingum þá verða þeir að vera með umsóknir sem falla að lífsskoðunum þessara ráðgjafa, ella að eiga það á hættu að verða útilokaðir frá atvinnugrein sem er svo til að fullu ríkisstyrkt. Ráðgjafar hafa líka gróflega ritskoðað handrit í vinnslu sem þegar hafa hlotið þróunarstyrki, í stað þess að meta og bæta handritalega þætti verkanna. Dæmi eru um að umsækjendur hafi gegn betri vitund breytt og jafnvel rústað sögum sínum til þess að þóknast ráðgjafa í von um áframhaldandi styrkveitingu og lífsviðurværi. Hvað heimildamyndir varðar hefur KMÍ líka útilokað heimildasögur um arfleið fólks sem ekki hafa fallið að skoðunum ráðgjafa. Dæmi um pólitíska þöggun og tilraunir til sögufölsunar eru því miður staðreynd. Útkoman er því einsleitara verkefnaval, útilokun málefna, samfélagshópa og kvikmyndagerðarfólks. Einvaldur í tuttugu ár Laufey Guðjónsdóttir hefur veitt KMÍ forstöðu í bráðum 20 ár. Innanborðs eru kvikmyndaráðgjafar sem starfað hafa álíka lengi og hún. Það er fáheyrt í lýðræðisríki að ein og sama manneskjan ráðstafi milljörðum króna og stýri öllu verkefnavali ár eftir ár, í heila tvo áratugi. Það skyldi því engan undra að á svo löngum tíma myndist vina- og klíkubönd, bæði innanhúss og svo þeirra sem reglulega fá styrki. Ógagnsæi og tortryggni Árið 2012 fékk íslensk kvikmynd einn hæsta styrk sem þá hafði verið veittur frá KMÍ, eða 96.7 milljónir. Árið 2014, ári eftir að tökum myndarinnar lauk kom fram í fjölmiðlum að leikarar og tökulið hafði ekki fengið greidd laun fyrir framlag sitt í myndinni. Þokukenndar afsakanir framleiðenda í fjölmiðlum skýrðu ekki drátt á greiðslum. Laufey Guðjónsdóttir, forstýra KMÍ varði framleiðendur í blaðaviðtali við DV árið 2014 og sagði: „að ekki væri komið að því að aðhafast eitthvað í málinu, en að sá tími myndi að óbreyttu koma“. Í janúar 2015 spurði Viðskiptablaðið Laufeyju líka um myndina sem þá hafði enn ekki verið kláruð: „Þau fengu styrkinn í ágúst fyrir að verða einu og hálfu ári síðan og það er ennþá verið að vinna í myndinni eftir því sem við vitum best. Þannig að þetta er ekki komið alveg á einhvern skandalpunkt“. Mánuðir urðu að árum og ekkert bólaði á kvikmyndinni. Árið 2017 birtist myndin loksins í kvikmyndahúsum, fimm árum eftir styrksvilyrði. Hvernig stóð á þessari áralöngu töf (?) og hvernig gat það gerst að fólk sem starfaði við myndina þurfti lögfræðinga til þess að fá laun sín loks greidd? Var ekkert eftirlit með framleiðslunni og þessum 96.7 milljóna styrk? Miðað við þá sögu sem birtist í fjölmiðlum er erfitt að álykta annað en að styrkhafarnir hafi fengið sérmeðferð hjá KMÍ. Ársreikningum félagsins sem framleiddi myndina hefur ekki verið skilað síðan árið 2016, eða frá því að myndin var enn í framleiðslu. (Skv. 109. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006 skal félag senda ársreikningaskrá ársreikning sinn.) Því má ætla að Skatturinn hafi árlega sektað framleiðslufélagið um kr. 600.000 fyrir hvert ár sem ársreikningum hefur ekki verið skilað. Er hér eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós? Gæti opinber birting gagna kallað á gagnarýni um ráðstöfun opinberra fjármuna og tekjuskattsstofna? Í síðast birta ársreikningi framleiðslufyrirtækisins sést að félagið var með kvikmynd í framleiðslu og átti kröfu á dótturfélag sitt 89m. og var með fyrirfram-innheimtar tekjur kr. 189m. Í síðasta birta ársreikningi dótturfélags þeirra, frá árinu 2016 (nú gjaldþrota) er hvergi getið um skuldir við móðurfélag sitt. Skv. reglugerðum um framsetningu ársreikninga ber að aðgreina stöðu við tengda aðila sérstaklega. Skv. reglugerð er ársreikningaskrá heimilt að krefjast slita á félögum sem birta ekki ársreikninga sína. Eðlileg ráðning? Það ráku líka margir upp stór augu árið 2018, ári eftir útgáfu fyrrgreindrar kvikmyndar, þegar Laufey Guðjónsdóttir réð þá annan framleiðanda myndarinnar sem kvikmyndaráðgjafa hjá stofnuninni. Getur það talist trúverðug ráðning miðað við það sem á undan hafði gengið, ekki síst gagnvart fólkinu sem borið hafði skaða af samstarfi við framleiðandann? Kynjakvóti Á heimasíðu KMÍ segir: „Við mat á umsóknum lítur Kvikmyndasjóður til þess hvort styrkurinn stuðli að jöfnun á stöðu kvenna og karla í kvikmyndagerð“ og í umsóknargögnum er skjal þar sem umsækjendur skrá kynferði fólks eftir stöðugildum. Virðast störfin handvalin því ekki er spurt um önnur þýðingarmikil hlutverk innan kvikmyndagerðar. Ekkert er sagt til um lágmarks fjölda karla, kvenna eða vægi kynjakvóta í umsóknargögnum. Samt hafa ráðgjafar notað þennan óljósa lið sem aðalástæðu til að synja verkefnum, á grundvelli kynferðis. Framleiðendur reyna að ráða konur í verkefni en stundum er ekki nægt framboð af íslenskum konum í tiltekin störf. Framleiðendur ráða þá konur frá útlöndum til þess að rétta af þennan meinta kynjahalla. Íslenskir karlmenn verða þá af störfum með blessun KMÍ. Ungir menn eru sérstaklega jaðarsettir í þessu umhverfi og fá síður störf, t.d. við klippingu kvikmynda. Mun meira er um kvenkyns klippara en t.d. myndatökukonur. Það er hætt við því að kynjakvóti búi til kvenna og karlastéttir, því framleiðendur ráða þá í kvótastöður eftir kynjaframboði. Woke-ismi og bolabrögð KMÍ fer líka fram á að umsækjendur handritastyrkja styðjist við hið femíníska og óvísindalega „Bechdel“ próf, þar sem „að í sögu þurfa að lágmarki að vera tvær kvenkyns persónur, þær hafi nöfn og þær tali saman og um eitthvað annað en karlmenn“. Hvernig getur þetta staðist? Eru pólitískar hömlur og „dogma“ ekki andhverfa frjálsrar sköpunar? Framleiðslustjóri KMÍ og ráðgjafi voru spurðir á fundi með hvaða hætti kynjavægi væri metið í umsóknum til KMÍ? Stutta svarið var að það eru engar fastmótaðar reglur eða ákvæði. KMÍ hikar samt ekki við að beita kynjakortinu sem aðal ástæðu við synjun verkefna. Ráðgjafar hafa ítrekað komist upp með að fjalla ekki efnislega um umsóknir eða rökstutt faglegar ástæður synjana, heldur fellt verkefnin á kynjaforsendum. Ráðgjafar KMÍ misnota því gróflega göfug markmið jafnréttis með því að klekkja á fullgildum umsóknum, mönnum og málefnum. Meira að segja hefur kynjavægi verið ein aðalástæða synjana í sagnfræðilegum heimildamyndum. Hvernig stenst það skoðun? Ekki geta umsækjendur heimildamynda breytt sagnfræðilegum staðreyndum eins og kynferði einstaklinga. Tveggja áratuga sífreri Líkt og Ingibjörg Reynisdóttir, handritshöfundur, þá hef ég rúmlega tveggja áratuga reynslu í kvikmyndagerð, á Íslandi, í Tékklandi, auk þess að hafa háskólamenntun í faginu og verðlaun uppi í hillu. Á þeim rúmu tuttugu árum sem ég hef sótt um hjá KMÍ hafa verk mín aldrei hlotið styrkveitingu, ekki einu sinni handritastyrk. Talað var um íslenskt kvikmyndavor og seinna kvikmyndasumar. Engin talar um Kvikmynda-sífrerann. Sú napra veröld sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk býr við líkist helst veru í einræðisríki. Ef þú hugsar ekki „rétt“ og gengur ekki í takt, þá fær þú ekki styrki frá Kremlverjum KMÍ. Búast má við því að persónulegt mat og lífskoðanir trompi viðfangsefni, handritalega þekkingu og gæði umsókna. Regluverk á aðeins við umsækjendur, og kvarti fólk yfir ranglátri meðferð er það endanlega sent á Guð og gaddinn. Von um úrbætur Gagnrýni mín beinist ekki gegn öllu starfsfólki og ráðgjöfum KMÍ. Þar er að finna vandað fólk sem sinnir starfi sínu af kostgæfni og getu. Vönduðum kvikmyndaráðgjöfum er líka vorkunn, þar sem þá sárlega vantar faglega umgjörð og viðurkennd viðmið sem leiðarvísi í starfi. Mér skilst að auglýsa eigi stöðu forstöðumanns KMÍ á næsta ári. Ég vil nota tækifærið og skora á stjórnvöld að vanda þar vel til verka og uppræta vinavæðingu, valdhroka og valdníðslu. Skilgreina ætti hlutverk kvikmyndaráðgjafa og gera þarf kröfur um hæfni þeirra. Faglegt og tæknilegt mat við umsóknir ætti að útlista. Gera ætti þá lágmarkskröfu að ráðgjafar geti tjáð sig efnislega um handritagerð og að þeir kunni skil á fagmannlegum gildum handritunar. KMÍ þyrfti að birta viðmið og staðla svo að umsækjendur og ráðgjafar fari eftir sömu viðmiðum. Sé farið eftir óhefðbundnum viðmiðum í umsóknum ætti að útskýra það með greinagerðum. Auðvelt væri fyrir KMÍ að nota alþjóðleg viðmið sem notuð eru á markaði og kennd í kvikmyndaháskólum. Þess má geta að ég hef sent Mennta- og menningarmálaráðuneytinu greinagerðir og gögn er varða einstaka starfsmenn og verkferla KMÍ. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hafa nokkrir kvikmyndaráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) synjað fullgildum umsóknum til sjóðsins á ófaglegum og ólögmætum forsendum. Framferði þessara starfsmanna hefur notið blessunar Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstýru KMÍ sem varið hefur óboðleg vinnubrögð í stað þess að taka á vandanum svo umsóknir njóti sannmælis. Því hafa umræddir starfsmenn KMÍ getað litið á sig sem ósnertanlega í starfi; hafna yfir lög og reglur. Þeir vita líka að framleiðendur og handritshöfundar umsókna þora oftast ekki að kvarta af ótta við útskúfun frá framtíðar úthlutunum sjóðsins. Því vil ég vil þakka Ingibjörgu Reynisdóttur, handritshöfundi fyrir kjarkaða grein sem hún skrifaði á Visir.is 28. september sl. þar sem hún gagnrýndi farsakennt umsagnarferli KMÍ. Virðist sjóðurinn hafa dregið Ingibjörgu á asnaeyrum með umsókn hennar í heil átta ár og umsókninni kastað á milli ráðgjafa, sem hverjir á fætur öðrum komu með nýjar kröfur og önnur viðmið til verksins. Til upplýsingar þá geta umsóknir tekið ár í vinnslu og kostað umsækjendur mikla orku og umtalsverða fjármuni. Ráðgjafar biðja oft um auka gögn, m.a. forkvikmyndað efni líkt og í tilviki Ingibjargar. Frásögn hennar kom mér því miður ekki á óvart þar sem ég hef sjálfur ítrekað orðið fyrir barðinu á vanhæfni KMÍ, þar sem regluverk og faglegir verkferlar eru í algjörum molum. Faglegt mat er sýndarmennskan ein Við gerð styrkumsókna ber umsækjendum að fara eftir nákvæmum skilyrðum og útlistuðum reglum KMÍ. Stofnunin fer hins vegar ekkert eftir því regluverki sem henni eru settar. Sumir handritaráðgjafar virðast jafnvel ekki hafa skilning á tæknilegum þáttum handritagerðar og takmarkaðan bakgrunn í handritagerð. Faglegt mat þessara ráðgjafa er því ekkert, verkferlar og viðmið engin. Sjálfur hef ég meira að segja lent í því að ráðgjafi KMÍ hafi ekki lesið umsókn sem hann þó synjaði. Ráðgjafar meta umsóknir ítrekað út frá sínum persónulegu og pólitísku lífsskoðunum, sem þola engin frávik. Hafi tilteknir rágjafar ekki haft handritalegar ástæður til þess að fella umsókn þá hafa þeir ekki hikað við að skálda upp ástæður sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, koma með eftirá viðmið sem ekki er getið um í umsóknargögnum, eða gert kröfur sem ekki voru gerðar til annarra styrktra verkefna. Slík vinnubrögð standast hvorki skoðun, lög né reglur hjá nokkurri opinberri stofnun. Ætli umsækjendur að eiga möguleika á styrkveitingum þá verða þeir að vera með umsóknir sem falla að lífsskoðunum þessara ráðgjafa, ella að eiga það á hættu að verða útilokaðir frá atvinnugrein sem er svo til að fullu ríkisstyrkt. Ráðgjafar hafa líka gróflega ritskoðað handrit í vinnslu sem þegar hafa hlotið þróunarstyrki, í stað þess að meta og bæta handritalega þætti verkanna. Dæmi eru um að umsækjendur hafi gegn betri vitund breytt og jafnvel rústað sögum sínum til þess að þóknast ráðgjafa í von um áframhaldandi styrkveitingu og lífsviðurværi. Hvað heimildamyndir varðar hefur KMÍ líka útilokað heimildasögur um arfleið fólks sem ekki hafa fallið að skoðunum ráðgjafa. Dæmi um pólitíska þöggun og tilraunir til sögufölsunar eru því miður staðreynd. Útkoman er því einsleitara verkefnaval, útilokun málefna, samfélagshópa og kvikmyndagerðarfólks. Einvaldur í tuttugu ár Laufey Guðjónsdóttir hefur veitt KMÍ forstöðu í bráðum 20 ár. Innanborðs eru kvikmyndaráðgjafar sem starfað hafa álíka lengi og hún. Það er fáheyrt í lýðræðisríki að ein og sama manneskjan ráðstafi milljörðum króna og stýri öllu verkefnavali ár eftir ár, í heila tvo áratugi. Það skyldi því engan undra að á svo löngum tíma myndist vina- og klíkubönd, bæði innanhúss og svo þeirra sem reglulega fá styrki. Ógagnsæi og tortryggni Árið 2012 fékk íslensk kvikmynd einn hæsta styrk sem þá hafði verið veittur frá KMÍ, eða 96.7 milljónir. Árið 2014, ári eftir að tökum myndarinnar lauk kom fram í fjölmiðlum að leikarar og tökulið hafði ekki fengið greidd laun fyrir framlag sitt í myndinni. Þokukenndar afsakanir framleiðenda í fjölmiðlum skýrðu ekki drátt á greiðslum. Laufey Guðjónsdóttir, forstýra KMÍ varði framleiðendur í blaðaviðtali við DV árið 2014 og sagði: „að ekki væri komið að því að aðhafast eitthvað í málinu, en að sá tími myndi að óbreyttu koma“. Í janúar 2015 spurði Viðskiptablaðið Laufeyju líka um myndina sem þá hafði enn ekki verið kláruð: „Þau fengu styrkinn í ágúst fyrir að verða einu og hálfu ári síðan og það er ennþá verið að vinna í myndinni eftir því sem við vitum best. Þannig að þetta er ekki komið alveg á einhvern skandalpunkt“. Mánuðir urðu að árum og ekkert bólaði á kvikmyndinni. Árið 2017 birtist myndin loksins í kvikmyndahúsum, fimm árum eftir styrksvilyrði. Hvernig stóð á þessari áralöngu töf (?) og hvernig gat það gerst að fólk sem starfaði við myndina þurfti lögfræðinga til þess að fá laun sín loks greidd? Var ekkert eftirlit með framleiðslunni og þessum 96.7 milljóna styrk? Miðað við þá sögu sem birtist í fjölmiðlum er erfitt að álykta annað en að styrkhafarnir hafi fengið sérmeðferð hjá KMÍ. Ársreikningum félagsins sem framleiddi myndina hefur ekki verið skilað síðan árið 2016, eða frá því að myndin var enn í framleiðslu. (Skv. 109. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006 skal félag senda ársreikningaskrá ársreikning sinn.) Því má ætla að Skatturinn hafi árlega sektað framleiðslufélagið um kr. 600.000 fyrir hvert ár sem ársreikningum hefur ekki verið skilað. Er hér eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós? Gæti opinber birting gagna kallað á gagnarýni um ráðstöfun opinberra fjármuna og tekjuskattsstofna? Í síðast birta ársreikningi framleiðslufyrirtækisins sést að félagið var með kvikmynd í framleiðslu og átti kröfu á dótturfélag sitt 89m. og var með fyrirfram-innheimtar tekjur kr. 189m. Í síðasta birta ársreikningi dótturfélags þeirra, frá árinu 2016 (nú gjaldþrota) er hvergi getið um skuldir við móðurfélag sitt. Skv. reglugerðum um framsetningu ársreikninga ber að aðgreina stöðu við tengda aðila sérstaklega. Skv. reglugerð er ársreikningaskrá heimilt að krefjast slita á félögum sem birta ekki ársreikninga sína. Eðlileg ráðning? Það ráku líka margir upp stór augu árið 2018, ári eftir útgáfu fyrrgreindrar kvikmyndar, þegar Laufey Guðjónsdóttir réð þá annan framleiðanda myndarinnar sem kvikmyndaráðgjafa hjá stofnuninni. Getur það talist trúverðug ráðning miðað við það sem á undan hafði gengið, ekki síst gagnvart fólkinu sem borið hafði skaða af samstarfi við framleiðandann? Kynjakvóti Á heimasíðu KMÍ segir: „Við mat á umsóknum lítur Kvikmyndasjóður til þess hvort styrkurinn stuðli að jöfnun á stöðu kvenna og karla í kvikmyndagerð“ og í umsóknargögnum er skjal þar sem umsækjendur skrá kynferði fólks eftir stöðugildum. Virðast störfin handvalin því ekki er spurt um önnur þýðingarmikil hlutverk innan kvikmyndagerðar. Ekkert er sagt til um lágmarks fjölda karla, kvenna eða vægi kynjakvóta í umsóknargögnum. Samt hafa ráðgjafar notað þennan óljósa lið sem aðalástæðu til að synja verkefnum, á grundvelli kynferðis. Framleiðendur reyna að ráða konur í verkefni en stundum er ekki nægt framboð af íslenskum konum í tiltekin störf. Framleiðendur ráða þá konur frá útlöndum til þess að rétta af þennan meinta kynjahalla. Íslenskir karlmenn verða þá af störfum með blessun KMÍ. Ungir menn eru sérstaklega jaðarsettir í þessu umhverfi og fá síður störf, t.d. við klippingu kvikmynda. Mun meira er um kvenkyns klippara en t.d. myndatökukonur. Það er hætt við því að kynjakvóti búi til kvenna og karlastéttir, því framleiðendur ráða þá í kvótastöður eftir kynjaframboði. Woke-ismi og bolabrögð KMÍ fer líka fram á að umsækjendur handritastyrkja styðjist við hið femíníska og óvísindalega „Bechdel“ próf, þar sem „að í sögu þurfa að lágmarki að vera tvær kvenkyns persónur, þær hafi nöfn og þær tali saman og um eitthvað annað en karlmenn“. Hvernig getur þetta staðist? Eru pólitískar hömlur og „dogma“ ekki andhverfa frjálsrar sköpunar? Framleiðslustjóri KMÍ og ráðgjafi voru spurðir á fundi með hvaða hætti kynjavægi væri metið í umsóknum til KMÍ? Stutta svarið var að það eru engar fastmótaðar reglur eða ákvæði. KMÍ hikar samt ekki við að beita kynjakortinu sem aðal ástæðu við synjun verkefna. Ráðgjafar hafa ítrekað komist upp með að fjalla ekki efnislega um umsóknir eða rökstutt faglegar ástæður synjana, heldur fellt verkefnin á kynjaforsendum. Ráðgjafar KMÍ misnota því gróflega göfug markmið jafnréttis með því að klekkja á fullgildum umsóknum, mönnum og málefnum. Meira að segja hefur kynjavægi verið ein aðalástæða synjana í sagnfræðilegum heimildamyndum. Hvernig stenst það skoðun? Ekki geta umsækjendur heimildamynda breytt sagnfræðilegum staðreyndum eins og kynferði einstaklinga. Tveggja áratuga sífreri Líkt og Ingibjörg Reynisdóttir, handritshöfundur, þá hef ég rúmlega tveggja áratuga reynslu í kvikmyndagerð, á Íslandi, í Tékklandi, auk þess að hafa háskólamenntun í faginu og verðlaun uppi í hillu. Á þeim rúmu tuttugu árum sem ég hef sótt um hjá KMÍ hafa verk mín aldrei hlotið styrkveitingu, ekki einu sinni handritastyrk. Talað var um íslenskt kvikmyndavor og seinna kvikmyndasumar. Engin talar um Kvikmynda-sífrerann. Sú napra veröld sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk býr við líkist helst veru í einræðisríki. Ef þú hugsar ekki „rétt“ og gengur ekki í takt, þá fær þú ekki styrki frá Kremlverjum KMÍ. Búast má við því að persónulegt mat og lífskoðanir trompi viðfangsefni, handritalega þekkingu og gæði umsókna. Regluverk á aðeins við umsækjendur, og kvarti fólk yfir ranglátri meðferð er það endanlega sent á Guð og gaddinn. Von um úrbætur Gagnrýni mín beinist ekki gegn öllu starfsfólki og ráðgjöfum KMÍ. Þar er að finna vandað fólk sem sinnir starfi sínu af kostgæfni og getu. Vönduðum kvikmyndaráðgjöfum er líka vorkunn, þar sem þá sárlega vantar faglega umgjörð og viðurkennd viðmið sem leiðarvísi í starfi. Mér skilst að auglýsa eigi stöðu forstöðumanns KMÍ á næsta ári. Ég vil nota tækifærið og skora á stjórnvöld að vanda þar vel til verka og uppræta vinavæðingu, valdhroka og valdníðslu. Skilgreina ætti hlutverk kvikmyndaráðgjafa og gera þarf kröfur um hæfni þeirra. Faglegt og tæknilegt mat við umsóknir ætti að útlista. Gera ætti þá lágmarkskröfu að ráðgjafar geti tjáð sig efnislega um handritagerð og að þeir kunni skil á fagmannlegum gildum handritunar. KMÍ þyrfti að birta viðmið og staðla svo að umsækjendur og ráðgjafar fari eftir sömu viðmiðum. Sé farið eftir óhefðbundnum viðmiðum í umsóknum ætti að útskýra það með greinagerðum. Auðvelt væri fyrir KMÍ að nota alþjóðleg viðmið sem notuð eru á markaði og kennd í kvikmyndaháskólum. Þess má geta að ég hef sent Mennta- og menningarmálaráðuneytinu greinagerðir og gögn er varða einstaka starfsmenn og verkferla KMÍ. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun