Klay rekinn úr húsi í fyrsta skipti þegar meistararnir brenndu sig á Sólunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:31 Devin Booker spilaði frábæra vörn gegn Klay Thompson í nótt. NBA Hinn 32 ára gamli Klay Thompson var í nótt rekinn af velli þegar meistarar Golden State Warriors máttu þola stórt tap gegn Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn hafði hann aldrei verið rekinn af velli. Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94. Körfubolti NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94.
Körfubolti NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira